Um dánaraðstoð Steinunn Þórðardóttir, Oddur Steinarsson, Thelma Kristinsdóttir, Katrín Ragna Kemp, Magdalena Ásgeirsdóttir, Margrét Ólafía Tómasdóttir, Ragnar Freyr Ingvarsson, Teitur Ari Theodórsson og Theódór Skúli Sigurðsson skrifa 12. maí 2024 11:30 Nýlega sendi stjórn Læknafélags Íslands (LÍ) Alþingi umsögn um frumvarp til laga um dánaraðstoð.1 Umsögnin birtist á vef Alþingis 11. apríl og hefur verið aðgengileg þar síðan. Í umsögn LÍ kemur fram að félagið leggst eindregið gegn samþykkt þess frumvarps til laga um dánaraðstoð, sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Þar kemur og fram að stjórn LÍ hefur falið Siðfræðiráði félagsins að efna til málþings um dánaraðstoð á næstunni og þannig beita sér fyrir umræðu um efnið meðal félagsmanna sinna. Einhver kann að spyrja af hverju LÍ telur umræðu um dánaraðstoð meðal lækna nauðsynlega. Fyrir liggi niðurstöður könnunar sem gerð var á síðasta ári á vegum heilbrigðisráðuneytis, á grundvelli þingsályktunar frá 2021, sem sýni að 56% þeirra lækna, sem svöruðu könnuninni eru alfarið, mjög eða frekar hlynntir dánaraðstoð.2 Ástæða þess er einföld. LÍ telur útilokað að álykta að niðurstaða þessarar könnunar endurspegli með vissu afstöðu meirihluta lækna. Könnunin er að mati LÍ ekki tölfræðilega marktæk. Könnunin náði til 400 lækna. Einungis 133 lækna svöruðu, eða þriðjungur, innan við 10% allra félagsmanna LÍ. Í jafn viðkvæmu máli og dánaraðstoð telur LÍ að byggja verði afstöðu lækna á traustari niðurstöðum en þeim, sem þessi könnun gefur.Miðað við þessar forsendur ætti öllum að vera ljóst að staðhæfingin um að 56% lækna styðji dánaraðstoð er röng. Það má spyrja hvort þessari röngu staðhæfingu sé ætlað að villa um fyrir almenningi og þingmönnum? Fleiri umsagnir um frumvarp til laga um dánaraðstoð LÍ er ekki eitt um að leggjast gegn samþykkt frumvarps til laga um dánaraðstoð. Embætti landlæknis bendir á í umsögn sinni3 að áður en lagasetning um dánaraðstoð verði rædd þurfi að fara fram mun meiri og dýpri umræða í samfélaginu um málefnið og siðferðileg álitaefni því tengdu. Það þurfi því að byrja á því að hvetja til umræðu um dauðann, um takmarkanir á meðferð við lok lífs og líknarmeðferð. Sambærileg viðhorf koma fram í umsögn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh).4 Fíh telur umræðuna of stutt á veg komna til að skynsamlegt sé að lögleiða dánaraðstoð á Íslandi að svo stöddu. Löggjafinn þurfi að eiga dýpra og efnismeira samtal við fagfélög heilbrigðisstétta ásamt hagsmunasamtökum viðkvæmra hópa, embætti Landlæknis og sérfræðinga í siðfræði ef halda á lengra. Fíh deilir efasemdum LÍ gagnvart niðurstöðum fyrrnefndrar könnunar um afstöðu heilbrigðisstétta til dánaraðstoðar. Samkvæmt henni eru 86% hjúkrunarfræðinga alfarið, mjög eða frekar hlynntir dánaraðstoð. Fíh segir í umsögn sinni að niðurstaða könnunarinnar hvað hjúkrunarfræðinga varðar sé að engu hafandi og útilokað sé að álykta út frá könnuninni, eða að taka ákvarðanir um svo flókið og viðkvæmt mál sem dánaraðstoð sé. Sérstök ástæða er til að staldra við umsagnir Landssamtakanna Þroskahjálpar annars vegar og Öryrkjabandalags Íslands hins vegar. Þroskahjálp bendir á í umsögn sinni5 að umsagnarfrestur sá sem gefinn hafi verið af hálfu Alþingis, sem var tvær vikur, sé „augljóslega allt of skammur frestur til að fjalla um svo flókið og margþætt mál þar sem reynir á mörg og margvísleg siðferðileg og lagaleg álitaefni.” Í umsögn sinni bendir Þroskahjálp einnig velferðarnefnd og Alþingi á umfjöllun óháðs sérfræðings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks um dánaraðstoð í skýrslu frá 17. desember 2019. Í skýrslunni fjallar sérfræðingurinn um ýmislegt varðandi læknisfræði og vísindi og framkvæmd á því sviði m.t.t. fatlaðs fólks.6 Í umsögninni birtir Þroskahjálp ummæli úr skýrslunni, sem ekki er unnt að skilja öðruvísi en svo að á alþjóðavettvangi hafi sérfræðingar í málefnum fatlaðra miklar áhyggjur af því hvert umræðan um dánaraðstoð muni leiða fyrir fatlað fólk. Undirstrikað er í skýrslunni mikilvægi þess að ef löggjöf um dánaraðstoð verði lögfest þurfi að tryggja með mjög öruggum hætti rétt fatlaðra til lífs. Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) lýsir sambærilegum áhyggjum í umsögn sinni7 og segir að um sé að ræða vandmeðfarið og flókið mál. Það þurfi mun ítarlegri upplýsingar að liggja fyrir en nú er og mun ítarlegri og breiðari umræða að hafa átt sér stað. ÖBÍ telur að meðal þess sem upplýsa megi betur um sé reynsla þeirra ríkja sem hafa heimilað dánaraðstoð og þau vandamál sem komið hafa upp hjá slíkum ríkjum í tengslum við löggjöf þess efnis, þ.m.t. hvað stöðu fatlaðs fólks varðar. ÖBÍ leggur ríka áherslu á að verði frumvarpið tekið til þinglegrar meðferðar verði allra leiða leitað til að girða fyrir að lög sem kynnu að vera sett á grundvelli frumvarpsins skapi grundvöll fyrir að einstaklingar í viðkvæmri stöðu, þ.m.t. fatlað fólk, verði fyrir eða upplifi þrýsting vegna tilvistar slíkra laga. Leggja beri alla áherslu á að undirstrika yfirráð hlutaðeigandi yfir eigin lífi og líkama. Opin og gagnsæ umræða Í þeim umsögnum sem vísað er til hér að framan kemur víða fram að það þurfi miklu meiri umræðu í samfélaginu um dánaraðstoð áður en hægt er að taka afstöðu til hvort dánaraðstoð eigi að lögleiða hér á landi. Meðal þess sem ræða þarf opinskátt í tengslum við það hvort heimila eigi dánaraðstoð er möguleikinn á því að tilvist úrræðisins muni skapa þrýsting á sjúklinga með langvinna sjúkdóma til að velja dánaraðstoð. Þessar áhyggjur koma skýrt fram í umsögn Þroskahjálpar og Fíh og að þeim er vikið í umsögn ÖBÍ. Jón Snædal öldrunarlæknir og fyrrum forseti Alþjóðasamtaka lækna víkur að þessari hættu í umsögn sinni um frumvarpið.8 Jón bendir á að alvarlegir sjúkdómar liti líf einstaklinga en einnig þeirra sem næst þeim standa. Sjúklingurinn sjái álagið sem sjúkdómurinn valdi aðstandendunum. Hætt sé við að það myndist innri þrýstingur; að losa fjölskylduna undan þeirri byrði sem sjúklingurinn telur að sjúkdómurinn leggi á ástvinina. Þess vegna ákveði sjúklingurinn að óska eftir dánaraðstoð. Jón bendir einnig á að dánaraðstoð sem löglegur kostur geti haft bein og óbein áhrif á þjónustu við sjúklinga með erfiða sjúkdóma og þar með haft áhrif á umræðu um þá kosti sem sjúklingurinn eigi. Dánaraðstoð verði rædd Jón telur hættu á að það myndist ný „menning“ sem geti reynst erfið m.a. vegna mjög skiptra skoðanna heilbrigðisstarfsmanna til úrræðisins. Þá verði enn viðkvæmara í litlu samfélagi að veitt sé svo afdrifarík þjónusta eins og dánaraðstoð er. Fíh tekur í sama streng í umsögn sinni og minnir á að ólæknandi sjúkdómar og ómeðhöndlanleg og óbærileg þjáning geti breyst á skömmum tíma með framförum í meðferð. Fylgismenn dánaraðstoðar hafa hingað til nánast einir knúið fram umræðuna um dánaraðstoð. Umræða þeirra hefur verið einhliða og í engu vikið að þessum alvarlegu siðferðilegu álitaefnum sem hér hefur verið vikið að. Þau þarf að ræða opinskátt og af alvöru. Fyrir því mun LÍ beita sér. Höfundar eru læknar: Steinunn Þórðardóttir, formaður LÍ Oddur Steinarsson, varaformaður LÍ Thelma Kristinsdóttir, gjaldkeri LÍ Katrín Ragna Kemp, ritari LÍ Magdalena Ásgeirsdóttir, í stjórn LÍ Margrét Ólafía Tómasdóttir, í stjórn LÍ og formaður Félags íslenskra heimilislækna Ragnar Freyr Ingvarsson, í stjórn LÍ og formaður Læknafélags Reykjavíkur Teitur Ari Theodórsson, í stjórn LÍ og formaður Félags almennra lækna Theódór Skúli Sigurðsson, í stjórn LÍ og formaður Félags sjúkrahúslækna [1] Umsögn LÍ frá 10. apríl 2024 er aðgengileg hér: https://www.althingi.is/altext/erindi/154/154-1987.pdf. [2] Skýrsla heilbrigðisráðherra um viðhorf heilbrigðisstarfsfólks, sjúklinga og almennings til dánaraðstoðar, samkvæmt beiðni. Skýrslan er aðgengileg hér: https://www.althingi.is/altext/pdf/153/s/2061.pdf?fbclid=IwAR0af_SHX6f3L7KJU-dW3Ny87Im795deTqJyFWSLQTScYYybqad590-WPAQ. [3] Umsögn embættis landlæknis er dagsett 26. mars en birtist 5. apríl á heimasíðu Alþingis. Umsögnin er aðgengileg hér: https://www.althingi.is/altext/erindi/154/154-1941.pdf. [4] Umsögn Félags ísl. hjúkrunarfræðinga er dagstett 25. mars en birtist 27. mars á heimasíðu Alþingis. Umsögnin er aðgengileg hér: https://www.althingi.is/altext/erindi/154/154-1880.pdf. [5] Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar er dagsett 25. mars og birtist á heimasíðu Alþingis sama dag. Umsögnin er aðgengileg hér: https://www.althingi.is/altext/erindi/154/154-1823.pdf. [6] A/73/161: Report of the Special Rapporteur on the rights of persons with disabilities. Skýrslan er aðgengileg hér: https://www.ohchr.org/en/documents/thematic-reports/a73161-report-special-rapporteur-rights-persons-disabilities. [7] Umsögn Öryrkjabandalags Íslands er dagsett 26. mars og birtist sama dag á heimasíðu Alþingis. Umsögnin er aðgengileg hér: https://www.althingi.is/altext/erindi/154/154-1867.pdf. [8] Umsögn Jóns Snædal er ódagsett en birtist á heimasíðu Alþingis 27. mars. Umsögnin er aðgengileg hér: https://www.althingi.is/altext/erindi/154/154-1880.pdf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Dánaraðstoð Steinunn Þórðardóttir Oddur Steinarsson Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Nýlega sendi stjórn Læknafélags Íslands (LÍ) Alþingi umsögn um frumvarp til laga um dánaraðstoð.1 Umsögnin birtist á vef Alþingis 11. apríl og hefur verið aðgengileg þar síðan. Í umsögn LÍ kemur fram að félagið leggst eindregið gegn samþykkt þess frumvarps til laga um dánaraðstoð, sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Þar kemur og fram að stjórn LÍ hefur falið Siðfræðiráði félagsins að efna til málþings um dánaraðstoð á næstunni og þannig beita sér fyrir umræðu um efnið meðal félagsmanna sinna. Einhver kann að spyrja af hverju LÍ telur umræðu um dánaraðstoð meðal lækna nauðsynlega. Fyrir liggi niðurstöður könnunar sem gerð var á síðasta ári á vegum heilbrigðisráðuneytis, á grundvelli þingsályktunar frá 2021, sem sýni að 56% þeirra lækna, sem svöruðu könnuninni eru alfarið, mjög eða frekar hlynntir dánaraðstoð.2 Ástæða þess er einföld. LÍ telur útilokað að álykta að niðurstaða þessarar könnunar endurspegli með vissu afstöðu meirihluta lækna. Könnunin er að mati LÍ ekki tölfræðilega marktæk. Könnunin náði til 400 lækna. Einungis 133 lækna svöruðu, eða þriðjungur, innan við 10% allra félagsmanna LÍ. Í jafn viðkvæmu máli og dánaraðstoð telur LÍ að byggja verði afstöðu lækna á traustari niðurstöðum en þeim, sem þessi könnun gefur.Miðað við þessar forsendur ætti öllum að vera ljóst að staðhæfingin um að 56% lækna styðji dánaraðstoð er röng. Það má spyrja hvort þessari röngu staðhæfingu sé ætlað að villa um fyrir almenningi og þingmönnum? Fleiri umsagnir um frumvarp til laga um dánaraðstoð LÍ er ekki eitt um að leggjast gegn samþykkt frumvarps til laga um dánaraðstoð. Embætti landlæknis bendir á í umsögn sinni3 að áður en lagasetning um dánaraðstoð verði rædd þurfi að fara fram mun meiri og dýpri umræða í samfélaginu um málefnið og siðferðileg álitaefni því tengdu. Það þurfi því að byrja á því að hvetja til umræðu um dauðann, um takmarkanir á meðferð við lok lífs og líknarmeðferð. Sambærileg viðhorf koma fram í umsögn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh).4 Fíh telur umræðuna of stutt á veg komna til að skynsamlegt sé að lögleiða dánaraðstoð á Íslandi að svo stöddu. Löggjafinn þurfi að eiga dýpra og efnismeira samtal við fagfélög heilbrigðisstétta ásamt hagsmunasamtökum viðkvæmra hópa, embætti Landlæknis og sérfræðinga í siðfræði ef halda á lengra. Fíh deilir efasemdum LÍ gagnvart niðurstöðum fyrrnefndrar könnunar um afstöðu heilbrigðisstétta til dánaraðstoðar. Samkvæmt henni eru 86% hjúkrunarfræðinga alfarið, mjög eða frekar hlynntir dánaraðstoð. Fíh segir í umsögn sinni að niðurstaða könnunarinnar hvað hjúkrunarfræðinga varðar sé að engu hafandi og útilokað sé að álykta út frá könnuninni, eða að taka ákvarðanir um svo flókið og viðkvæmt mál sem dánaraðstoð sé. Sérstök ástæða er til að staldra við umsagnir Landssamtakanna Þroskahjálpar annars vegar og Öryrkjabandalags Íslands hins vegar. Þroskahjálp bendir á í umsögn sinni5 að umsagnarfrestur sá sem gefinn hafi verið af hálfu Alþingis, sem var tvær vikur, sé „augljóslega allt of skammur frestur til að fjalla um svo flókið og margþætt mál þar sem reynir á mörg og margvísleg siðferðileg og lagaleg álitaefni.” Í umsögn sinni bendir Þroskahjálp einnig velferðarnefnd og Alþingi á umfjöllun óháðs sérfræðings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks um dánaraðstoð í skýrslu frá 17. desember 2019. Í skýrslunni fjallar sérfræðingurinn um ýmislegt varðandi læknisfræði og vísindi og framkvæmd á því sviði m.t.t. fatlaðs fólks.6 Í umsögninni birtir Þroskahjálp ummæli úr skýrslunni, sem ekki er unnt að skilja öðruvísi en svo að á alþjóðavettvangi hafi sérfræðingar í málefnum fatlaðra miklar áhyggjur af því hvert umræðan um dánaraðstoð muni leiða fyrir fatlað fólk. Undirstrikað er í skýrslunni mikilvægi þess að ef löggjöf um dánaraðstoð verði lögfest þurfi að tryggja með mjög öruggum hætti rétt fatlaðra til lífs. Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) lýsir sambærilegum áhyggjum í umsögn sinni7 og segir að um sé að ræða vandmeðfarið og flókið mál. Það þurfi mun ítarlegri upplýsingar að liggja fyrir en nú er og mun ítarlegri og breiðari umræða að hafa átt sér stað. ÖBÍ telur að meðal þess sem upplýsa megi betur um sé reynsla þeirra ríkja sem hafa heimilað dánaraðstoð og þau vandamál sem komið hafa upp hjá slíkum ríkjum í tengslum við löggjöf þess efnis, þ.m.t. hvað stöðu fatlaðs fólks varðar. ÖBÍ leggur ríka áherslu á að verði frumvarpið tekið til þinglegrar meðferðar verði allra leiða leitað til að girða fyrir að lög sem kynnu að vera sett á grundvelli frumvarpsins skapi grundvöll fyrir að einstaklingar í viðkvæmri stöðu, þ.m.t. fatlað fólk, verði fyrir eða upplifi þrýsting vegna tilvistar slíkra laga. Leggja beri alla áherslu á að undirstrika yfirráð hlutaðeigandi yfir eigin lífi og líkama. Opin og gagnsæ umræða Í þeim umsögnum sem vísað er til hér að framan kemur víða fram að það þurfi miklu meiri umræðu í samfélaginu um dánaraðstoð áður en hægt er að taka afstöðu til hvort dánaraðstoð eigi að lögleiða hér á landi. Meðal þess sem ræða þarf opinskátt í tengslum við það hvort heimila eigi dánaraðstoð er möguleikinn á því að tilvist úrræðisins muni skapa þrýsting á sjúklinga með langvinna sjúkdóma til að velja dánaraðstoð. Þessar áhyggjur koma skýrt fram í umsögn Þroskahjálpar og Fíh og að þeim er vikið í umsögn ÖBÍ. Jón Snædal öldrunarlæknir og fyrrum forseti Alþjóðasamtaka lækna víkur að þessari hættu í umsögn sinni um frumvarpið.8 Jón bendir á að alvarlegir sjúkdómar liti líf einstaklinga en einnig þeirra sem næst þeim standa. Sjúklingurinn sjái álagið sem sjúkdómurinn valdi aðstandendunum. Hætt sé við að það myndist innri þrýstingur; að losa fjölskylduna undan þeirri byrði sem sjúklingurinn telur að sjúkdómurinn leggi á ástvinina. Þess vegna ákveði sjúklingurinn að óska eftir dánaraðstoð. Jón bendir einnig á að dánaraðstoð sem löglegur kostur geti haft bein og óbein áhrif á þjónustu við sjúklinga með erfiða sjúkdóma og þar með haft áhrif á umræðu um þá kosti sem sjúklingurinn eigi. Dánaraðstoð verði rædd Jón telur hættu á að það myndist ný „menning“ sem geti reynst erfið m.a. vegna mjög skiptra skoðanna heilbrigðisstarfsmanna til úrræðisins. Þá verði enn viðkvæmara í litlu samfélagi að veitt sé svo afdrifarík þjónusta eins og dánaraðstoð er. Fíh tekur í sama streng í umsögn sinni og minnir á að ólæknandi sjúkdómar og ómeðhöndlanleg og óbærileg þjáning geti breyst á skömmum tíma með framförum í meðferð. Fylgismenn dánaraðstoðar hafa hingað til nánast einir knúið fram umræðuna um dánaraðstoð. Umræða þeirra hefur verið einhliða og í engu vikið að þessum alvarlegu siðferðilegu álitaefnum sem hér hefur verið vikið að. Þau þarf að ræða opinskátt og af alvöru. Fyrir því mun LÍ beita sér. Höfundar eru læknar: Steinunn Þórðardóttir, formaður LÍ Oddur Steinarsson, varaformaður LÍ Thelma Kristinsdóttir, gjaldkeri LÍ Katrín Ragna Kemp, ritari LÍ Magdalena Ásgeirsdóttir, í stjórn LÍ Margrét Ólafía Tómasdóttir, í stjórn LÍ og formaður Félags íslenskra heimilislækna Ragnar Freyr Ingvarsson, í stjórn LÍ og formaður Læknafélags Reykjavíkur Teitur Ari Theodórsson, í stjórn LÍ og formaður Félags almennra lækna Theódór Skúli Sigurðsson, í stjórn LÍ og formaður Félags sjúkrahúslækna [1] Umsögn LÍ frá 10. apríl 2024 er aðgengileg hér: https://www.althingi.is/altext/erindi/154/154-1987.pdf. [2] Skýrsla heilbrigðisráðherra um viðhorf heilbrigðisstarfsfólks, sjúklinga og almennings til dánaraðstoðar, samkvæmt beiðni. Skýrslan er aðgengileg hér: https://www.althingi.is/altext/pdf/153/s/2061.pdf?fbclid=IwAR0af_SHX6f3L7KJU-dW3Ny87Im795deTqJyFWSLQTScYYybqad590-WPAQ. [3] Umsögn embættis landlæknis er dagsett 26. mars en birtist 5. apríl á heimasíðu Alþingis. Umsögnin er aðgengileg hér: https://www.althingi.is/altext/erindi/154/154-1941.pdf. [4] Umsögn Félags ísl. hjúkrunarfræðinga er dagstett 25. mars en birtist 27. mars á heimasíðu Alþingis. Umsögnin er aðgengileg hér: https://www.althingi.is/altext/erindi/154/154-1880.pdf. [5] Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar er dagsett 25. mars og birtist á heimasíðu Alþingis sama dag. Umsögnin er aðgengileg hér: https://www.althingi.is/altext/erindi/154/154-1823.pdf. [6] A/73/161: Report of the Special Rapporteur on the rights of persons with disabilities. Skýrslan er aðgengileg hér: https://www.ohchr.org/en/documents/thematic-reports/a73161-report-special-rapporteur-rights-persons-disabilities. [7] Umsögn Öryrkjabandalags Íslands er dagsett 26. mars og birtist sama dag á heimasíðu Alþingis. Umsögnin er aðgengileg hér: https://www.althingi.is/altext/erindi/154/154-1867.pdf. [8] Umsögn Jóns Snædal er ódagsett en birtist á heimasíðu Alþingis 27. mars. Umsögnin er aðgengileg hér: https://www.althingi.is/altext/erindi/154/154-1880.pdf.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun