„Heill vinnustaður er dreginn sundur og saman í háði“ Jakob Bjarnar skrifar 14. maí 2024 15:01 Birta er búin að fá nóg þó auðvitað sé alltaf leiðinlegt að skemma gott partý þar sem heill vinnustaður er dreginn sundur og saman í háði. BIRTA BJÖRNSDÓTTIR Birta Björnsdóttir, yfirmaður erlendra frétta hjá Ríkisútvarpinu, er búin að fá yfir sig nóg af glósum um brenglaða íslensku og vill bera hönd fyrir höfuð sér og kollega sinna. Birta skrifar litla grein sem hún birti á Vísi nú rétt í þessu. Þar leggur hún út af grein eftir Völu Hafstað skáld og leiðsögumann sem vakið hefur mikla athygli. Hún hefst á þessum orðum: „Við Íslendingar teljumst herlaus þjóð, en undanfarin ár hefur óprúttinn nýlenskuher gert aðför að tungumálinu okkar úr ýmsum áttum, staðráðinn í að innleiða hina kynlausu nýlensku í nafni jafnréttisbaráttu. Fréttamenn RÚV hafa öðrum fremur tekið þátt í þessum hernaði.“ Birta segir alveg úr lausu lofti gripið að á Ríkisútvarpinu hafi verið settar reglur um útrýmingu á orðinu maður, ekki frekar en öðrum orðum. „Í greininni eru hressilegar lýsingar á skipulögðum og einörðum hernaðaraðgerðum okkar samstarfsfélaganna gegn íslenskri tungu. Auðvitað er leiðinlegt að skemma gott partý þar sem heill vinnustaður er dreginn sundur og saman í háði. Það er samt ekki gaman að sitja undir ásökunum um hernað og útrýmingu svo þess vegna langaði mig að leggja nokkur orð í belg,“ segir Birta. Hún segir að vissulega beri starfsmenn RÚV þá ábyrgð að skrifa og tala góða íslensku og þá ábyrgð taki þau alvarlega. En hvernig íslensku? „Eingöngu íslensku sem samræmist skoðunum ákveðins hóps? Ekki að mínu mati. Við eigum að tala og skrifa íslensku sem endurspeglar litróf fólksins sem býr á landinu. Bæði kynhlutlaust mál, íslensku þar sem karlkynið er ráðandi, íslensku með erlendum hreim og svo framvegis. Sjálf er ég fréttamaður, fréttakona, fréttaþulur, móðir og foreldri. Notkun á einu orði og kyni útilokar ekki annað.“ Ríkisútvarpið Rekstur hins opinbera Skóla- og menntamál Íslensk fræði Fjölmiðlar Íslensk tunga Tengdar fréttir Lilja hefur áhyggjur af „nýlenskunni“ á RÚV Bergþór Ólason Miðflokki spurði Lilju D. Alfreðsdóttur menningar og viðskiptaráðherra um hvernig henni hugnaðist það sem Vala Hafstað vakti athygli á nýverið er varðar kynlaust tungumál. Lilju lýst ekki á blikuna. 13. maí 2024 15:49 Fjöldaúrsagnir kvenna úr mannkyninu „Íslenska er orða frjósöm móðir/ekki þarf að sníkja, bræður góðir,“ orti Hjálmar Jónsson frá Bólu. Bræður góðir? Hvar eru systurnar? Góðu? Frjó umræða um tungumálið ætti að vera hið besta mál. En frjó umræða er eitt, ofsafengnar deilur um „hið kynlausa“ tungumál er annað. Þar er meira undir. 8. maí 2024 11:57 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Birta skrifar litla grein sem hún birti á Vísi nú rétt í þessu. Þar leggur hún út af grein eftir Völu Hafstað skáld og leiðsögumann sem vakið hefur mikla athygli. Hún hefst á þessum orðum: „Við Íslendingar teljumst herlaus þjóð, en undanfarin ár hefur óprúttinn nýlenskuher gert aðför að tungumálinu okkar úr ýmsum áttum, staðráðinn í að innleiða hina kynlausu nýlensku í nafni jafnréttisbaráttu. Fréttamenn RÚV hafa öðrum fremur tekið þátt í þessum hernaði.“ Birta segir alveg úr lausu lofti gripið að á Ríkisútvarpinu hafi verið settar reglur um útrýmingu á orðinu maður, ekki frekar en öðrum orðum. „Í greininni eru hressilegar lýsingar á skipulögðum og einörðum hernaðaraðgerðum okkar samstarfsfélaganna gegn íslenskri tungu. Auðvitað er leiðinlegt að skemma gott partý þar sem heill vinnustaður er dreginn sundur og saman í háði. Það er samt ekki gaman að sitja undir ásökunum um hernað og útrýmingu svo þess vegna langaði mig að leggja nokkur orð í belg,“ segir Birta. Hún segir að vissulega beri starfsmenn RÚV þá ábyrgð að skrifa og tala góða íslensku og þá ábyrgð taki þau alvarlega. En hvernig íslensku? „Eingöngu íslensku sem samræmist skoðunum ákveðins hóps? Ekki að mínu mati. Við eigum að tala og skrifa íslensku sem endurspeglar litróf fólksins sem býr á landinu. Bæði kynhlutlaust mál, íslensku þar sem karlkynið er ráðandi, íslensku með erlendum hreim og svo framvegis. Sjálf er ég fréttamaður, fréttakona, fréttaþulur, móðir og foreldri. Notkun á einu orði og kyni útilokar ekki annað.“
Ríkisútvarpið Rekstur hins opinbera Skóla- og menntamál Íslensk fræði Fjölmiðlar Íslensk tunga Tengdar fréttir Lilja hefur áhyggjur af „nýlenskunni“ á RÚV Bergþór Ólason Miðflokki spurði Lilju D. Alfreðsdóttur menningar og viðskiptaráðherra um hvernig henni hugnaðist það sem Vala Hafstað vakti athygli á nýverið er varðar kynlaust tungumál. Lilju lýst ekki á blikuna. 13. maí 2024 15:49 Fjöldaúrsagnir kvenna úr mannkyninu „Íslenska er orða frjósöm móðir/ekki þarf að sníkja, bræður góðir,“ orti Hjálmar Jónsson frá Bólu. Bræður góðir? Hvar eru systurnar? Góðu? Frjó umræða um tungumálið ætti að vera hið besta mál. En frjó umræða er eitt, ofsafengnar deilur um „hið kynlausa“ tungumál er annað. Þar er meira undir. 8. maí 2024 11:57 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Lilja hefur áhyggjur af „nýlenskunni“ á RÚV Bergþór Ólason Miðflokki spurði Lilju D. Alfreðsdóttur menningar og viðskiptaráðherra um hvernig henni hugnaðist það sem Vala Hafstað vakti athygli á nýverið er varðar kynlaust tungumál. Lilju lýst ekki á blikuna. 13. maí 2024 15:49
Fjöldaúrsagnir kvenna úr mannkyninu „Íslenska er orða frjósöm móðir/ekki þarf að sníkja, bræður góðir,“ orti Hjálmar Jónsson frá Bólu. Bræður góðir? Hvar eru systurnar? Góðu? Frjó umræða um tungumálið ætti að vera hið besta mál. En frjó umræða er eitt, ofsafengnar deilur um „hið kynlausa“ tungumál er annað. Þar er meira undir. 8. maí 2024 11:57