„Hlutdrægni” Ríkisútvarpsins og „hnignun” íslenskunnar Magnús Lyngdal Magnússon skrifar 11. maí 2024 14:00 Frá því að ég man eftir mér hefur verið uppi umræða um meinta hlutdrægni Ríkisútvarpsins í aðskiljanlegum málum og ekki hvað síst þátt þess í „hnignun” íslenskunnar. Að vísu er ég ekki nógu gamall til þess að reka minni til áranna eftir að útvarpsútsendingar hófust árið 1930 og vil ég því taka miklu yngra dæmi. Þannig háttar til að ég var fréttamaður á Ríkisútvarpinu fyrir aldarfjórðungi, þar á meðal í seinni uppreisn (Intifada) Palestínumanna. Hún hófst í september árið 2000 (og lauk 2005). Það var fyrir tíma samfélagsmiðla en ég man ekki hvað ég fékk mörg símtöl og tölvupósta frá hlustendum, þar sem ég var sakaður um að draga ýmist taum Ísraela eða Palestínumanna; skiptingin var um það vil jöfn í minningunni. Hlustendur höfðu líka mikið samband til þess að tilkynna mér að fréttamenn Ríkisútvarpsins væru að eyðileggja íslenskt mál. Ég man til að mynda einu sinni eftir því að hafa sagt „Sovétríkin sálugu” í lesinni frétt. Um leið og fréttatímanum lauk beið dyggur hlustandi á línunni sem tilkynnti mér að Sovétríkin hefðu ekki haft sál; því væri orðaleikur minn rangur í eðli sínu. Nú, 25 árum seinna, hefur umræðan um hlutdrægni og málspjöll Ríkisútvarpsins lítið breyst. Auðvitað hafa orðið miklar breytingar á íslenskunni, enda er málið lifandi. Ég held að upphrópanir um „hnignun” séu hins vegar óþarfar og ótímabærar. Það á enginn einkarétt á „réttu” máli, hvorki fréttamenn Ríkisútvarpsins né einstaka hlustendur. Ýmsir hafa tilhneigingu til að telja það mál sem þeir ólust upp við „rétt” og þar af leiðandi annað málsnið „rangt”. Málið er hins vegar miklu flóknara en það og kannski efni í aðra og lengri grein. Auðvitað hefur Ríkisútvarpið og fréttamenn þess mikil áhrif á skoðanir hlustenda sinna, sem og málvitund. Ég hygg þó að samfélagsmiðlar séu miklu áhrifameiri hvað íslenskuna varðar, fyrir nú utan skoðanamyndandi áhrif í deilumálum samtímans. Það er bara svo auðvelt að hnýta í Ríkisútvarpið og hefur alltaf verið. Höfundur er sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisútvarpið Íslensk tunga Fjölmiðlar Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Frá því að ég man eftir mér hefur verið uppi umræða um meinta hlutdrægni Ríkisútvarpsins í aðskiljanlegum málum og ekki hvað síst þátt þess í „hnignun” íslenskunnar. Að vísu er ég ekki nógu gamall til þess að reka minni til áranna eftir að útvarpsútsendingar hófust árið 1930 og vil ég því taka miklu yngra dæmi. Þannig háttar til að ég var fréttamaður á Ríkisútvarpinu fyrir aldarfjórðungi, þar á meðal í seinni uppreisn (Intifada) Palestínumanna. Hún hófst í september árið 2000 (og lauk 2005). Það var fyrir tíma samfélagsmiðla en ég man ekki hvað ég fékk mörg símtöl og tölvupósta frá hlustendum, þar sem ég var sakaður um að draga ýmist taum Ísraela eða Palestínumanna; skiptingin var um það vil jöfn í minningunni. Hlustendur höfðu líka mikið samband til þess að tilkynna mér að fréttamenn Ríkisútvarpsins væru að eyðileggja íslenskt mál. Ég man til að mynda einu sinni eftir því að hafa sagt „Sovétríkin sálugu” í lesinni frétt. Um leið og fréttatímanum lauk beið dyggur hlustandi á línunni sem tilkynnti mér að Sovétríkin hefðu ekki haft sál; því væri orðaleikur minn rangur í eðli sínu. Nú, 25 árum seinna, hefur umræðan um hlutdrægni og málspjöll Ríkisútvarpsins lítið breyst. Auðvitað hafa orðið miklar breytingar á íslenskunni, enda er málið lifandi. Ég held að upphrópanir um „hnignun” séu hins vegar óþarfar og ótímabærar. Það á enginn einkarétt á „réttu” máli, hvorki fréttamenn Ríkisútvarpsins né einstaka hlustendur. Ýmsir hafa tilhneigingu til að telja það mál sem þeir ólust upp við „rétt” og þar af leiðandi annað málsnið „rangt”. Málið er hins vegar miklu flóknara en það og kannski efni í aðra og lengri grein. Auðvitað hefur Ríkisútvarpið og fréttamenn þess mikil áhrif á skoðanir hlustenda sinna, sem og málvitund. Ég hygg þó að samfélagsmiðlar séu miklu áhrifameiri hvað íslenskuna varðar, fyrir nú utan skoðanamyndandi áhrif í deilumálum samtímans. Það er bara svo auðvelt að hnýta í Ríkisútvarpið og hefur alltaf verið. Höfundur er sagnfræðingur.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun