Þróun ES-30 flugvélarinnar flutt frá Svíþjóð til Kaliforníu Kristján Már Unnarsson skrifar 15. maí 2024 17:44 ES-30 flugvélin teiknuð í litum Icelandair, sem skrifað hefur undir viljayfirlýsingu um kaup á fimm eintökum. Icelandair er aðili að fagráðsvettvangi um þróun flugvélarinnar. Heart Aerospace Sænska flugvélafyrirtækið Heart Aerospace tilkynnti í dag að það hefði ákveðið að flytja hluta af þróunarstarfi vegna þrjátíu sæta tvinn-rafmagnsflugvélar frá Svíþjóð til Bandaríkjanna. Jafnframt hefur félagið hætt við verksmiðjubyggingu í Halmstad en í staðinn ákveðið að reisa rannsóknar- og þróunarmiðstöð í Los Angeles í Kaliforníu. Í tilkynningu félagsins segir að þessi nýja stefnumörkun komi þegar fyrirtækið búi sig núna undir að hefja prófanir á vélbúnaði ES-30 flugvélarinnar. Rannsóknar- og þróunarmiðstöðin í Los Angeles muni einbeita sér að þróun á tvinnhreyflakerfi hennar og annarri lykiltækni. Þá muni fyrirtækið flytja prufueintak, sem búið er að gera af vélinni í fullri stærð, frá Svíþjóð til Bandaríkjanna. Til að leiða miðstöðina hefur Heart Aerospace ráðið Benjamin Stabler, sem meðal annars hefur stýrt vélbúnaðar- og hugbúnaðarteymi hjá SpaceX. Hann hafði áður byggt upp fyrirtækið Parallel Systems, sem þróaði sjálfakandi rafdrifna vöruflutningavagna. Segist Heart Aerospace fá mikla reynslu með komu hans. Flugdrægi ES-30 þykir sniðið að innanlandsleiðum á Norðurlöndunum. Stefnt er að því að hún verði tilbúin í farþegaflug árið 2028.Teikning/Heart Aerospace Anders Forslund, stofnandi og forstjóri Heart Aerospace, segir Los Angeles augljósan kost fyrir rannsóknar- og þróunarmiðstöð fyrirtækisins í ljósi ríkar sögu borgarinnar og Kaliforníu í nýsköpun. Höfuðstöðvar Heart Aerospace verði áfram í Gautaborg. Haft er eftir Forslund að stefnt sé að fyrsta raffluginu á næsta ári og að sótt verði um tegundarvottun árið 2028. ES-30 flugvélin er þróuð fyrir styttri flugleiðir. Gert er ráð fyrir að flugdrægi hennar á rafmagni verði 200 kílómetrar en tvinn-eiginleikar auki drægið upp í 400 kílómetra. Heart Aerospace hefur þegar fengið 250 pantanir í flugvélina, með valréttum og kauprétti fyrir aðrar 120 flugvélar. Þá hefur félagið hefur einnig viljayfirlýsingar um 191 flugvél til viðbótar. Icelandair er í hópi flugfélaga sem skrifað hafa undir viljayfirlýsingu um kaup á vélinni og miðar við að fá fimm slíkar í innanlandsflugið en félagið er aðili að fagráðsvettvangi um þróun hennar. Ráðamenn Icelandair hafa sagt að þeir telji raunhæft að orkuskiptin í farþegafluginu hefjist fyrir lok þessa áratugar, eins og fram kom í þessari frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Svíþjóð Bandaríkin Tækni Orkuskipti Loftslagsmál Icelandair Tengdar fréttir Magnað að sjá bara vatnsgufu úr hreyflinum en enga mengun Stórri farþegaflugvél, sömu gerðar og Icelandair notar í innanlandsfluginu, hefur í fyrsta sinn í sögunni verið flogið á vetni. Fulltrúi Icelandair var viðstaddur þetta tímamótaflug vestanhafs en þetta er meðal þeirra lausna sem félagið skoðar til orkuskipta í fluginu á Íslandi. 7. mars 2023 22:20 Viljayfirlýsing Icelandair gerir ráð fyrir fimm rafknúnum flugvélum Icelandair gerir ráð fyrir að fá fimm rafmagnsflugvélar í innanlandsflugið í viljayfirlýsingu, sem félagið skrifaði undir í síðustu viku. Ráðamenn Icelandair telja raunhæft að orkuskiptin í farþegafluginu hefjist fyrir lok þessa áratugar. 22. september 2022 22:22 Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30 Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Flugu sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Í tilkynningu félagsins segir að þessi nýja stefnumörkun komi þegar fyrirtækið búi sig núna undir að hefja prófanir á vélbúnaði ES-30 flugvélarinnar. Rannsóknar- og þróunarmiðstöðin í Los Angeles muni einbeita sér að þróun á tvinnhreyflakerfi hennar og annarri lykiltækni. Þá muni fyrirtækið flytja prufueintak, sem búið er að gera af vélinni í fullri stærð, frá Svíþjóð til Bandaríkjanna. Til að leiða miðstöðina hefur Heart Aerospace ráðið Benjamin Stabler, sem meðal annars hefur stýrt vélbúnaðar- og hugbúnaðarteymi hjá SpaceX. Hann hafði áður byggt upp fyrirtækið Parallel Systems, sem þróaði sjálfakandi rafdrifna vöruflutningavagna. Segist Heart Aerospace fá mikla reynslu með komu hans. Flugdrægi ES-30 þykir sniðið að innanlandsleiðum á Norðurlöndunum. Stefnt er að því að hún verði tilbúin í farþegaflug árið 2028.Teikning/Heart Aerospace Anders Forslund, stofnandi og forstjóri Heart Aerospace, segir Los Angeles augljósan kost fyrir rannsóknar- og þróunarmiðstöð fyrirtækisins í ljósi ríkar sögu borgarinnar og Kaliforníu í nýsköpun. Höfuðstöðvar Heart Aerospace verði áfram í Gautaborg. Haft er eftir Forslund að stefnt sé að fyrsta raffluginu á næsta ári og að sótt verði um tegundarvottun árið 2028. ES-30 flugvélin er þróuð fyrir styttri flugleiðir. Gert er ráð fyrir að flugdrægi hennar á rafmagni verði 200 kílómetrar en tvinn-eiginleikar auki drægið upp í 400 kílómetra. Heart Aerospace hefur þegar fengið 250 pantanir í flugvélina, með valréttum og kauprétti fyrir aðrar 120 flugvélar. Þá hefur félagið hefur einnig viljayfirlýsingar um 191 flugvél til viðbótar. Icelandair er í hópi flugfélaga sem skrifað hafa undir viljayfirlýsingu um kaup á vélinni og miðar við að fá fimm slíkar í innanlandsflugið en félagið er aðili að fagráðsvettvangi um þróun hennar. Ráðamenn Icelandair hafa sagt að þeir telji raunhæft að orkuskiptin í farþegafluginu hefjist fyrir lok þessa áratugar, eins og fram kom í þessari frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Svíþjóð Bandaríkin Tækni Orkuskipti Loftslagsmál Icelandair Tengdar fréttir Magnað að sjá bara vatnsgufu úr hreyflinum en enga mengun Stórri farþegaflugvél, sömu gerðar og Icelandair notar í innanlandsfluginu, hefur í fyrsta sinn í sögunni verið flogið á vetni. Fulltrúi Icelandair var viðstaddur þetta tímamótaflug vestanhafs en þetta er meðal þeirra lausna sem félagið skoðar til orkuskipta í fluginu á Íslandi. 7. mars 2023 22:20 Viljayfirlýsing Icelandair gerir ráð fyrir fimm rafknúnum flugvélum Icelandair gerir ráð fyrir að fá fimm rafmagnsflugvélar í innanlandsflugið í viljayfirlýsingu, sem félagið skrifaði undir í síðustu viku. Ráðamenn Icelandair telja raunhæft að orkuskiptin í farþegafluginu hefjist fyrir lok þessa áratugar. 22. september 2022 22:22 Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30 Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Flugu sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Magnað að sjá bara vatnsgufu úr hreyflinum en enga mengun Stórri farþegaflugvél, sömu gerðar og Icelandair notar í innanlandsfluginu, hefur í fyrsta sinn í sögunni verið flogið á vetni. Fulltrúi Icelandair var viðstaddur þetta tímamótaflug vestanhafs en þetta er meðal þeirra lausna sem félagið skoðar til orkuskipta í fluginu á Íslandi. 7. mars 2023 22:20
Viljayfirlýsing Icelandair gerir ráð fyrir fimm rafknúnum flugvélum Icelandair gerir ráð fyrir að fá fimm rafmagnsflugvélar í innanlandsflugið í viljayfirlýsingu, sem félagið skrifaði undir í síðustu viku. Ráðamenn Icelandair telja raunhæft að orkuskiptin í farþegafluginu hefjist fyrir lok þessa áratugar. 22. september 2022 22:22
Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30
Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent