Mótmælin gegn „rússnesku“ lögunum stækka enn Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2024 08:05 Mótmælin í gær eru talin þau umfangsmestu hingað til. AP/Zurab Tsertsvadze Gífurlega umfangsmikil mótmæli fóru fram í Tíblisi í Georgíu í gær. Þar hafa fjöldi mótmælenda komið saman á undanförnum vikum vegna umdeildra laga sem yfirvöld vinna að. Mótmælin virðast hafa náð nýjum hæðum í gærkvöldi. Mótmælendur segja lögin ógna frelsi einstaklinga og fjölmiðla í landinu en þau svipa mjög til rússneskra laga sem hafa ítrekað verið notuð þar til að kveða niður andóf gegn stjórnvöldum. Lagafrumvarpið sem hefur verið til umræðu í þingi Georgíu snýr í einföldu máli sagt að því að skikka samtök, stofnanir og fyrirtæki sem fá meira en fimmtung af fjármagni sínu erlendis frá til að skilgreina sig sem „erlenda aðila“. Þessum aðilum yrði einnig gert að afhenda yfirvöldum ársyfirlit yfir aðgerðir þeirra ella verða beittir háum sektum. Sjá einnig: Umfangsmikil mótmæli vegna „rússneskra“ laga í Georgíu Ríkisstjórn Georgíu er stjórnað af flokki sem kennir sig við „georgíska drauminn“ en sá flokkur er leiddur af auðjöfrinum Bidzina Ivanishvhvili, sem var áður forsætisráðherra og vill binda Georgíu og Rússland nánari böndum. Mótmælendur eru ósammála þeirri stefnu og segjast vilja standa vörð um frelsi þeirra. I don't think I've ever seen so many people on the streets of Georgia before.This comes after Georgian Dream’s mass, Russian-style terror against its people, threats and intimidation via phone calls, arbitrary detentions, severe physical assaults and targeted smear campaigns. pic.twitter.com/C1fHVtyiGU— Katie Shoshiashvili (@KShoshiashvili) May 11, 2024 Hafa orðið fyrir ofbeldi og hótunum Mótmælin í gær voru að mestu friðsöm en áður hefur komið til átaka milli öryggissveita og mótmælenda. Þá eru hópar óeinkennisklæddra manna sagðir hafa ráðist á mótmælendur. Aðgerðasinnar halda því einnig fram að þeir hafi orðið fyrir hótunum og ofbeldi á undanförnum dögum. Fautar hafi mætt heim til þeirra og þeim hafi borist margskonar símtöl þar sem þeim og fjölskyldum þeirra hafi verið ógnað. Meðal þess sem mótmælendur óttast er að verði frumvarpið að lögum, verði þau lög notuð til að kveða niður gagnrýnisraddir í aðdraganda þingkosninga síðar á þessu ári, samkvæmt frétt BBC. Frumvarpið var einnig til umræðu í fyrra en þá komu mikil mótmæli í veg fyrir framgöngu þess. Um mánuður er síðan rykinu var dustað af frumvarpinu, ef svo má segja, og síðan þá hafa mikil mótmæli átt sér stað í Georgíu vegna þeirra. Verði frumvarpið af lögum mun það koma niður á mögulegri inngöngu Georgíu í Evrópusambandið, samkvæmt ráðamönnum í Brussel. Forsvarsmenn Evrópusambandsins segja að verði frumvarið að lögum, myndi það koma niður á inngöngu Georgíu í Evrópusambandið.AP/Zurab Tsertsvadze Frumvarpið hefur nú farið gegnum tvær umræður á þingi og hafa þingmenn rifist og jafnvel slegist á þingi vegna þess. Þriðja og síðasta umræðan á að eiga sér stað á föstudaginn. Sky News segir mótmælendur stefna á að koma í veg fyrir það. Markmið þeirra sé að umkringja þinghúsið og koma í veg fyrir að þing geti komið saman og samþykkt frumvarpið. Við lok annarrar umræðu um frumvarpið greiddu 83 þingmenn atkvæði með frumvarpinu en 23 gegn því. Salome Zurabishvili, forseti Georgíu, hefur heitið því að samþykkja ekki frumvarpið en Georgíski draumurinn hefur svo stóran meirihluta á þingi að þingmenn geta komið frumvarpinu fram hjá neitunarvaldi forsetans. Mótmælendur með síma sína á lofti í gærkvöldi.AP/Zurab Tsertsvadze Georgía Rússland Evrópusambandið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Mótmælendur segja lögin ógna frelsi einstaklinga og fjölmiðla í landinu en þau svipa mjög til rússneskra laga sem hafa ítrekað verið notuð þar til að kveða niður andóf gegn stjórnvöldum. Lagafrumvarpið sem hefur verið til umræðu í þingi Georgíu snýr í einföldu máli sagt að því að skikka samtök, stofnanir og fyrirtæki sem fá meira en fimmtung af fjármagni sínu erlendis frá til að skilgreina sig sem „erlenda aðila“. Þessum aðilum yrði einnig gert að afhenda yfirvöldum ársyfirlit yfir aðgerðir þeirra ella verða beittir háum sektum. Sjá einnig: Umfangsmikil mótmæli vegna „rússneskra“ laga í Georgíu Ríkisstjórn Georgíu er stjórnað af flokki sem kennir sig við „georgíska drauminn“ en sá flokkur er leiddur af auðjöfrinum Bidzina Ivanishvhvili, sem var áður forsætisráðherra og vill binda Georgíu og Rússland nánari böndum. Mótmælendur eru ósammála þeirri stefnu og segjast vilja standa vörð um frelsi þeirra. I don't think I've ever seen so many people on the streets of Georgia before.This comes after Georgian Dream’s mass, Russian-style terror against its people, threats and intimidation via phone calls, arbitrary detentions, severe physical assaults and targeted smear campaigns. pic.twitter.com/C1fHVtyiGU— Katie Shoshiashvili (@KShoshiashvili) May 11, 2024 Hafa orðið fyrir ofbeldi og hótunum Mótmælin í gær voru að mestu friðsöm en áður hefur komið til átaka milli öryggissveita og mótmælenda. Þá eru hópar óeinkennisklæddra manna sagðir hafa ráðist á mótmælendur. Aðgerðasinnar halda því einnig fram að þeir hafi orðið fyrir hótunum og ofbeldi á undanförnum dögum. Fautar hafi mætt heim til þeirra og þeim hafi borist margskonar símtöl þar sem þeim og fjölskyldum þeirra hafi verið ógnað. Meðal þess sem mótmælendur óttast er að verði frumvarpið að lögum, verði þau lög notuð til að kveða niður gagnrýnisraddir í aðdraganda þingkosninga síðar á þessu ári, samkvæmt frétt BBC. Frumvarpið var einnig til umræðu í fyrra en þá komu mikil mótmæli í veg fyrir framgöngu þess. Um mánuður er síðan rykinu var dustað af frumvarpinu, ef svo má segja, og síðan þá hafa mikil mótmæli átt sér stað í Georgíu vegna þeirra. Verði frumvarpið af lögum mun það koma niður á mögulegri inngöngu Georgíu í Evrópusambandið, samkvæmt ráðamönnum í Brussel. Forsvarsmenn Evrópusambandsins segja að verði frumvarið að lögum, myndi það koma niður á inngöngu Georgíu í Evrópusambandið.AP/Zurab Tsertsvadze Frumvarpið hefur nú farið gegnum tvær umræður á þingi og hafa þingmenn rifist og jafnvel slegist á þingi vegna þess. Þriðja og síðasta umræðan á að eiga sér stað á föstudaginn. Sky News segir mótmælendur stefna á að koma í veg fyrir það. Markmið þeirra sé að umkringja þinghúsið og koma í veg fyrir að þing geti komið saman og samþykkt frumvarpið. Við lok annarrar umræðu um frumvarpið greiddu 83 þingmenn atkvæði með frumvarpinu en 23 gegn því. Salome Zurabishvili, forseti Georgíu, hefur heitið því að samþykkja ekki frumvarpið en Georgíski draumurinn hefur svo stóran meirihluta á þingi að þingmenn geta komið frumvarpinu fram hjá neitunarvaldi forsetans. Mótmælendur með síma sína á lofti í gærkvöldi.AP/Zurab Tsertsvadze
Georgía Rússland Evrópusambandið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira