Óvænt að „gáfumannarapparar“ herji stríð af þessu tagi Jón Þór Stefánsson skrifar 15. maí 2024 14:00 „Þeir eru allt í einu búnir að gefa ákveðna fyrirmynd af því að virðulegir rapparar megi láta eins og fífl,“ segir Arnar Eggert Thoroddsen um erjur Drake og Kendricks Lamar. EPA „Þetta er alveg undarlega ugly,“ segir Arnar Eggert Thoroddsen, aðjúnkt í félagsfræði við Háskóla Íslands, um útistöður tveggja vinsælustu rappara heims Drake og Kendrick Lamar sem hafa verið að orðhöggvast sín á milli undanfarnar vikur. Bardaginn fer fram á tónlistar- og ritvellinum. Rappararnir tveir hafa skiptst á að gefa út svokölluð disslög til höfuðs hvorum öðrum þar sem alvarlegar ásakanir um mansalshringi, heimilisofbeldi og kynferðislega misnotkun á börnum hafa komið fram. Þá var skotárás framin við heimili Drake í Toronto í Kanada þegar deilurnar voru í hvað mestu hámæli. Þar særðist öryggisvörður alvarlega. Þess má þó geta að ekki hefur fengist staðfest að árásin tengist erjum rapparana beinlínis. Sjá einnig: Stærstu stjörnur rappsins bera hvor annan þungum sökum „Þarna erum við með tvo risa rappara, ef ekki bara þá tvo stærstu, og það sem þykir áhugavert við þetta er að þetta eru ekki svona glæparapparar. Það er dálítið merkilegt,“ sagði Arnar í útvarpsþættinum Brennslunni á FM957 um málið. „Kendrick Lamar hefur verið stillt upp sem menningarrappara, rosa djúphugull og fékk Pulitzer-verðlaun. Og Drake er þessi tilfinningarappari. Báðir svona gáfumannarapparar að einhverju leyti,“ sagði Arnar og útskýrði að þess vegna hafi það komið sér í opna skjöldu að átök þeirra hafi þróast eins og raun ber vitni. Erjur sem þessar eru ekki nýjar af nálinni. Rapparar hafa deilt sín á milli um áratugaskeið, en Arnar bendir á að tónlistarmenn í öðrum greinum geri þetta síður. „Hermigervill er ekki að beefa við Daníel Ágúst. Þegar maður segir þetta þá er þetta svo fáránlegt að maður getur ekki einu sinni hugsað um það,“ sagði Arnar. Útilokar ekki sviðsetningu sem er þó ólíkleg „Ég var að sjá að þeir eru hjá sama útgáfufyrirtæki. Þannig það er einhver Jóakim Aðalönd að telja peningana á bakvið tjöldin.“ Aðspurður út í hvort möguleiki sé á því að atburðarrásin sé sviðsett, að það séu samantekin ráð hjá röppurunum að bera þungar sakir á borð til þess að auka eigin vinsældir, segist Arnar ekki vilja útiloka neitt. Þrátt fyrir það finnst honum alvarleiki ásakananna fella þá kenningu. „Þeir eru allt í einu búnir að gefa ákveðna fyrirmynd af því að virðulegir rapparar megi láta eins og fífl. Af því þetta er auðvitað fyrst og fremst það: að láta eins og fífl,“ segir Arnar. „Ég bæti því við að þetta eru menn komnir undir fertugt. Þetta eru bara gamlir kallar að tuða.“ Tónlist Bandaríkin Kanada Hollywood Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira
Bardaginn fer fram á tónlistar- og ritvellinum. Rappararnir tveir hafa skiptst á að gefa út svokölluð disslög til höfuðs hvorum öðrum þar sem alvarlegar ásakanir um mansalshringi, heimilisofbeldi og kynferðislega misnotkun á börnum hafa komið fram. Þá var skotárás framin við heimili Drake í Toronto í Kanada þegar deilurnar voru í hvað mestu hámæli. Þar særðist öryggisvörður alvarlega. Þess má þó geta að ekki hefur fengist staðfest að árásin tengist erjum rapparana beinlínis. Sjá einnig: Stærstu stjörnur rappsins bera hvor annan þungum sökum „Þarna erum við með tvo risa rappara, ef ekki bara þá tvo stærstu, og það sem þykir áhugavert við þetta er að þetta eru ekki svona glæparapparar. Það er dálítið merkilegt,“ sagði Arnar í útvarpsþættinum Brennslunni á FM957 um málið. „Kendrick Lamar hefur verið stillt upp sem menningarrappara, rosa djúphugull og fékk Pulitzer-verðlaun. Og Drake er þessi tilfinningarappari. Báðir svona gáfumannarapparar að einhverju leyti,“ sagði Arnar og útskýrði að þess vegna hafi það komið sér í opna skjöldu að átök þeirra hafi þróast eins og raun ber vitni. Erjur sem þessar eru ekki nýjar af nálinni. Rapparar hafa deilt sín á milli um áratugaskeið, en Arnar bendir á að tónlistarmenn í öðrum greinum geri þetta síður. „Hermigervill er ekki að beefa við Daníel Ágúst. Þegar maður segir þetta þá er þetta svo fáránlegt að maður getur ekki einu sinni hugsað um það,“ sagði Arnar. Útilokar ekki sviðsetningu sem er þó ólíkleg „Ég var að sjá að þeir eru hjá sama útgáfufyrirtæki. Þannig það er einhver Jóakim Aðalönd að telja peningana á bakvið tjöldin.“ Aðspurður út í hvort möguleiki sé á því að atburðarrásin sé sviðsett, að það séu samantekin ráð hjá röppurunum að bera þungar sakir á borð til þess að auka eigin vinsældir, segist Arnar ekki vilja útiloka neitt. Þrátt fyrir það finnst honum alvarleiki ásakananna fella þá kenningu. „Þeir eru allt í einu búnir að gefa ákveðna fyrirmynd af því að virðulegir rapparar megi láta eins og fífl. Af því þetta er auðvitað fyrst og fremst það: að láta eins og fífl,“ segir Arnar. „Ég bæti því við að þetta eru menn komnir undir fertugt. Þetta eru bara gamlir kallar að tuða.“
Tónlist Bandaríkin Kanada Hollywood Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira