Á Bessastöðum? Ingunn Ásdísardóttir skrifar 11. maí 2024 09:00 Hvernig forseta vil ég sjá á Bessastöðum? Í svari mínu við þessari spurningu vil ég líta til framtíðar og skoða hvaða eiginleika ég tel að forseti Íslands þurfi að hafa til að gegna því embætti. Reynsla af stjórnmálum, þekking á innviðum og gangverki stjórnskipunar, gott tengslanet innanlands og utan – allt eru þetta afar nauðsynlegir og góðir eiginleikar sem vissulega munu koma sér ákaflega vel í embættinu. En það sem ég einkum vil sjá hjá mínum forseta er víðsýni, framsýni og ekki síst djörfungu. Djörfungu eins og fólst í því að ráðast í að reisa Hörpu upp úr holunni, þegar allt annað var í kaldakoli. Það var djörfung sem byggðist á víðsýni og framsýni og skilningi á því hvers virði það væri fyrir hrunþjóð að eignast hús eins og Hörpu, hvers virði það væri fyrir endurreisn sjálfstrausts þjóðarinnar, hvers virði það væri fyrir menningu og þroska lífsins í landinu að eiga Hörpu, í stað þess að neyðast til að horfa ofan í holuna næstu tuttugu árin. Ég vil forseta sem getur tekið ákvarðanir af slíku tagi, ef og þegar þörf krefur. Ég vil forseta sem veit og skilur hve fræði og vísindi skipta miklu máli fyrir bæði andlega og líkamlega heilsu þjóðar. Forseta sem hefur þor til að standa gegn öfgum og afturhaldsöflum og treysta vísindamönnum til að taka yfir og stýra aðgerðum við aðstæður sem enginn hefur þurft að takast á við fyrr, hvort sem um er að ræða heimsfaraldur eða náttúruhamfarir. Ég vil forseta sem kann að skilja á milli feigs og ófeigs þegar slíkar aðstæður koma upp. Nú veit ég vel að forsetaembættið er ekki beinn þátttakandi í stjórn landsins eða stjórnmálaþvargi daganna. En forseti landsins þarf að hafa innsæi, þekkingu og víðtækan skilning á þeim eyrarkaupum sem þar fara fram, þekkja innviði og umleitanir, samninga og málamiðlanir á þeim vettvangi. Vegna þess að á ögurstundum er forseti lykilpersóna á hinu pólitíska taflborði. Ég vil forseta sem íhugar mjög vandlega hvort hann/hún ætlar að nota hinn margumtalaða málskotsrétt og sem hefur sýnt gegnum fyrri verk sín og starfsferil að ákvörðun af slíkri stærðargráðu er ekki tekin að vanhugsuðu máli. Og ég vil forseta sem að tekinni ákvörðun um að nýta þennan rétt er treystandi til að nýta hann af víðsýni, framsýni og djörfung, íslensku samfélagi til gagns og góðs. Í embætti forseta vil ég sjá manneskju sem ég treysti til að standa undir þessum atriðum öllum. Og það gerir Katrín Jakobsdóttir. Höfundur er þjóðfræðingur og þýðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig forseta vil ég sjá á Bessastöðum? Í svari mínu við þessari spurningu vil ég líta til framtíðar og skoða hvaða eiginleika ég tel að forseti Íslands þurfi að hafa til að gegna því embætti. Reynsla af stjórnmálum, þekking á innviðum og gangverki stjórnskipunar, gott tengslanet innanlands og utan – allt eru þetta afar nauðsynlegir og góðir eiginleikar sem vissulega munu koma sér ákaflega vel í embættinu. En það sem ég einkum vil sjá hjá mínum forseta er víðsýni, framsýni og ekki síst djörfungu. Djörfungu eins og fólst í því að ráðast í að reisa Hörpu upp úr holunni, þegar allt annað var í kaldakoli. Það var djörfung sem byggðist á víðsýni og framsýni og skilningi á því hvers virði það væri fyrir hrunþjóð að eignast hús eins og Hörpu, hvers virði það væri fyrir endurreisn sjálfstrausts þjóðarinnar, hvers virði það væri fyrir menningu og þroska lífsins í landinu að eiga Hörpu, í stað þess að neyðast til að horfa ofan í holuna næstu tuttugu árin. Ég vil forseta sem getur tekið ákvarðanir af slíku tagi, ef og þegar þörf krefur. Ég vil forseta sem veit og skilur hve fræði og vísindi skipta miklu máli fyrir bæði andlega og líkamlega heilsu þjóðar. Forseta sem hefur þor til að standa gegn öfgum og afturhaldsöflum og treysta vísindamönnum til að taka yfir og stýra aðgerðum við aðstæður sem enginn hefur þurft að takast á við fyrr, hvort sem um er að ræða heimsfaraldur eða náttúruhamfarir. Ég vil forseta sem kann að skilja á milli feigs og ófeigs þegar slíkar aðstæður koma upp. Nú veit ég vel að forsetaembættið er ekki beinn þátttakandi í stjórn landsins eða stjórnmálaþvargi daganna. En forseti landsins þarf að hafa innsæi, þekkingu og víðtækan skilning á þeim eyrarkaupum sem þar fara fram, þekkja innviði og umleitanir, samninga og málamiðlanir á þeim vettvangi. Vegna þess að á ögurstundum er forseti lykilpersóna á hinu pólitíska taflborði. Ég vil forseta sem íhugar mjög vandlega hvort hann/hún ætlar að nota hinn margumtalaða málskotsrétt og sem hefur sýnt gegnum fyrri verk sín og starfsferil að ákvörðun af slíkri stærðargráðu er ekki tekin að vanhugsuðu máli. Og ég vil forseta sem að tekinni ákvörðun um að nýta þennan rétt er treystandi til að nýta hann af víðsýni, framsýni og djörfung, íslensku samfélagi til gagns og góðs. Í embætti forseta vil ég sjá manneskju sem ég treysti til að standa undir þessum atriðum öllum. Og það gerir Katrín Jakobsdóttir. Höfundur er þjóðfræðingur og þýðandi.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun