Almennt útboð Íslandshótela hefst á morgun Lovísa Arnardóttir skrifar 13. maí 2024 18:18 Davíð Torfi segir mikið ánægjuefni að taka þetta skref. Aðsend Íslandshótel birtu í dag útboðslýsingu vegna fyrirhugaðrar skráningar á Aðalmarkað Nasdaq Iceland en almennt útboð á hlutabréfum félagsins hefst klukkan tíu í fyrramálið, þriðjudaginn 14. maí og lýkur á miðvikudaginn, 22. maí, klukkan 16. „Það er okkur mikið ánægjuefni að taka þetta skref í dag og við höfum fundið fyrir miklum áhuga á skráningu Íslandshótela á markað frá því að undirbúningur hófst. Við erum stærsta hótelkeðja landsins sem rekur 18 hótel hringinn í kringum Ísland, í sterkustu útflutningsgrein Íslands og í raun getum við sagt að við séum jafnframt fasteignafélag, enda eigum við 16 af 18 hótelfasteignum,” segir Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela. Í tilkynningu kemur fram að til sölu séu 257.209.972 hlutir, eða sem samsvara 41,7 prósent af útgefnu hlutafé Íslandshótela hf. Í boði eru tvær tilboðsbækur sem eru ólíkar er varðar stærð áskrifta, verðlagningu og úthlutunarreglur. Tilboðsbók A fyrir áskriftir frá 100 þúsund krónum til 20 milljóna króna og tilboðsbók B fyrir áskriftir yfir 20 milljónir króna. Í tilboðsbók A verða boðnir til sölu 51.441.994 hlutir (20% af stærð útboðsins) og í tilboðsbók B verða 205.767.978 hlutir (80% af stærð útboðsins) boðnir til sölu. Verð á hlut í útboðinu er 50,0 kr. í tilboðsbók A en í tilboðsbók B er lágmarkstilboð 50,0 kr. fyrir hvern hlut. Uppgjör fyrsta ársfjórðungs í samræmi við áætlun Fyrsti viðskiptadagur á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. er áætlaður 30. maí 2024. Þá kemur einnig fram að uppgjör fyrsta ársfjórðungs hefur verið birt og er það í samræmi við áætlanir félagsins. 21 prósent tekjuvöxtur var á tímabilinu en velta félagsins á fyrsta ársfjórðungi 2024 var 2,97 milljarðar króna samanborið við 2,45 milljarða króna fyrir sama tímabil 2023. Þá var EBITDA 202,7 milljónir króna samanborið við 47 milljónir króna fyrir sama tímabil 2023, en það er í takt við áætlun félagsins og í samræmi við hefðbundna árstíðasveiflu greinarinnar. „Rekstur félagsins er góður eins og uppgjör fyrsta ársfjórðungs sýnir. Fram undan eru sterkustu mánuðirnir í ferðaþjónustunni og við munum sjá ferðamönnum fjölga nú þegar sumarið nálgast. Útlitið er gott í þessari sívaxandi atvinnugrein og við horfum því björtum augum til framtíðarinnar,” segir Davíð Torfi. Opinn kynningarfundur vegna útboðsins verður haldinn fimmtudaginn 16. maí kl. 10:00. Fundurinn verður haldinn á Hótel Reykjavík Grand í salnum Háteigi en fundurinn verður einnig í vefstreymi sem verður aðgengilegt á vef Íslandsbanka, Kviku og á vefsíðu Íslandshótela. Kauphöllin Hótel á Íslandi Íslandshótel Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
„Það er okkur mikið ánægjuefni að taka þetta skref í dag og við höfum fundið fyrir miklum áhuga á skráningu Íslandshótela á markað frá því að undirbúningur hófst. Við erum stærsta hótelkeðja landsins sem rekur 18 hótel hringinn í kringum Ísland, í sterkustu útflutningsgrein Íslands og í raun getum við sagt að við séum jafnframt fasteignafélag, enda eigum við 16 af 18 hótelfasteignum,” segir Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela. Í tilkynningu kemur fram að til sölu séu 257.209.972 hlutir, eða sem samsvara 41,7 prósent af útgefnu hlutafé Íslandshótela hf. Í boði eru tvær tilboðsbækur sem eru ólíkar er varðar stærð áskrifta, verðlagningu og úthlutunarreglur. Tilboðsbók A fyrir áskriftir frá 100 þúsund krónum til 20 milljóna króna og tilboðsbók B fyrir áskriftir yfir 20 milljónir króna. Í tilboðsbók A verða boðnir til sölu 51.441.994 hlutir (20% af stærð útboðsins) og í tilboðsbók B verða 205.767.978 hlutir (80% af stærð útboðsins) boðnir til sölu. Verð á hlut í útboðinu er 50,0 kr. í tilboðsbók A en í tilboðsbók B er lágmarkstilboð 50,0 kr. fyrir hvern hlut. Uppgjör fyrsta ársfjórðungs í samræmi við áætlun Fyrsti viðskiptadagur á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. er áætlaður 30. maí 2024. Þá kemur einnig fram að uppgjör fyrsta ársfjórðungs hefur verið birt og er það í samræmi við áætlanir félagsins. 21 prósent tekjuvöxtur var á tímabilinu en velta félagsins á fyrsta ársfjórðungi 2024 var 2,97 milljarðar króna samanborið við 2,45 milljarða króna fyrir sama tímabil 2023. Þá var EBITDA 202,7 milljónir króna samanborið við 47 milljónir króna fyrir sama tímabil 2023, en það er í takt við áætlun félagsins og í samræmi við hefðbundna árstíðasveiflu greinarinnar. „Rekstur félagsins er góður eins og uppgjör fyrsta ársfjórðungs sýnir. Fram undan eru sterkustu mánuðirnir í ferðaþjónustunni og við munum sjá ferðamönnum fjölga nú þegar sumarið nálgast. Útlitið er gott í þessari sívaxandi atvinnugrein og við horfum því björtum augum til framtíðarinnar,” segir Davíð Torfi. Opinn kynningarfundur vegna útboðsins verður haldinn fimmtudaginn 16. maí kl. 10:00. Fundurinn verður haldinn á Hótel Reykjavík Grand í salnum Háteigi en fundurinn verður einnig í vefstreymi sem verður aðgengilegt á vef Íslandsbanka, Kviku og á vefsíðu Íslandshótela.
Kauphöllin Hótel á Íslandi Íslandshótel Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira