Sagan sem verður að segja Drífa Snædal skrifar 17. maí 2024 12:30 Það er komin vika síðan Blessing, Mary og Esther voru handteknar eins og glæpamenn hent í fangelsi að Hólmsheiði, neitað um heimsóknir (jafnvel presta og sálfræðinga) og síðan neyddar úr landi ásamt öðrum manni frá Nígeríu á mánudeginum. Þær eru að flýja mansal (skipulagðar nauðganir er reyndar réttnefni) sem þær voru hnepptar í árum saman. Það er þeirra glæpur. Þær voru búnar að vera hér í mörg ár, stunda íslenskunám, eignast vini og reyna þrátt fyrir óörugga stöðu að vinna úr röð áfalla. Blessing var veik, þurfti á blóðgjöf að halda og utanumhaldi síðustu vikur, fyrir því var læknisvottorð frá Landspítalanum. Hópur Íslendinga sem er ekki sama um þær hafa síðan reynt að afla upplýsinga og vera þeim til aðstoðar. Það er nefninlega þannig að þær voru skildar eftir á flugvellinum í Lagos, án skilríkja, án peninga og án bjargráða. Þannig förum við með mansalsþolendur og þetta þarf þjóðin að vita. Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir fengum við ekki að vita hvert þær yrðu sendar eða hvenær þær myndu lenda fyrr en um tveim tímum fyrir lendingu í Nígeríu. Við áttum því erfitt með að finna einhvern til að taka á móti þeim þó það hafi verið reynt. Eftir mikil og flókin samskipti var hægt að panta fyrir þær gistiaðstöðu í Lagos. Þær eru hræddar, óttast um öryggi sitt, svangar og í áfalli. Nú reynum við af öllum mætti að finna handa þeim athvarf í gegnum alþjóðlegt net kvenna sem berjast gegn ofbeldi. Við vitum ekki hvort það gangi en erum á þessari stundu nokkuð vongóð. Næstu dagar skera úr um það. Það er nefninlega ekki þannig að þegar við hendum fólki úr landi eins og einhverju rusli að þar með sé sagan búin. Framkoma okkar hefur afleiðingar þó við fréttum ekki endilega af því. Grimmd íslenska ríkisins gagnvart þessum konum er eitthvað sem ég á erfitt með að skilja. Ekki nóg með að koma fram við þær eins og glæpamenn heldur virðist ekkert hafa verið gert til að tryggja öryggi þeirra, ekki svo mikið sem haft samband við hjálparsamtök þarna úti. Stjórnmálafólki þykir þetta frekar miður og jafnvel sárt, en þetta er manngerður vandi og ég kalla fólk í valdastöðum til ábyrgðar. Fólk sem hefur samþykkt meiri hörku, neitað mansalsþolendum um skjól og fólk sem framkvæmir hörkuna án þess að blikna. Á sama tíma fylgjumst við með forsetafrabjóðendum ræða mannréttindi, lýðræði og umburðalyndi. Það er svo mikilvægt. Enginn þeirra hefur fordæmt þessar aðgerðir. Þetta er eins og að búa í hliðarveruleika við grimmdina. Ég fer fram á að mál Esther, Mary og Blessing falli ekki í gleymsku, ég fer fram á að við aðstoðum þær og reynum að draga úr skaðanum og ég fer fram á að fólk í valdastöðum geti ekki bara hrist þetta af sér eins og einhver óþægindi heldur verður gert ábyrgt fyrir grimmdinni. Höfundur er talskona Stígamóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mansal Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Það er komin vika síðan Blessing, Mary og Esther voru handteknar eins og glæpamenn hent í fangelsi að Hólmsheiði, neitað um heimsóknir (jafnvel presta og sálfræðinga) og síðan neyddar úr landi ásamt öðrum manni frá Nígeríu á mánudeginum. Þær eru að flýja mansal (skipulagðar nauðganir er reyndar réttnefni) sem þær voru hnepptar í árum saman. Það er þeirra glæpur. Þær voru búnar að vera hér í mörg ár, stunda íslenskunám, eignast vini og reyna þrátt fyrir óörugga stöðu að vinna úr röð áfalla. Blessing var veik, þurfti á blóðgjöf að halda og utanumhaldi síðustu vikur, fyrir því var læknisvottorð frá Landspítalanum. Hópur Íslendinga sem er ekki sama um þær hafa síðan reynt að afla upplýsinga og vera þeim til aðstoðar. Það er nefninlega þannig að þær voru skildar eftir á flugvellinum í Lagos, án skilríkja, án peninga og án bjargráða. Þannig förum við með mansalsþolendur og þetta þarf þjóðin að vita. Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir fengum við ekki að vita hvert þær yrðu sendar eða hvenær þær myndu lenda fyrr en um tveim tímum fyrir lendingu í Nígeríu. Við áttum því erfitt með að finna einhvern til að taka á móti þeim þó það hafi verið reynt. Eftir mikil og flókin samskipti var hægt að panta fyrir þær gistiaðstöðu í Lagos. Þær eru hræddar, óttast um öryggi sitt, svangar og í áfalli. Nú reynum við af öllum mætti að finna handa þeim athvarf í gegnum alþjóðlegt net kvenna sem berjast gegn ofbeldi. Við vitum ekki hvort það gangi en erum á þessari stundu nokkuð vongóð. Næstu dagar skera úr um það. Það er nefninlega ekki þannig að þegar við hendum fólki úr landi eins og einhverju rusli að þar með sé sagan búin. Framkoma okkar hefur afleiðingar þó við fréttum ekki endilega af því. Grimmd íslenska ríkisins gagnvart þessum konum er eitthvað sem ég á erfitt með að skilja. Ekki nóg með að koma fram við þær eins og glæpamenn heldur virðist ekkert hafa verið gert til að tryggja öryggi þeirra, ekki svo mikið sem haft samband við hjálparsamtök þarna úti. Stjórnmálafólki þykir þetta frekar miður og jafnvel sárt, en þetta er manngerður vandi og ég kalla fólk í valdastöðum til ábyrgðar. Fólk sem hefur samþykkt meiri hörku, neitað mansalsþolendum um skjól og fólk sem framkvæmir hörkuna án þess að blikna. Á sama tíma fylgjumst við með forsetafrabjóðendum ræða mannréttindi, lýðræði og umburðalyndi. Það er svo mikilvægt. Enginn þeirra hefur fordæmt þessar aðgerðir. Þetta er eins og að búa í hliðarveruleika við grimmdina. Ég fer fram á að mál Esther, Mary og Blessing falli ekki í gleymsku, ég fer fram á að við aðstoðum þær og reynum að draga úr skaðanum og ég fer fram á að fólk í valdastöðum geti ekki bara hrist þetta af sér eins og einhver óþægindi heldur verður gert ábyrgt fyrir grimmdinni. Höfundur er talskona Stígamóta.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun