Banvænt aðgerðarleysi Tómas A. Tómasson skrifar 16. maí 2024 07:00 Ímyndaðu þér að vera með banvænan sjúkdóm. Þú leitar þér hjálpar en kemst svo að því að það eru hundruðir manns á undan þér í biðröð og þú færð ekki hjálp. Þetta er raunveruleikinn fyrir yfir 700 manns sem bíða eftir að komast inn á Vog og fyrir aðra 100 sem bíða eftir að komast í meðferð á Krýsuvík. Á sama tíma að við sjáum lífshættulega langa biðlista, neyðist SÁÁ til að tilkynna að eftirmeðferðarstöðinni Vík verði lokað í sumar, sem hefði auðveldlega verið hægt að komast hjá ef fjárframlög stjórnvalda væru fullnægjandi til að tryggja samfellu í rekstrinum. Heilbrigðisráðherra sagði á dögunum að hann væri tilbúinn í samtalið og að það þyrfti ekki mikið fjármagn til að halda Vík opinni yfir sumartímann. Raunveruleikinn er sá að þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um aukið fjármagn til að bregðast við vaxandi vanda, hafa ríkisstjórnarflokkarnir sagt nei, nei og aftur nei. Jafnvel þegar Flokkur fólksins lagði til 520 milljóna króna aukaframlag til SÁÁ um síðustu áramót til að bregðast við grafalvarlegum og vaxandi vanda, greiddu allir þingmenn Framsóknar, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna atkvæði gegn fjárveitingunni. Með því að hunsa fíkniefnavandann ár eftir ár setur ríkisstjórnin líf fólks í hættu. Fíknivandinn er banvænn sjúkdómur og fólk á ekki að þurfa að bíða eftir meðferð, frekar en þeir sem glíma við hjartasjúkdóma eða krabbamein. Ef ekkert er að gert munu hundruðir einstaklinga dvelja áfram fastir í vítahring fíknisjúkdómsins, með engan aðgang að lífsnauðsynlegri meðferð. Flokkur fólksins hefur lagt fram raunhæfar lausnir til að takast á við þennan vanda. Með því að auka varanlega fjárframlög til SÁÁ um 520 milljónir á ársgrundvelli má bæta upp þann halla sem hefur myndast í rekstri samtakanna vegna þess að samningar við Sjúkratryggingar eru löngu orðnir úreltir. Þannig getum við tryggt að fleiri einstaklingar fái tímanlega og viðeigandi meðferð. Þetta fjármagn myndi gera SÁÁ kleift að auka afkastagetu sína, stytta biðlista og veita eftirfylgni til að koma í veg fyrir bakslag. Með þessum fjármunum gætu hundruðir einstaklinga fengið tækifæri til að sigrast á fíkn sinni og byggja upp betra líf. Þeir gætu snúið aftur til fjölskyldna sinna og orðið virkir þátttakendur í samfélaginu á ný. Þetta er sú framtíð sem Flokkur fólksins berst fyrir. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas A. Tómasson Flokkur fólksins Fíkn Alþingi Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Ímyndaðu þér að vera með banvænan sjúkdóm. Þú leitar þér hjálpar en kemst svo að því að það eru hundruðir manns á undan þér í biðröð og þú færð ekki hjálp. Þetta er raunveruleikinn fyrir yfir 700 manns sem bíða eftir að komast inn á Vog og fyrir aðra 100 sem bíða eftir að komast í meðferð á Krýsuvík. Á sama tíma að við sjáum lífshættulega langa biðlista, neyðist SÁÁ til að tilkynna að eftirmeðferðarstöðinni Vík verði lokað í sumar, sem hefði auðveldlega verið hægt að komast hjá ef fjárframlög stjórnvalda væru fullnægjandi til að tryggja samfellu í rekstrinum. Heilbrigðisráðherra sagði á dögunum að hann væri tilbúinn í samtalið og að það þyrfti ekki mikið fjármagn til að halda Vík opinni yfir sumartímann. Raunveruleikinn er sá að þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um aukið fjármagn til að bregðast við vaxandi vanda, hafa ríkisstjórnarflokkarnir sagt nei, nei og aftur nei. Jafnvel þegar Flokkur fólksins lagði til 520 milljóna króna aukaframlag til SÁÁ um síðustu áramót til að bregðast við grafalvarlegum og vaxandi vanda, greiddu allir þingmenn Framsóknar, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna atkvæði gegn fjárveitingunni. Með því að hunsa fíkniefnavandann ár eftir ár setur ríkisstjórnin líf fólks í hættu. Fíknivandinn er banvænn sjúkdómur og fólk á ekki að þurfa að bíða eftir meðferð, frekar en þeir sem glíma við hjartasjúkdóma eða krabbamein. Ef ekkert er að gert munu hundruðir einstaklinga dvelja áfram fastir í vítahring fíknisjúkdómsins, með engan aðgang að lífsnauðsynlegri meðferð. Flokkur fólksins hefur lagt fram raunhæfar lausnir til að takast á við þennan vanda. Með því að auka varanlega fjárframlög til SÁÁ um 520 milljónir á ársgrundvelli má bæta upp þann halla sem hefur myndast í rekstri samtakanna vegna þess að samningar við Sjúkratryggingar eru löngu orðnir úreltir. Þannig getum við tryggt að fleiri einstaklingar fái tímanlega og viðeigandi meðferð. Þetta fjármagn myndi gera SÁÁ kleift að auka afkastagetu sína, stytta biðlista og veita eftirfylgni til að koma í veg fyrir bakslag. Með þessum fjármunum gætu hundruðir einstaklinga fengið tækifæri til að sigrast á fíkn sinni og byggja upp betra líf. Þeir gætu snúið aftur til fjölskyldna sinna og orðið virkir þátttakendur í samfélaginu á ný. Þetta er sú framtíð sem Flokkur fólksins berst fyrir. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar