Fátt ef nokkuð stöðvar eldislaxinn Jakob Bjarnar skrifar 15. maí 2024 17:09 Jóhannes telur skilningsleysi stjórnvalda með ólíkindum. Hann talaði fyrir daufum eyrum í atvinnuveganefndinni í gærmorgun. „Jú, eins og ég sagði fyrir atvinnuveganefnd þingsins í gær og maður þarf að segja þetta: Þetta er svívirðilegustu náttúruspjöll sem farið hefur verið með í gegnum sali Alþingis,“ segir Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur. Hann segir að aldrei nokkur tíma verið leyfð, með fullu samþykki og fulltingi Alþingis áður verið leyft að erlendur dýrastofn eyðileggi íslenskan. Sem er þá laxinn. „Þetta er einstakt sem betur fer. En þetta er versta atlaga að íslensku lífríki sem gerð hefur verið af íslensku Alþingi og fyrir hvað? Nokkur störf?“ Jóhannes segir að allt sé undir, ferðamennskan til að mynda. Hann spyr hvort menn hafi keyrt þessa firði og séð ljósastýringarnar. Eða hlustað á baulurnar sem ganga út á að fæla fugl og svo hljóðfælur sem ætlað er að fæla burtu þá sem eru efstir í fæðukeðjunni. Með tilheyrandi afleiðingum fyrir lífríkið. Erfðasýni staðfesta eldisupprunann Út er komin skýrsla sem þeir Jóhannes og Snæbjörn Pálsson prófessor í stofnlíffræði gerðu um uppruna sjókvíaeldislaxa. Þetta er frá rannsóknum Laxfiska haustið og veturinn 2023 í ám á Vestfjörðum og Austfjörðum. Þeir stunda rannsóknir á hrygningarþátttöku sjókvíaeldislaxa og erfðablöndun frá þeim löxum við villta laxa í ám á Vestfjörðum og Austfjörðum með stuðningi frá Fiskræktarsjóði og Landsambandi Veiðifélaga. „Í þeim rannsóknum 2023 fengust 30 laxar sem báru einkenni sjókvíaeldislaxa. Vinnsla erfðasýna staðfestir eldisuppruna laxanna og hefur auk þess gert kleift að staðfesta fyrir flesta þeirra úr hvaða sjókvíum þeir sluppu. Af 27 eldislöxum (73-85 sentímetra langir) sem veiddust í Fífustaðadalsá í Arnarfirði þá reyndist einn 84 sentímetra eldislax vera runninn frá slysasleppingu úr kvíum Arnarlax við Haganes í Arnarfirði og 25 þeirra höfðu sloppið úr kví Arctic Fish við Kvígindisdal Í Patreksfirði og voru því hluti af þeirri hamfarasleppingu sem þar átti sér stað í ágúst 2023, en auk þess er erfðasýni frá einum eldislaxanna í Fífustaðadalsá óunnið,“ segir Jóhannes. Jóhannes eltis við eldislaxa í kjölfar hinnar hrikalegu slysasleppingar sem kennd hefur verið við Kvígindisdal. Í nágrannaám Fífustaðadalsár þá veiddust í vöktunarveiðunum 2023 sitthvor eldislaxinn, einn 76 sentímetra langur í Bakkadalsá og einn 81 sentímetra langur í Selárdalsá í Arnarfirði, en þeir höfðu báðir höfðu sloppið úr umræddri kví í Patreksfirði sumarið 2023. Ekki hvort heldur hvenær síðasti villti íslenski laxinn hverfur „Á Austfjörðum hefur um skeið ekki verið fullvaxinn eldislax því slátra þurfti öllum laxi þar sökum þess að veikin blóðþorra greindist í sjókvíaeldinu. Engu að síður veiddist haustið 2023 einn eldislax í hrygningarástandi í Stöðvará í Stöðvarfirði sem enn er unnið að því að rekja frá hvaða sjókvíaeldisaðila er runninn.“ Að sögn Jóhannesar kom fram við vöktunarrannsóknir í Fífustaðadalsá 2023 staðfest að eldislaxar voru að ganga í ána fram á vetur sem enn ein sönnun þess hve slungið verkefni það er að fjarlægja sjókvíaeldislaxa úr ám til að reyna að draga úr erfðablöndun af hálfu þeirra norsku sjókvíaeldisskrímsla. Jóhannes segir einsýnt að með áframhaldandi stefnu þá verði íslenski villti laxastofninn útdauður áður en varir og það þurfi ekki annað en líta til Noregs í því sambandi. Þar eru reglur hertar ár frá ári en aldrei fer neitt uppá við, þrjátíu prósent ánna eru í klessu. Dýr Lax Fiskeldi Sjókvíaeldi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Hann segir að aldrei nokkur tíma verið leyfð, með fullu samþykki og fulltingi Alþingis áður verið leyft að erlendur dýrastofn eyðileggi íslenskan. Sem er þá laxinn. „Þetta er einstakt sem betur fer. En þetta er versta atlaga að íslensku lífríki sem gerð hefur verið af íslensku Alþingi og fyrir hvað? Nokkur störf?“ Jóhannes segir að allt sé undir, ferðamennskan til að mynda. Hann spyr hvort menn hafi keyrt þessa firði og séð ljósastýringarnar. Eða hlustað á baulurnar sem ganga út á að fæla fugl og svo hljóðfælur sem ætlað er að fæla burtu þá sem eru efstir í fæðukeðjunni. Með tilheyrandi afleiðingum fyrir lífríkið. Erfðasýni staðfesta eldisupprunann Út er komin skýrsla sem þeir Jóhannes og Snæbjörn Pálsson prófessor í stofnlíffræði gerðu um uppruna sjókvíaeldislaxa. Þetta er frá rannsóknum Laxfiska haustið og veturinn 2023 í ám á Vestfjörðum og Austfjörðum. Þeir stunda rannsóknir á hrygningarþátttöku sjókvíaeldislaxa og erfðablöndun frá þeim löxum við villta laxa í ám á Vestfjörðum og Austfjörðum með stuðningi frá Fiskræktarsjóði og Landsambandi Veiðifélaga. „Í þeim rannsóknum 2023 fengust 30 laxar sem báru einkenni sjókvíaeldislaxa. Vinnsla erfðasýna staðfestir eldisuppruna laxanna og hefur auk þess gert kleift að staðfesta fyrir flesta þeirra úr hvaða sjókvíum þeir sluppu. Af 27 eldislöxum (73-85 sentímetra langir) sem veiddust í Fífustaðadalsá í Arnarfirði þá reyndist einn 84 sentímetra eldislax vera runninn frá slysasleppingu úr kvíum Arnarlax við Haganes í Arnarfirði og 25 þeirra höfðu sloppið úr kví Arctic Fish við Kvígindisdal Í Patreksfirði og voru því hluti af þeirri hamfarasleppingu sem þar átti sér stað í ágúst 2023, en auk þess er erfðasýni frá einum eldislaxanna í Fífustaðadalsá óunnið,“ segir Jóhannes. Jóhannes eltis við eldislaxa í kjölfar hinnar hrikalegu slysasleppingar sem kennd hefur verið við Kvígindisdal. Í nágrannaám Fífustaðadalsár þá veiddust í vöktunarveiðunum 2023 sitthvor eldislaxinn, einn 76 sentímetra langur í Bakkadalsá og einn 81 sentímetra langur í Selárdalsá í Arnarfirði, en þeir höfðu báðir höfðu sloppið úr umræddri kví í Patreksfirði sumarið 2023. Ekki hvort heldur hvenær síðasti villti íslenski laxinn hverfur „Á Austfjörðum hefur um skeið ekki verið fullvaxinn eldislax því slátra þurfti öllum laxi þar sökum þess að veikin blóðþorra greindist í sjókvíaeldinu. Engu að síður veiddist haustið 2023 einn eldislax í hrygningarástandi í Stöðvará í Stöðvarfirði sem enn er unnið að því að rekja frá hvaða sjókvíaeldisaðila er runninn.“ Að sögn Jóhannesar kom fram við vöktunarrannsóknir í Fífustaðadalsá 2023 staðfest að eldislaxar voru að ganga í ána fram á vetur sem enn ein sönnun þess hve slungið verkefni það er að fjarlægja sjókvíaeldislaxa úr ám til að reyna að draga úr erfðablöndun af hálfu þeirra norsku sjókvíaeldisskrímsla. Jóhannes segir einsýnt að með áframhaldandi stefnu þá verði íslenski villti laxastofninn útdauður áður en varir og það þurfi ekki annað en líta til Noregs í því sambandi. Þar eru reglur hertar ár frá ári en aldrei fer neitt uppá við, þrjátíu prósent ánna eru í klessu.
Dýr Lax Fiskeldi Sjókvíaeldi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent