Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi vegna ofsaaksturs undir áhrifum Jón Þór Stefánsson skrifar 13. maí 2024 12:22 Eins og sjá má urðu miklar skemmdir á ökutækinu við bílveltuna. Bíllinn hafnaði 176 metrum frá staðnum þar sem hann fór út af veginum. RNSA Karlmaður hefur hlotið níu mánaða fangelsisdóm, en þar af eru sex mánuðir skilorðsbundinir til tveggja ára, í Héraðsdómi Suðurlands fyrir manndráp af gáleysi. Maðurinn ók bíl sem endaði utan vegar við Meðallandsveg, skammt frá Kirkjubæjarklaustri, um nótt í júli 2022. Einn farþegi, tvítug kona, sem var í aftursæti bílsins lést og annar farþegi slasaðist. Í ákæru segir að maðurinn hafi ekið bílnum undir áhrifum áfengis, en víndandmagn í blóði mældist 1,23 prósent. Manninum var gefið að sök að aka á 174 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði var níutíu kílómetrar á klukkustund. Vegna þess hafi hann ekki haft fullt vald á bílnum sem varð til þess að hann missti stjórn, fór þvert yfir báðar akreinar vegarins og hafnaði utan vegar og valt síðan fjórar veltur. Maðurinn játaði sök, en í dómi málsins segir að hann hafi sýnt mikla iðrun og„ljóst að sakarefni máls þessa er honum þungbær.” Rannsóknarnefnd samgönguslysa fjallaði um málið í skýrslu árið 2023. Lesa má nánar um það hér. Í þeirri skýrslu kemur fram að hin látna hafi látist vegna fjöláverka. Þá slösuðust tveir aðrir farþegar alvarlega en annar þeirra var í framsæti og hinn í aftursæti. Ökumaðurinn hlaut sjálfur minniháttar áverka. Þá segir að allir hafi verið í öryggisbelti þegar slysið varð. Margar milljónir í bótagreiðslur Dómnum þótti sannað að maðurinn hefði gerst sekur um það sem honum er gefið að sök. Líkt og áður segir hlaut hann níu mánaða fangelsisdóm, þar sem sex mánuðir eru skilorðsbundnir. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að hann hefði ekki hlotið refsingu áður. Þá er maðurinn sviptur ökurétti í tvö ár og sex mánuði. Manninum er einnig gert að greiða farþeganum sem var í bílnum en lifði af tvær milljónir í miskabætur og 250 þúsund í málskostnað. Honum er einnig gert að greiða öðrum einstaklingum bætur vegna málsins, annar þeirra fær 1,3 milljónir í skaðabætur og 3,5 milljónir í miskabætur. Og hinn fær 3,5 milljónir í miskabætur. Þar að auki er manninum gert að greiða rúmar 1,8 milljónir króna í sakarkostnað. Dómsmál Umferðaröryggi Samgönguslys Skaftárhreppur Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Einn farþegi, tvítug kona, sem var í aftursæti bílsins lést og annar farþegi slasaðist. Í ákæru segir að maðurinn hafi ekið bílnum undir áhrifum áfengis, en víndandmagn í blóði mældist 1,23 prósent. Manninum var gefið að sök að aka á 174 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði var níutíu kílómetrar á klukkustund. Vegna þess hafi hann ekki haft fullt vald á bílnum sem varð til þess að hann missti stjórn, fór þvert yfir báðar akreinar vegarins og hafnaði utan vegar og valt síðan fjórar veltur. Maðurinn játaði sök, en í dómi málsins segir að hann hafi sýnt mikla iðrun og„ljóst að sakarefni máls þessa er honum þungbær.” Rannsóknarnefnd samgönguslysa fjallaði um málið í skýrslu árið 2023. Lesa má nánar um það hér. Í þeirri skýrslu kemur fram að hin látna hafi látist vegna fjöláverka. Þá slösuðust tveir aðrir farþegar alvarlega en annar þeirra var í framsæti og hinn í aftursæti. Ökumaðurinn hlaut sjálfur minniháttar áverka. Þá segir að allir hafi verið í öryggisbelti þegar slysið varð. Margar milljónir í bótagreiðslur Dómnum þótti sannað að maðurinn hefði gerst sekur um það sem honum er gefið að sök. Líkt og áður segir hlaut hann níu mánaða fangelsisdóm, þar sem sex mánuðir eru skilorðsbundnir. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að hann hefði ekki hlotið refsingu áður. Þá er maðurinn sviptur ökurétti í tvö ár og sex mánuði. Manninum er einnig gert að greiða farþeganum sem var í bílnum en lifði af tvær milljónir í miskabætur og 250 þúsund í málskostnað. Honum er einnig gert að greiða öðrum einstaklingum bætur vegna málsins, annar þeirra fær 1,3 milljónir í skaðabætur og 3,5 milljónir í miskabætur. Og hinn fær 3,5 milljónir í miskabætur. Þar að auki er manninum gert að greiða rúmar 1,8 milljónir króna í sakarkostnað.
Dómsmál Umferðaröryggi Samgönguslys Skaftárhreppur Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira