„Þetta er saga tímabilsins og það gengur ekki lengur“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 12. maí 2024 22:38 Rúnar Páll Sigmundsson er þjálfari Fylkis Vísir/Anton Fylkir er enn í leit að fyrsta sigri tímabilsins eftir tap í kvöld gegn Breiðablik í Bestu deildinni. Fylkismenn voru miklu betri aðilinn í fyrri hálfleik og gátu nagað sig í handabökin að vera ekki búnir að skora að minnsta kosti eitt mark. Þrátt fyrir það skoraði Breiðablik þrjú mörk í leiknum og unnu öruggan 3-0 sigur. Vísir ræddi við Rúnar Pál Sigmundsson þjálfara Fylkis eftir leik sem hafði þetta að segja um frammistöðuna: „Ég er drullu fúll. Það var ömurlegt að tapa þessum leik, hvað þá 3-0. Við erum bara algjörir klaufar að fá á okkur þetta fyrsta mark. Fyrri hálfleikur var fínn hjá okkur en fáum á okkur aulamark. Erum bara kærulausir, ég skil þetta ekki. Að við þurfum alltaf að gefa andstæðingum okkar þessi mörk. Síðan erum við bara ótrúlega lélegir fyrir framan teig andstæðingsins. Komumst oft í frábærar stöður en nýtum það illa. Því miður, þetta er ekki nógu gott.“ sagði Rúnar hundfúll með sína menn. Fylkir hefur átt fínar frammistöður hingað til á tímabilinu en niðurstaðan einungis eitt stig og botnsætið. Í fyrri hálfleik var liðið betri aðilinn en fékk á sig mark á lokaandartökum hálfleiksins. Má segja að þetta sé lýsandi fyrir tímabil Fylkis hingað til? „Það er rétt, þetta er saga tímabilsins. Þetta gengur ekkert svona lengur, þurfum að fara að safna stigum. Við erum ekkert verra lið en Breiðablik 70% af leiknum. Þetta er búið að vera saga okkar í sumar en það þýðir ekkert að tala bara um það. Við verðum að bregðast við á vellinum og gera betur. Verðum að vera með hausinn skrúfaðan á okkur í 90 mínútur plús. Getum ekki spilað svona í þessari deild.“ sagði Rúnar. Fylkir virtist missa allan þrótt við annað mark Breiðabliks og misstu menn alla trú. Eru vandamál Fylkis af andlegu meiði? „Fótbolti er andlegur og líkamlegur. Að sjálfsögðu þurfum við að hughreysta þessa drengi. Við æfum vel og spilum ágætis fótbolta. Þetta snýst bara um baráttuna og gredduna að koma í veg fyrir þessu mörk. Þetta er bara spurningum að fórna öllu sem til er í að hindra andstæðinginn í að skora mörk.“ Fylkir mætir KA í botnslag deildarinnar í næstu umferð. Rúnar sagði liðið undirbúa sig á sama hátt fyrir þann leik og aðra, þrátt fyrir mikilvægið. „Þetta er bara fótbolti, við verðum að mæta klárir. Við höfum mætt klárir og spilað okkar leiki. Þurfum bara að skilvirkir fyrir framan mark andstæðingsins og drulla þessum bolta frá markinu okkar.“ sagði Rúnar Páll að lokum. Fótbolti Fylkir Besta deild karla Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Sjá meira
Vísir ræddi við Rúnar Pál Sigmundsson þjálfara Fylkis eftir leik sem hafði þetta að segja um frammistöðuna: „Ég er drullu fúll. Það var ömurlegt að tapa þessum leik, hvað þá 3-0. Við erum bara algjörir klaufar að fá á okkur þetta fyrsta mark. Fyrri hálfleikur var fínn hjá okkur en fáum á okkur aulamark. Erum bara kærulausir, ég skil þetta ekki. Að við þurfum alltaf að gefa andstæðingum okkar þessi mörk. Síðan erum við bara ótrúlega lélegir fyrir framan teig andstæðingsins. Komumst oft í frábærar stöður en nýtum það illa. Því miður, þetta er ekki nógu gott.“ sagði Rúnar hundfúll með sína menn. Fylkir hefur átt fínar frammistöður hingað til á tímabilinu en niðurstaðan einungis eitt stig og botnsætið. Í fyrri hálfleik var liðið betri aðilinn en fékk á sig mark á lokaandartökum hálfleiksins. Má segja að þetta sé lýsandi fyrir tímabil Fylkis hingað til? „Það er rétt, þetta er saga tímabilsins. Þetta gengur ekkert svona lengur, þurfum að fara að safna stigum. Við erum ekkert verra lið en Breiðablik 70% af leiknum. Þetta er búið að vera saga okkar í sumar en það þýðir ekkert að tala bara um það. Við verðum að bregðast við á vellinum og gera betur. Verðum að vera með hausinn skrúfaðan á okkur í 90 mínútur plús. Getum ekki spilað svona í þessari deild.“ sagði Rúnar. Fylkir virtist missa allan þrótt við annað mark Breiðabliks og misstu menn alla trú. Eru vandamál Fylkis af andlegu meiði? „Fótbolti er andlegur og líkamlegur. Að sjálfsögðu þurfum við að hughreysta þessa drengi. Við æfum vel og spilum ágætis fótbolta. Þetta snýst bara um baráttuna og gredduna að koma í veg fyrir þessu mörk. Þetta er bara spurningum að fórna öllu sem til er í að hindra andstæðinginn í að skora mörk.“ Fylkir mætir KA í botnslag deildarinnar í næstu umferð. Rúnar sagði liðið undirbúa sig á sama hátt fyrir þann leik og aðra, þrátt fyrir mikilvægið. „Þetta er bara fótbolti, við verðum að mæta klárir. Við höfum mætt klárir og spilað okkar leiki. Þurfum bara að skilvirkir fyrir framan mark andstæðingsins og drulla þessum bolta frá markinu okkar.“ sagði Rúnar Páll að lokum.
Fótbolti Fylkir Besta deild karla Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Sjá meira