Segir arðgreiðslur ÁTVR hafa lækkað um 400 milljónir vegna netsölu Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 17. maí 2024 07:45 Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR, segir að á síðasta ári hafi mátt sjá áþreifanlegar breytingar í rekstrarumhverfi ÁTVR. ÁTVR/Vísir/Vilhelm Blikur eru á lofti í rekstri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Þetta segir Ívar J. Arndal forstjóri í nýútkominni ársskýrslu. Hann segir að á síðasta ári hafi mátt sjá áþreifanlegar breytingar í rekstrarumhverfinu og að þar vegi þyngst ólögleg netsala áfengis og mikill samdráttur í tóbakssölu. Þá bendir hann á að hlutfall ÁTVR af greiddum áfengisgjöldum hafi lækkað úr tæpum 78 prósentum niður í 68 prósent á árinu og segir Ívar rökrétt að álykta að þetta sé vegna netsölu áfengis. Afleiðingarnar séu þær að arðgreiðsla ÁTVR í ríkissjóð lækkar um 400 milljónir króna. Ívar segir að netverslanir hafi sprottið upp hér á landi og að með einföldum hætti megi finna á þriðja tug verslana sem selji og afhendi áfengi ólöglega beint af innlendum lager til neytenda. „Hefur ÁTVR fengið upplýsingar um að m.a. ungmenni undir lögaldri, nýkomin með bílpróf, keyri áfengið út til jafnaldra sinna sem segja að það hafi aldrei verið auðveldara en nú að nálgast áfengi. Þá eru áfengisverslanir eða "afhendingarstaðir" áfengis farnir að spretta upp víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Ívar. Forstjórinn fullyrðir ennfremur að verði ekkert gert í þeim málum verði að skera niður þjónustu ÁTVR á næstu árum svo ekki komi til hallareksturs. Ívar gagnrýnir lögregluna einnig í pistli sínum og segir að fjögur ár séu nú liðin síðan stofnunin kærði netsölu áfengis til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Enn hafa engin svör borist frá lögreglunni og segist hann ekki trúa öðru en að von sé á niðurstöðu á næstu vikum, annað sé óásættanlegt. En það er ekki bara áfengissalan sem dregst saman, vinsældir nikótínpúða, sem ekki bera tóbaksgjald hafa verið slíkar að þeir hafa tekið yfir markaðinn og ef svo fer fram sem horfir muni framleiðslu á íslenska neftóbakinu verða hætt, segir Ívar J. Arndal forstjóri ÁTVR. Hér má lesa pistil forstjórans í heild sinni. Áfengi og tóbak Verslun Netverslun með áfengi Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Þetta segir Ívar J. Arndal forstjóri í nýútkominni ársskýrslu. Hann segir að á síðasta ári hafi mátt sjá áþreifanlegar breytingar í rekstrarumhverfinu og að þar vegi þyngst ólögleg netsala áfengis og mikill samdráttur í tóbakssölu. Þá bendir hann á að hlutfall ÁTVR af greiddum áfengisgjöldum hafi lækkað úr tæpum 78 prósentum niður í 68 prósent á árinu og segir Ívar rökrétt að álykta að þetta sé vegna netsölu áfengis. Afleiðingarnar séu þær að arðgreiðsla ÁTVR í ríkissjóð lækkar um 400 milljónir króna. Ívar segir að netverslanir hafi sprottið upp hér á landi og að með einföldum hætti megi finna á þriðja tug verslana sem selji og afhendi áfengi ólöglega beint af innlendum lager til neytenda. „Hefur ÁTVR fengið upplýsingar um að m.a. ungmenni undir lögaldri, nýkomin með bílpróf, keyri áfengið út til jafnaldra sinna sem segja að það hafi aldrei verið auðveldara en nú að nálgast áfengi. Þá eru áfengisverslanir eða "afhendingarstaðir" áfengis farnir að spretta upp víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Ívar. Forstjórinn fullyrðir ennfremur að verði ekkert gert í þeim málum verði að skera niður þjónustu ÁTVR á næstu árum svo ekki komi til hallareksturs. Ívar gagnrýnir lögregluna einnig í pistli sínum og segir að fjögur ár séu nú liðin síðan stofnunin kærði netsölu áfengis til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Enn hafa engin svör borist frá lögreglunni og segist hann ekki trúa öðru en að von sé á niðurstöðu á næstu vikum, annað sé óásættanlegt. En það er ekki bara áfengissalan sem dregst saman, vinsældir nikótínpúða, sem ekki bera tóbaksgjald hafa verið slíkar að þeir hafa tekið yfir markaðinn og ef svo fer fram sem horfir muni framleiðslu á íslenska neftóbakinu verða hætt, segir Ívar J. Arndal forstjóri ÁTVR. Hér má lesa pistil forstjórans í heild sinni.
Áfengi og tóbak Verslun Netverslun með áfengi Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira