Sérstök vitleysa Albert Björn Lúðvígsson skrifar 15. maí 2024 07:31 Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp dómsmálaráðherra þar sem gera á enn eina aðförina að réttindum útlendinga sem hingað koma í neyð. Af mörgu slæmu í frumvarpi ráðherra er sýnu verst sú fyrirætlun að fella úr lögum skyldu stjórnvalda til að skoða umsóknir um alþjóðlega vernd á Íslandi hafi viðkomandi umsækjendur sérstök tengsl við landið eða þegar sérstakar ástæður mæla annars með því. Þessi ákvæði hafa gefið íslenskum stjórnvöldum nauðsynleg tækifæri sem og tilefni til þess að líta til persónubundinna aðstæðna hvers umsækjanda, mannúðarsjónarmiða sem og fjölskyldutengsla. Á sama tíma og Alþingi ræðir það að fella þessi ákvæði úr lögunum er til umfjöllunar hjá kærunefnd útlendingamála umsókn Yazan, 12 ára drengs sem glímir við Duchenne sjúkdóminn. Duchenne er ólæknandi vöðvarýrnunarsjúkdómur sem skerðir lífslíkur mikið. Aðeins er hægt að lina þjáningar þeirra drengja sem þjást af honum og reyna að gera líf þeirra bærilegt. Frá því að Yazan kom til Íslands hefur það tekist afar vel og unir hann hag sínum vel á Íslandi. Hér hefur hann þrátt fyrir aðstæður sínar lært íslensku á undraskömmum tíma og stundað nám við Hamraskóla þar hann hefur eignast vini. Með góðri aðstoð lækna og sjúkraþjálfara er líf þessa 12 ára barns orðið bærilegt, en svo var ekki áður. Þá er það samdóma álit þeirra lækna, sem komið hafa að meðferð hans á Íslandi, að það kunni að stytta líf hans enn frekar verði rof á þeirri þjónustu sem honum er lífsnauðsynleg. Ekki þarf að taka fram hvað gerist verði þjónustan skert til framtíðar. Með því að senda hann frá Íslandi verður heilsu og lífi þessa drengs teflt í tvísýnu. Um það verður því varla deilt að það er honum fyrir bestu að fá að dvelja áfram á Íslandi enda vill hann hvergi annars staðar vera. Um það verður varla deilt heldur að sérstakar ástæður eru uppi í máli hans. Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi á síðustu misserum gert allt í sínu valdi, og jafnvel umfram það, til að þrengja þessi mikilvægu ákvæði, þannig að þeim er nú aðeins beitt í algjörum undantekningartilvikum, hefur jafnvel kærunefnd útlendingamála sjálf talið nauðsynlegt að líta til sérstakra ástæðna í einstökum málum. Þannig vakti það nokkra eftirtekt þegar kærunefnd, sem annars hefur misst ásýnd trúverðugleika og sjálfstæðis eftir að yfirmaður innan Útlendingastofnunar var skipaður formaður hennar og teymisstjóri útlendingamála úr dómsmálaráðuneytinu var skipaður varaformaður hennar, leit til sérstakra ástæðna í málum fylgdarlausra drengja á grunnskólaaldri sem senda átti allslausa á götuna í Grikklandi, og veitti þeim þess í stað von um framtíð á Íslandi. Það er því spurning hvers vegna dómsmálaráðherra gengur svo miskunnarlaust til verka við að fella þessi ákvæði úr lögum um útlendinga, nú þegar þeim er aðeins beitt í algjörum undantekningartilfellum og þá sérstaklega, að því er virðist, þegar börn í mjög viðkvæmri stöðu eru annars vegar. Hvað gengur ráðherra til? Málsmeðferð þessara mála mun ekki styttast að neinu verulegu leyti þó ákvæðin verði felld úr lögum, áfram mun sem dæmi þurfa málsmeðferð á tveimur stjórnsýslustigum. Þá er ekkert sem bendir til þess að umsóknum um alþjóðlega vernd muni fækka á Íslandi þó þau hverfi enda leita umsækjendur í þessari stöðu til allra ríkja innan Evrópu hvort sem þessi tilteknu ákvæði er að finna í lögum þeirra eða ekki. Fólk í lífshættu leitar að björg þar til það finnur hana. Þá verða þessi afmörkuðu og nú þröngu ákvæði, þessi nauðsynlegu úrræði, tekin af íslenskum stjórnvöldum og mun það óhjákvæmilega leiða til afkáralegra niðurstaðna eins og að mögulega senda 12 ára dreng sem ekki er hugað líf til margra ára úr landi og fylgdarlaus börn á götuna í Grikklandi. Það væri því sérstök vitleysa að fella þessi ákvæði nú úr lögum alveg eins og það væri sérstök vitleysa og mannvonska að senda 12 ára dreng með mjög alvarlegan og banvænan sjúkdóm úr landi. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp dómsmálaráðherra þar sem gera á enn eina aðförina að réttindum útlendinga sem hingað koma í neyð. Af mörgu slæmu í frumvarpi ráðherra er sýnu verst sú fyrirætlun að fella úr lögum skyldu stjórnvalda til að skoða umsóknir um alþjóðlega vernd á Íslandi hafi viðkomandi umsækjendur sérstök tengsl við landið eða þegar sérstakar ástæður mæla annars með því. Þessi ákvæði hafa gefið íslenskum stjórnvöldum nauðsynleg tækifæri sem og tilefni til þess að líta til persónubundinna aðstæðna hvers umsækjanda, mannúðarsjónarmiða sem og fjölskyldutengsla. Á sama tíma og Alþingi ræðir það að fella þessi ákvæði úr lögunum er til umfjöllunar hjá kærunefnd útlendingamála umsókn Yazan, 12 ára drengs sem glímir við Duchenne sjúkdóminn. Duchenne er ólæknandi vöðvarýrnunarsjúkdómur sem skerðir lífslíkur mikið. Aðeins er hægt að lina þjáningar þeirra drengja sem þjást af honum og reyna að gera líf þeirra bærilegt. Frá því að Yazan kom til Íslands hefur það tekist afar vel og unir hann hag sínum vel á Íslandi. Hér hefur hann þrátt fyrir aðstæður sínar lært íslensku á undraskömmum tíma og stundað nám við Hamraskóla þar hann hefur eignast vini. Með góðri aðstoð lækna og sjúkraþjálfara er líf þessa 12 ára barns orðið bærilegt, en svo var ekki áður. Þá er það samdóma álit þeirra lækna, sem komið hafa að meðferð hans á Íslandi, að það kunni að stytta líf hans enn frekar verði rof á þeirri þjónustu sem honum er lífsnauðsynleg. Ekki þarf að taka fram hvað gerist verði þjónustan skert til framtíðar. Með því að senda hann frá Íslandi verður heilsu og lífi þessa drengs teflt í tvísýnu. Um það verður því varla deilt að það er honum fyrir bestu að fá að dvelja áfram á Íslandi enda vill hann hvergi annars staðar vera. Um það verður varla deilt heldur að sérstakar ástæður eru uppi í máli hans. Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi á síðustu misserum gert allt í sínu valdi, og jafnvel umfram það, til að þrengja þessi mikilvægu ákvæði, þannig að þeim er nú aðeins beitt í algjörum undantekningartilvikum, hefur jafnvel kærunefnd útlendingamála sjálf talið nauðsynlegt að líta til sérstakra ástæðna í einstökum málum. Þannig vakti það nokkra eftirtekt þegar kærunefnd, sem annars hefur misst ásýnd trúverðugleika og sjálfstæðis eftir að yfirmaður innan Útlendingastofnunar var skipaður formaður hennar og teymisstjóri útlendingamála úr dómsmálaráðuneytinu var skipaður varaformaður hennar, leit til sérstakra ástæðna í málum fylgdarlausra drengja á grunnskólaaldri sem senda átti allslausa á götuna í Grikklandi, og veitti þeim þess í stað von um framtíð á Íslandi. Það er því spurning hvers vegna dómsmálaráðherra gengur svo miskunnarlaust til verka við að fella þessi ákvæði úr lögum um útlendinga, nú þegar þeim er aðeins beitt í algjörum undantekningartilfellum og þá sérstaklega, að því er virðist, þegar börn í mjög viðkvæmri stöðu eru annars vegar. Hvað gengur ráðherra til? Málsmeðferð þessara mála mun ekki styttast að neinu verulegu leyti þó ákvæðin verði felld úr lögum, áfram mun sem dæmi þurfa málsmeðferð á tveimur stjórnsýslustigum. Þá er ekkert sem bendir til þess að umsóknum um alþjóðlega vernd muni fækka á Íslandi þó þau hverfi enda leita umsækjendur í þessari stöðu til allra ríkja innan Evrópu hvort sem þessi tilteknu ákvæði er að finna í lögum þeirra eða ekki. Fólk í lífshættu leitar að björg þar til það finnur hana. Þá verða þessi afmörkuðu og nú þröngu ákvæði, þessi nauðsynlegu úrræði, tekin af íslenskum stjórnvöldum og mun það óhjákvæmilega leiða til afkáralegra niðurstaðna eins og að mögulega senda 12 ára dreng sem ekki er hugað líf til margra ára úr landi og fylgdarlaus börn á götuna í Grikklandi. Það væri því sérstök vitleysa að fella þessi ákvæði nú úr lögum alveg eins og það væri sérstök vitleysa og mannvonska að senda 12 ára dreng með mjög alvarlegan og banvænan sjúkdóm úr landi. Höfundur er lögfræðingur.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun