Rannsóknir á söfnum skapa dýrmæta þekkingu Arndís Bergsdóttr skrifar 17. maí 2024 13:01 Í tilefni Alþjóðlega safnadagsins 18. maí, sem í ár er tileinkaður rannsóknum og fræðslu, er mikilvægt að brýna hlutverk safna. Söfn eru ekki aðeins vörslumenn menningar- og náttúruarfleifðar, heldur einnig virkir þátttakendur í fræðslu og ábyrgri nýsköpun. Þessi dagur kallar á ígrundun um hlutverk safna í nútímasamfélagi sem stendur frammi fyrir fjölmörgum áskorunum, þar á meðal loftslagsbreytingum og þverrandi líffræðilegum fjölbreytileika, auk vaxandi kynþáttahyggju og fordómum gagnvart fjölmenningu. Lengi vel hafa söfn verið álitin staðir sem varðveita minjar um menningu, og nátturu fortíðar, en þau eru jafnframt mikilvæg miðstöðvar rannsókna sem geta haft djúpstæð áhrif á framtíðina. Með því að rannsaka samskipti mannkyns við náttúruna og hvernig menning mótast af ríkjandi hugmyndum og umhverfinu, geta söfn skapað dýrmæta þekkingu um hvernig best sé að takast á við núverandi vandamál og áskoranir framtíðar. Á Alþjóðlega safnadeginum í ár er sérstök áhersla lögð á mikilvægi rannsókna og fræðslu í safnastarfi. Rannsóknasetur í safnafræðum, sem sameinar fræða- og safnafólk, er hlekkur í þessari þróun. Setrið er vettvangur samstarfs þar sem akademískar rannsóknir, rannsóknarsýningar safna, listir og fagleg ástundun mætast. Slíkur samtakamáttur opnar nýja möguleika og leiðir til nýsköpunar sem ekki aðeins örvar skilning og styrkir þjálfun safnafólks framtíðarinnar, heldur eflir söfn sem lifandi miðstöðvar þar sem fram fara mikilvægar umræður um sjálfbærni og menningarlegan skilning. Á þessum tímamótum, þegar við tökumst á við áskoranir samtímans, er mikilvægt að eigendur safna, sem eru samfélagið, ríki og sveitarfélögin, geri þeim kleift að grípa þetta tækifæri. Með því að nýta sér kraftinn sem felst í rannsóknum og fræðslu, geta söfn orðið þýðingarmiklar í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, útrýmingu tegunda og í leitinni að réttlátari heimi. Safnadagurinn er því ekki aðeins dagur til að heiðra fortíðina, heldur einnig tækifæri til að móta framtíðina. Á þessum degi er okkur öllum boðið að taka þátt í að endurskilgreina og styrkja þátt safna í að byggja brú milli fortíðar, nútíðar og framtíðar, og tryggja að þau séu áfram miðstöðvar þekkingar, menningar og nýsköpunar. Höfundur er aðjúnkt í safnafræði, framkvæmdastýra Rannsóknaseturs í Safnafræðum, ritstýra Nordisk Museologi og rannsóknasérfræðingur hjá ROCS rannsóknasetrinu, Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Skoðun Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Í tilefni Alþjóðlega safnadagsins 18. maí, sem í ár er tileinkaður rannsóknum og fræðslu, er mikilvægt að brýna hlutverk safna. Söfn eru ekki aðeins vörslumenn menningar- og náttúruarfleifðar, heldur einnig virkir þátttakendur í fræðslu og ábyrgri nýsköpun. Þessi dagur kallar á ígrundun um hlutverk safna í nútímasamfélagi sem stendur frammi fyrir fjölmörgum áskorunum, þar á meðal loftslagsbreytingum og þverrandi líffræðilegum fjölbreytileika, auk vaxandi kynþáttahyggju og fordómum gagnvart fjölmenningu. Lengi vel hafa söfn verið álitin staðir sem varðveita minjar um menningu, og nátturu fortíðar, en þau eru jafnframt mikilvæg miðstöðvar rannsókna sem geta haft djúpstæð áhrif á framtíðina. Með því að rannsaka samskipti mannkyns við náttúruna og hvernig menning mótast af ríkjandi hugmyndum og umhverfinu, geta söfn skapað dýrmæta þekkingu um hvernig best sé að takast á við núverandi vandamál og áskoranir framtíðar. Á Alþjóðlega safnadeginum í ár er sérstök áhersla lögð á mikilvægi rannsókna og fræðslu í safnastarfi. Rannsóknasetur í safnafræðum, sem sameinar fræða- og safnafólk, er hlekkur í þessari þróun. Setrið er vettvangur samstarfs þar sem akademískar rannsóknir, rannsóknarsýningar safna, listir og fagleg ástundun mætast. Slíkur samtakamáttur opnar nýja möguleika og leiðir til nýsköpunar sem ekki aðeins örvar skilning og styrkir þjálfun safnafólks framtíðarinnar, heldur eflir söfn sem lifandi miðstöðvar þar sem fram fara mikilvægar umræður um sjálfbærni og menningarlegan skilning. Á þessum tímamótum, þegar við tökumst á við áskoranir samtímans, er mikilvægt að eigendur safna, sem eru samfélagið, ríki og sveitarfélögin, geri þeim kleift að grípa þetta tækifæri. Með því að nýta sér kraftinn sem felst í rannsóknum og fræðslu, geta söfn orðið þýðingarmiklar í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, útrýmingu tegunda og í leitinni að réttlátari heimi. Safnadagurinn er því ekki aðeins dagur til að heiðra fortíðina, heldur einnig tækifæri til að móta framtíðina. Á þessum degi er okkur öllum boðið að taka þátt í að endurskilgreina og styrkja þátt safna í að byggja brú milli fortíðar, nútíðar og framtíðar, og tryggja að þau séu áfram miðstöðvar þekkingar, menningar og nýsköpunar. Höfundur er aðjúnkt í safnafræði, framkvæmdastýra Rannsóknaseturs í Safnafræðum, ritstýra Nordisk Museologi og rannsóknasérfræðingur hjá ROCS rannsóknasetrinu, Háskóla Íslands.
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun