Vitni gefur ekki upp nafn vegna ótta við hefndaraðgerðir Jón Þór Stefánsson skrifar 14. maí 2024 11:23 Enok hefur verið í sviðsljósinu undanfarið vegna þess að hann er kærasti og barnsfaðir Birgittu Lífar Björnsdóttur áhrifavalds. Maður, sem hefur stöðu brotaþola í sakamáli, þarf ekki að gefa upp nafn annars manns fyrir dómi. Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. Maðurinn sem fær að halda nafni sínu leyndu sendi brotaþolanum myndefni sem er á meðal sönnunargagna málsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um er að ræða sakamál sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu höfðar á hendur Enoki Vatnari Jónssyni, sjó- og athafnamanni, og öðrum manni fyrir tvær grófar líkamsárásir. Í úrskurðum dómstólanna segir að myndefnið sýni brotaþolann með áverka. Það var ekki ákæruvaldið sem lagði myndefnið fram heldur var það sjálfur brotaþolinn til stuðnings bótakröfu hans í málinu. Þess var krafist af hálfu Enoks að brotaþolinn myndi gefa upp nafnið. Hann vildi meina að mikilvægt væri að það kæmi fram svo hann gæti tekið til varna, og jafnvel krafist þess að maðurinn yrði leiddur fyrir dóminn til skýrslugjafar. Ákæruvaldið sagði svo ekki vera. Dómarinn gæti lagt mat á sönnunargagnið, sem og önnur sönnunargögn, án þess að nafnið kæmi fram. Þar að auki var því haldið fram að manninum, sem nýtur nafnleyndar, gæti stafað hætta af öðrum þeim sem ákærður er í málinu verði upplýst um nafnið. Brotaþolinn neitaði að gefa upp nafnið en upplýsti dómara um það í trúnaði. Hann sagði dómaranum í héraðsdómi að hann hefði lofað manninum að upplýsa ekki um nafn hans. Þá sagðist hann hafa miklar áhyggjur af því að manninum gæti stafað hætta af öðrum sakborninganna vegna mögulegra hefndaraðgerða. Héraðsdómaranum þótti rétt að virða skýringar brotaþola og sagði því ekki þörf á að nafnið yrði opinberað. Hann gæti lagt mat á myndefnið út frá fyrirliggjandi gögnum málsins. Hins vegar myndi ákæruvaldið þurfa að bera hallan af því við endanlegt sönnunarmat hvað varðar áreiðanleika sönnunargagnsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Sjá meira
Maðurinn sem fær að halda nafni sínu leyndu sendi brotaþolanum myndefni sem er á meðal sönnunargagna málsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um er að ræða sakamál sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu höfðar á hendur Enoki Vatnari Jónssyni, sjó- og athafnamanni, og öðrum manni fyrir tvær grófar líkamsárásir. Í úrskurðum dómstólanna segir að myndefnið sýni brotaþolann með áverka. Það var ekki ákæruvaldið sem lagði myndefnið fram heldur var það sjálfur brotaþolinn til stuðnings bótakröfu hans í málinu. Þess var krafist af hálfu Enoks að brotaþolinn myndi gefa upp nafnið. Hann vildi meina að mikilvægt væri að það kæmi fram svo hann gæti tekið til varna, og jafnvel krafist þess að maðurinn yrði leiddur fyrir dóminn til skýrslugjafar. Ákæruvaldið sagði svo ekki vera. Dómarinn gæti lagt mat á sönnunargagnið, sem og önnur sönnunargögn, án þess að nafnið kæmi fram. Þar að auki var því haldið fram að manninum, sem nýtur nafnleyndar, gæti stafað hætta af öðrum þeim sem ákærður er í málinu verði upplýst um nafnið. Brotaþolinn neitaði að gefa upp nafnið en upplýsti dómara um það í trúnaði. Hann sagði dómaranum í héraðsdómi að hann hefði lofað manninum að upplýsa ekki um nafn hans. Þá sagðist hann hafa miklar áhyggjur af því að manninum gæti stafað hætta af öðrum sakborninganna vegna mögulegra hefndaraðgerða. Héraðsdómaranum þótti rétt að virða skýringar brotaþola og sagði því ekki þörf á að nafnið yrði opinberað. Hann gæti lagt mat á myndefnið út frá fyrirliggjandi gögnum málsins. Hins vegar myndi ákæruvaldið þurfa að bera hallan af því við endanlegt sönnunarmat hvað varðar áreiðanleika sönnunargagnsins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Sjá meira