Þórir hélt Braunschweig uppi og gerði Sveini greiða Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2024 13:36 Þórir Jóhann Helgason brosti breitt og var vel fagnað af liðsfélögum og stuðningsmönnum eftir markið mikilvæga í dag, sem forðaði Braunschweig endanlega frá falli. Getty/Swen Pförtner Þórir Jóhann Helgason reyndist hetja Braunschweig í dag þegar liðið vann 1-0 sigur á Wehen Wiesbaden og tryggði sér áframhaldandi veru í þýsku 2. deildinni í fótbolta. Um leið hjálpaði hann Hansa Rostock, liði Sveins Arons Guðjohnsen. Þórir skoraði þar með annan leikinn í röð og hefur reynst Braunschweig dýrmætur á ögurstundu því fyrir leikinn í dag, í næstsíðustu umferð, var liðið enn í fallhættu, þremur stigum fyrir ofan Wehen Wiesbaden. 🇩🇪 Goal: Þórir Jóhann Helgason | Braunschweig 1-0 Wehenpic.twitter.com/wu1jgZzfIp— FootColic ⚽️ (@FootColic) May 12, 2024 Sigurinn fleytti Braunschweig upp í 14. sæti, með 38 stig, en Wehen Wiesbaden situr eftir í 16. sæti, svokölluðu umspilsfallsæti, með 32 stig. Stigi neðar er Hansa Rostock sem nú á möguleika á að komast úr fallsæti fyrir lokaumferðina um næstu helgi. Þórir, sem er 23 ára gamall, kom til Braunschweig frá Lecce á Ítalíu í fyrrasumar og hefur skorað þrjú mörk í 27 leikjum í næstefstu deild á leiktíðinni. Jón Dagur ekki með í sigri á liðinu sem vill Andra Landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson var hins vegar ekki með OH Leuven í Belgíu í dag, eftir að hafa skorað í síðasta leik. Í dag vann Leuven 1-0 útisigur á Gent, liðinu sem virðist vera að landa Andra Lucasi Guðjohnsen. Sigurinn frestar því að Gent geti tryggt sér efsta sætið í miðjuhluta belgísku deildarinnar, og þar með sæti í umspili Sambandsdeildar Evrópu, en það virðist þó aðeins tímaspursmál enda liðið með níu stiga forskot á næsta lið, Mechelen, sem á þrjá leiki eftir. Leuven er með 29 stig eftir 37 leiki, í 4. sæti miðjuhlutans eða 10. sæti ef horft er til allrar deildarinnar en henni er skipt í þrjá hluta að loknum 30 umferðum. Þýski boltinn Belgíski boltinn Tengdar fréttir Andri og Eiður mættir til Belgíu að semja Landsliðsframherjinn Andri Lucas Guðjohnsen er eftirsóttur enda markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og hann mun nú eiga í viðræðum við belgíska félagið Gent. 12. maí 2024 10:18 Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sjá meira
Þórir skoraði þar með annan leikinn í röð og hefur reynst Braunschweig dýrmætur á ögurstundu því fyrir leikinn í dag, í næstsíðustu umferð, var liðið enn í fallhættu, þremur stigum fyrir ofan Wehen Wiesbaden. 🇩🇪 Goal: Þórir Jóhann Helgason | Braunschweig 1-0 Wehenpic.twitter.com/wu1jgZzfIp— FootColic ⚽️ (@FootColic) May 12, 2024 Sigurinn fleytti Braunschweig upp í 14. sæti, með 38 stig, en Wehen Wiesbaden situr eftir í 16. sæti, svokölluðu umspilsfallsæti, með 32 stig. Stigi neðar er Hansa Rostock sem nú á möguleika á að komast úr fallsæti fyrir lokaumferðina um næstu helgi. Þórir, sem er 23 ára gamall, kom til Braunschweig frá Lecce á Ítalíu í fyrrasumar og hefur skorað þrjú mörk í 27 leikjum í næstefstu deild á leiktíðinni. Jón Dagur ekki með í sigri á liðinu sem vill Andra Landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson var hins vegar ekki með OH Leuven í Belgíu í dag, eftir að hafa skorað í síðasta leik. Í dag vann Leuven 1-0 útisigur á Gent, liðinu sem virðist vera að landa Andra Lucasi Guðjohnsen. Sigurinn frestar því að Gent geti tryggt sér efsta sætið í miðjuhluta belgísku deildarinnar, og þar með sæti í umspili Sambandsdeildar Evrópu, en það virðist þó aðeins tímaspursmál enda liðið með níu stiga forskot á næsta lið, Mechelen, sem á þrjá leiki eftir. Leuven er með 29 stig eftir 37 leiki, í 4. sæti miðjuhlutans eða 10. sæti ef horft er til allrar deildarinnar en henni er skipt í þrjá hluta að loknum 30 umferðum.
Þýski boltinn Belgíski boltinn Tengdar fréttir Andri og Eiður mættir til Belgíu að semja Landsliðsframherjinn Andri Lucas Guðjohnsen er eftirsóttur enda markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og hann mun nú eiga í viðræðum við belgíska félagið Gent. 12. maí 2024 10:18 Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sjá meira
Andri og Eiður mættir til Belgíu að semja Landsliðsframherjinn Andri Lucas Guðjohnsen er eftirsóttur enda markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og hann mun nú eiga í viðræðum við belgíska félagið Gent. 12. maí 2024 10:18