Álftin breyttist í dreka og rak hundinn upp úr með látum Jakob Bjarnar skrifar 14. maí 2024 17:09 Ronja og hundurinn Úlfur Tiro. Hann er í lagi en sjálfsvirðingin aðeins moluð eftir viðureignina við hina grimmu álft. aðsend Ronja Auðunsdóttir ævintýrakona og söngkona lenti heldur betur í hasar þegar hún var úti að viðra son sinn og hund sem heitir Úlfur Tiro. Grimm álft réðist að hundinum sem slapp en við illan leik. Náttúran í öllu sínu veldi. „Fallegt að sjá hvernig svanurinn breiddi út vængina og óð í hundinn. Hann átti aldrei „breik“. Ekki í vatninu. Álftin breyttist í dreka á þessu augnabliki og það var fallegt,“ segir Ronja Auðunsdóttir. Ronja náði alveg ótrúlegu myndbandi en hún hafði verið á gangi við Ástjörn í Hafnarfirði ásamt með syni sínum Krumma og Úlfi Tiro, hundinum þeirra sem er Schafer, eða þýskur fjárhundur. Enginn smáhundur. Úlfi Tiro alveg sama um öll skilti „Nei, þá þyrfti engin að spyrja af leikslokun ef þetta hefði verið á landi, það er allt annað dæmi, þar er hundurinn á sínum heimavelli. Hann kom út í meira en tveggja kílómetra fjarlægð. Þetta var rosalegt og stórkostlegt að sjá.“ Þetta var í raun algjört óhapp að hundurinn var laus. Krummi, sem er ellefu ára og Ronja, voru í löngum göngutúr og hundurinn var þyrstur. „Krummi hélt um ólina og missti takið. Þá auðvitað greip hundurinn tækifærið og fékk sér góðan sundsprett. Þetta er bara dýr. Ekki horfir hann á skiltin þar sem sagt er að lausaganga hunda sé stranglega bönnuð. Og ef hann gæti það þá væri honum drullu sama,“ segir Ronja og hlær. Sjálfsvirðing hundsins löskuð Ronja hefur fengið skilaboð á samfélagsmiðlum þar sem fólk vill vanda við um hana, að hundurinn megi ekki vera laus og hún hefði átt að vaða út í vatnið og koma honum til bjargar. Ronja gefur ekki mikið fyrir það. „Það var algjör heppni að ég var að taka upp myndband af hundinum og syni mínum í fallegri náttúrunni þegar þetta gerist. Og ég var með stillt á „slow motion“ sem var ennþá flottara!“ Úlfur Tiro kann betur við sig á þurru landi, eftir viðureignina við hinn grimma svan.aðsend Ronja segir að bæði hún og Krummi sonur hennar, séu miklir dýravinir og þau elska náttúruna – bera mikla virðingu fyrir henni. „En þarna var um óhapp að ræða, að hann skildi sleppa en ég sé ekki eftir neinu ég hélt ró minni í aðstæðum sem ég réði ekki við en náði þar með stórkostlegu myndbandi af náttúrunni í allri sinni dýrð. Fólk má dæma mig, ég lifi það af. Ég hugsa ekki út í smásálirnar sem nærast á óförum annarra,“ segir Ronja. Hún segir að engum hafi orðið meint af, hundurinn sé í lagi nema sjálfsvirðingin. „Honum líður eins og smánuðum en hann jafnar sig. Hann var heppinn,“ segir Ronja. Dýr Fuglar Hafnarfjörður Hundar Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
„Fallegt að sjá hvernig svanurinn breiddi út vængina og óð í hundinn. Hann átti aldrei „breik“. Ekki í vatninu. Álftin breyttist í dreka á þessu augnabliki og það var fallegt,“ segir Ronja Auðunsdóttir. Ronja náði alveg ótrúlegu myndbandi en hún hafði verið á gangi við Ástjörn í Hafnarfirði ásamt með syni sínum Krumma og Úlfi Tiro, hundinum þeirra sem er Schafer, eða þýskur fjárhundur. Enginn smáhundur. Úlfi Tiro alveg sama um öll skilti „Nei, þá þyrfti engin að spyrja af leikslokun ef þetta hefði verið á landi, það er allt annað dæmi, þar er hundurinn á sínum heimavelli. Hann kom út í meira en tveggja kílómetra fjarlægð. Þetta var rosalegt og stórkostlegt að sjá.“ Þetta var í raun algjört óhapp að hundurinn var laus. Krummi, sem er ellefu ára og Ronja, voru í löngum göngutúr og hundurinn var þyrstur. „Krummi hélt um ólina og missti takið. Þá auðvitað greip hundurinn tækifærið og fékk sér góðan sundsprett. Þetta er bara dýr. Ekki horfir hann á skiltin þar sem sagt er að lausaganga hunda sé stranglega bönnuð. Og ef hann gæti það þá væri honum drullu sama,“ segir Ronja og hlær. Sjálfsvirðing hundsins löskuð Ronja hefur fengið skilaboð á samfélagsmiðlum þar sem fólk vill vanda við um hana, að hundurinn megi ekki vera laus og hún hefði átt að vaða út í vatnið og koma honum til bjargar. Ronja gefur ekki mikið fyrir það. „Það var algjör heppni að ég var að taka upp myndband af hundinum og syni mínum í fallegri náttúrunni þegar þetta gerist. Og ég var með stillt á „slow motion“ sem var ennþá flottara!“ Úlfur Tiro kann betur við sig á þurru landi, eftir viðureignina við hinn grimma svan.aðsend Ronja segir að bæði hún og Krummi sonur hennar, séu miklir dýravinir og þau elska náttúruna – bera mikla virðingu fyrir henni. „En þarna var um óhapp að ræða, að hann skildi sleppa en ég sé ekki eftir neinu ég hélt ró minni í aðstæðum sem ég réði ekki við en náði þar með stórkostlegu myndbandi af náttúrunni í allri sinni dýrð. Fólk má dæma mig, ég lifi það af. Ég hugsa ekki út í smásálirnar sem nærast á óförum annarra,“ segir Ronja. Hún segir að engum hafi orðið meint af, hundurinn sé í lagi nema sjálfsvirðingin. „Honum líður eins og smánuðum en hann jafnar sig. Hann var heppinn,“ segir Ronja.
Dýr Fuglar Hafnarfjörður Hundar Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira