Á Bessastöðum? Ingunn Ásdísardóttir skrifar 11. maí 2024 09:00 Hvernig forseta vil ég sjá á Bessastöðum? Í svari mínu við þessari spurningu vil ég líta til framtíðar og skoða hvaða eiginleika ég tel að forseti Íslands þurfi að hafa til að gegna því embætti. Reynsla af stjórnmálum, þekking á innviðum og gangverki stjórnskipunar, gott tengslanet innanlands og utan – allt eru þetta afar nauðsynlegir og góðir eiginleikar sem vissulega munu koma sér ákaflega vel í embættinu. En það sem ég einkum vil sjá hjá mínum forseta er víðsýni, framsýni og ekki síst djörfungu. Djörfungu eins og fólst í því að ráðast í að reisa Hörpu upp úr holunni, þegar allt annað var í kaldakoli. Það var djörfung sem byggðist á víðsýni og framsýni og skilningi á því hvers virði það væri fyrir hrunþjóð að eignast hús eins og Hörpu, hvers virði það væri fyrir endurreisn sjálfstrausts þjóðarinnar, hvers virði það væri fyrir menningu og þroska lífsins í landinu að eiga Hörpu, í stað þess að neyðast til að horfa ofan í holuna næstu tuttugu árin. Ég vil forseta sem getur tekið ákvarðanir af slíku tagi, ef og þegar þörf krefur. Ég vil forseta sem veit og skilur hve fræði og vísindi skipta miklu máli fyrir bæði andlega og líkamlega heilsu þjóðar. Forseta sem hefur þor til að standa gegn öfgum og afturhaldsöflum og treysta vísindamönnum til að taka yfir og stýra aðgerðum við aðstæður sem enginn hefur þurft að takast á við fyrr, hvort sem um er að ræða heimsfaraldur eða náttúruhamfarir. Ég vil forseta sem kann að skilja á milli feigs og ófeigs þegar slíkar aðstæður koma upp. Nú veit ég vel að forsetaembættið er ekki beinn þátttakandi í stjórn landsins eða stjórnmálaþvargi daganna. En forseti landsins þarf að hafa innsæi, þekkingu og víðtækan skilning á þeim eyrarkaupum sem þar fara fram, þekkja innviði og umleitanir, samninga og málamiðlanir á þeim vettvangi. Vegna þess að á ögurstundum er forseti lykilpersóna á hinu pólitíska taflborði. Ég vil forseta sem íhugar mjög vandlega hvort hann/hún ætlar að nota hinn margumtalaða málskotsrétt og sem hefur sýnt gegnum fyrri verk sín og starfsferil að ákvörðun af slíkri stærðargráðu er ekki tekin að vanhugsuðu máli. Og ég vil forseta sem að tekinni ákvörðun um að nýta þennan rétt er treystandi til að nýta hann af víðsýni, framsýni og djörfung, íslensku samfélagi til gagns og góðs. Í embætti forseta vil ég sjá manneskju sem ég treysti til að standa undir þessum atriðum öllum. Og það gerir Katrín Jakobsdóttir. Höfundur er þjóðfræðingur og þýðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Sjá meira
Hvernig forseta vil ég sjá á Bessastöðum? Í svari mínu við þessari spurningu vil ég líta til framtíðar og skoða hvaða eiginleika ég tel að forseti Íslands þurfi að hafa til að gegna því embætti. Reynsla af stjórnmálum, þekking á innviðum og gangverki stjórnskipunar, gott tengslanet innanlands og utan – allt eru þetta afar nauðsynlegir og góðir eiginleikar sem vissulega munu koma sér ákaflega vel í embættinu. En það sem ég einkum vil sjá hjá mínum forseta er víðsýni, framsýni og ekki síst djörfungu. Djörfungu eins og fólst í því að ráðast í að reisa Hörpu upp úr holunni, þegar allt annað var í kaldakoli. Það var djörfung sem byggðist á víðsýni og framsýni og skilningi á því hvers virði það væri fyrir hrunþjóð að eignast hús eins og Hörpu, hvers virði það væri fyrir endurreisn sjálfstrausts þjóðarinnar, hvers virði það væri fyrir menningu og þroska lífsins í landinu að eiga Hörpu, í stað þess að neyðast til að horfa ofan í holuna næstu tuttugu árin. Ég vil forseta sem getur tekið ákvarðanir af slíku tagi, ef og þegar þörf krefur. Ég vil forseta sem veit og skilur hve fræði og vísindi skipta miklu máli fyrir bæði andlega og líkamlega heilsu þjóðar. Forseta sem hefur þor til að standa gegn öfgum og afturhaldsöflum og treysta vísindamönnum til að taka yfir og stýra aðgerðum við aðstæður sem enginn hefur þurft að takast á við fyrr, hvort sem um er að ræða heimsfaraldur eða náttúruhamfarir. Ég vil forseta sem kann að skilja á milli feigs og ófeigs þegar slíkar aðstæður koma upp. Nú veit ég vel að forsetaembættið er ekki beinn þátttakandi í stjórn landsins eða stjórnmálaþvargi daganna. En forseti landsins þarf að hafa innsæi, þekkingu og víðtækan skilning á þeim eyrarkaupum sem þar fara fram, þekkja innviði og umleitanir, samninga og málamiðlanir á þeim vettvangi. Vegna þess að á ögurstundum er forseti lykilpersóna á hinu pólitíska taflborði. Ég vil forseta sem íhugar mjög vandlega hvort hann/hún ætlar að nota hinn margumtalaða málskotsrétt og sem hefur sýnt gegnum fyrri verk sín og starfsferil að ákvörðun af slíkri stærðargráðu er ekki tekin að vanhugsuðu máli. Og ég vil forseta sem að tekinni ákvörðun um að nýta þennan rétt er treystandi til að nýta hann af víðsýni, framsýni og djörfung, íslensku samfélagi til gagns og góðs. Í embætti forseta vil ég sjá manneskju sem ég treysti til að standa undir þessum atriðum öllum. Og það gerir Katrín Jakobsdóttir. Höfundur er þjóðfræðingur og þýðandi.
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun