Vill bjóða NATO að byggja nýjan flugvöll í Færeyjum Kristján Már Unnarsson skrifar 14. maí 2024 22:22 Heðin Mortensen borgarstjóri í viðtali við Stöð 2. Fyrir aftan er ráðhús Þórshafnar. Egill Aðalsteinsson Borgarstjóri Þórshafnar vill bjóða NATO að byggja nýjan alþjóðaflugvöll í Færeyjum. Hann segir núverandi flugvöll of lítinn til að geta þjónað Færeyingum til framtíðar. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá aðflug að eina flugvelli Færeyja, sem hefur löngum þótt erfitt vegna tíðrar þoku og sviftivinda. Flugbrautin í Vogum var fyrir tólf árum lengd með miklum jarðvegsfyllingum úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra og geta núna meðalstórar farþegaþotur, eins og Airbus A320, notað völlinn, en þó með takmörkunum. Þá er brautin of stutt til að nýkeypt Boeing 757 flutningaþota FarCargo geti tekið á loft fulllestuð til New York. „Flugvöllurinn er góður, hann virkar og það allt, en til lengri tíma litið er hann of lítill, flugbrautin er of stutt og það er ómögulegt að lengja hana,” segir Heðin Mortensen, borgarstjóri Þórshafnar. Vesturendi flugbrautarinnar í Vogum hvílir á stórri jarðvegsfyllingu ofan bæjarins Saurvogs. Austurendinn er einnig á stórri fyllingu.Egill Aðalsteinsson Vogaflugvöllur er vestast í Færeyjum og þótt neðansjávargöng til Straumeyjar hafi stytt aksturstímann til Þórshafnar niður undir fjörutíu mínútur telur borgarstjórinn þörf á nýjum flugvelli. „Besti staðurinn fyrir framtíðarflugvöll er á Glyvursnesi. Við vinnum út frá því núna að flugvöllurinn þurfi að vera þrjú þúsund metra langur. Þá geta allar flugvélar lent þar án vandræða.” Teikningin sýnir 3.000 metra langa flugbraut á Glyvursnesi við Þórshöfn.Landsverk Einn stærsti kosturinn við Glyvursnes er hvað það er stutt frá Þórshöfn, eða aðeins þrjá kílómetra frá útjaðri byggðarinnar. Heðin bendir jafnframt á að þetta flugvallarstæði sé betra veðurfarslega gagnvart ókyrrð og með minni aðflugshindrunum. Nýr alþjóðaflugvöllur kostar sitt og borgarstjórinn hefur hugmynd um hvernig ætti að borga hann. „Nú er talað um að NATO komi hingað og byggi ratsjárstöð.” Glyvursnes er um þrjá kílómetra sunnan byggðarinnar í Þórshöfn. Þarna vill borgarstjórinn fá nýjan flugvöll.Egill Aðalsteinsson Og segir að á spennutímum sem nú sé mikilvægt fyrir Atlantshafsbandalagið að hafa flugvöll í Færeyjum. „Kafbátar sigla hérna um. NATO, gerið svo vel, komið hingað og gerið flugvöllinn núna,” segir Heðin og hvetur til þess að viðræður hefjist við Atlantshafsbandalagið. „Við skulum hefja samningaviðræður, við höfum öll spil á hendi. Gerið svo vel. Eitthvað fyrir eitthvað. Þið fáið flugvöllinn og þið borgið. Þannig sé ég þetta gerast,” segir Heðin Mortensen, borgarstjóri Þórshafnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Færeyjar Fréttir af flugi NATO Öryggis- og varnarmál Danmörk Tengdar fréttir Vill að Færeyjar fái nýjan flugvöll Bæjarstjóri Þórshafnar í Færeyjum, Heðin Mortensen, vill hefja undirbúning að gerð nýs alþjóðaflugvallar í Færeyjum. Ummælin féllu í viðtali við Kringvarpið í vikunni í framhaldi af vandræðum sem fraktflugfélagið FarCargo glímir við að nýta Vogaflugvöll til fiskflutninga með Eysturoy, Boeing 757-þotu félagsins. 29. mars 2024 08:48 Icelandair flýgur til Færeyja að nýju Icelandair hóf í dag áætlunarflug til Færeyja á ný eftir tuttugu ára hlé. Utanríkisráðherrar Íslands og Færeyja fagna áfanganum sem og flugstjóri fyrstu flugferðarinnar. Flogið verður fimm til sex sinnum í viku gegnt flugfélaginu Atlantic Airways sem hefur verið að fljúga á milli tvisvar til þrisvar í viku. 1. maí 2024 23:00 Flugvöllur Færeyinga fær að taka við stærri þotum Flugvöllurinn í Vogum í Færeyjum, eini flugvöllur eyjanna, verður færður upp um einn öryggisflokk. Það þýðir að Boeing 757-fraktþota FarCargo, dótturfélags Bakkafrosts, fær loksins varanlegt leyfi til að lenda í sinni eigin heimahöfn. 29. apríl 2024 23:37 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá aðflug að eina flugvelli Færeyja, sem hefur löngum þótt erfitt vegna tíðrar þoku og sviftivinda. Flugbrautin í Vogum var fyrir tólf árum lengd með miklum jarðvegsfyllingum úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra og geta núna meðalstórar farþegaþotur, eins og Airbus A320, notað völlinn, en þó með takmörkunum. Þá er brautin of stutt til að nýkeypt Boeing 757 flutningaþota FarCargo geti tekið á loft fulllestuð til New York. „Flugvöllurinn er góður, hann virkar og það allt, en til lengri tíma litið er hann of lítill, flugbrautin er of stutt og það er ómögulegt að lengja hana,” segir Heðin Mortensen, borgarstjóri Þórshafnar. Vesturendi flugbrautarinnar í Vogum hvílir á stórri jarðvegsfyllingu ofan bæjarins Saurvogs. Austurendinn er einnig á stórri fyllingu.Egill Aðalsteinsson Vogaflugvöllur er vestast í Færeyjum og þótt neðansjávargöng til Straumeyjar hafi stytt aksturstímann til Þórshafnar niður undir fjörutíu mínútur telur borgarstjórinn þörf á nýjum flugvelli. „Besti staðurinn fyrir framtíðarflugvöll er á Glyvursnesi. Við vinnum út frá því núna að flugvöllurinn þurfi að vera þrjú þúsund metra langur. Þá geta allar flugvélar lent þar án vandræða.” Teikningin sýnir 3.000 metra langa flugbraut á Glyvursnesi við Þórshöfn.Landsverk Einn stærsti kosturinn við Glyvursnes er hvað það er stutt frá Þórshöfn, eða aðeins þrjá kílómetra frá útjaðri byggðarinnar. Heðin bendir jafnframt á að þetta flugvallarstæði sé betra veðurfarslega gagnvart ókyrrð og með minni aðflugshindrunum. Nýr alþjóðaflugvöllur kostar sitt og borgarstjórinn hefur hugmynd um hvernig ætti að borga hann. „Nú er talað um að NATO komi hingað og byggi ratsjárstöð.” Glyvursnes er um þrjá kílómetra sunnan byggðarinnar í Þórshöfn. Þarna vill borgarstjórinn fá nýjan flugvöll.Egill Aðalsteinsson Og segir að á spennutímum sem nú sé mikilvægt fyrir Atlantshafsbandalagið að hafa flugvöll í Færeyjum. „Kafbátar sigla hérna um. NATO, gerið svo vel, komið hingað og gerið flugvöllinn núna,” segir Heðin og hvetur til þess að viðræður hefjist við Atlantshafsbandalagið. „Við skulum hefja samningaviðræður, við höfum öll spil á hendi. Gerið svo vel. Eitthvað fyrir eitthvað. Þið fáið flugvöllinn og þið borgið. Þannig sé ég þetta gerast,” segir Heðin Mortensen, borgarstjóri Þórshafnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Færeyjar Fréttir af flugi NATO Öryggis- og varnarmál Danmörk Tengdar fréttir Vill að Færeyjar fái nýjan flugvöll Bæjarstjóri Þórshafnar í Færeyjum, Heðin Mortensen, vill hefja undirbúning að gerð nýs alþjóðaflugvallar í Færeyjum. Ummælin féllu í viðtali við Kringvarpið í vikunni í framhaldi af vandræðum sem fraktflugfélagið FarCargo glímir við að nýta Vogaflugvöll til fiskflutninga með Eysturoy, Boeing 757-þotu félagsins. 29. mars 2024 08:48 Icelandair flýgur til Færeyja að nýju Icelandair hóf í dag áætlunarflug til Færeyja á ný eftir tuttugu ára hlé. Utanríkisráðherrar Íslands og Færeyja fagna áfanganum sem og flugstjóri fyrstu flugferðarinnar. Flogið verður fimm til sex sinnum í viku gegnt flugfélaginu Atlantic Airways sem hefur verið að fljúga á milli tvisvar til þrisvar í viku. 1. maí 2024 23:00 Flugvöllur Færeyinga fær að taka við stærri þotum Flugvöllurinn í Vogum í Færeyjum, eini flugvöllur eyjanna, verður færður upp um einn öryggisflokk. Það þýðir að Boeing 757-fraktþota FarCargo, dótturfélags Bakkafrosts, fær loksins varanlegt leyfi til að lenda í sinni eigin heimahöfn. 29. apríl 2024 23:37 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Sjá meira
Vill að Færeyjar fái nýjan flugvöll Bæjarstjóri Þórshafnar í Færeyjum, Heðin Mortensen, vill hefja undirbúning að gerð nýs alþjóðaflugvallar í Færeyjum. Ummælin féllu í viðtali við Kringvarpið í vikunni í framhaldi af vandræðum sem fraktflugfélagið FarCargo glímir við að nýta Vogaflugvöll til fiskflutninga með Eysturoy, Boeing 757-þotu félagsins. 29. mars 2024 08:48
Icelandair flýgur til Færeyja að nýju Icelandair hóf í dag áætlunarflug til Færeyja á ný eftir tuttugu ára hlé. Utanríkisráðherrar Íslands og Færeyja fagna áfanganum sem og flugstjóri fyrstu flugferðarinnar. Flogið verður fimm til sex sinnum í viku gegnt flugfélaginu Atlantic Airways sem hefur verið að fljúga á milli tvisvar til þrisvar í viku. 1. maí 2024 23:00
Flugvöllur Færeyinga fær að taka við stærri þotum Flugvöllurinn í Vogum í Færeyjum, eini flugvöllur eyjanna, verður færður upp um einn öryggisflokk. Það þýðir að Boeing 757-fraktþota FarCargo, dótturfélags Bakkafrosts, fær loksins varanlegt leyfi til að lenda í sinni eigin heimahöfn. 29. apríl 2024 23:37