Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar, en þar segir einnig að allir á vettvangi hafi afþakkað aðstoð lögreglu.
Greint er frá fleiri málum í dagbókinni, meðal annars öðrum slagsmálum í miðbæ Reykjavíkur sem lögreglunni var tilkynnt um klukkan hálfþrjú. Þegar lögregla kom á vettvang í því máli bentu vitni á meintan upphafsmann slagsmálanna sem var handtekinn og færður á lögreglustöð.
Þegar klukkan var nýgengin tvö var lögreglu tilkynnt um æstan einstakling á matsölustað. Fram kemur að þessi einstaklingur hafi gefið upp ranga kennitölu og hafi neitað að segja til nafns. Þá hafi hann verið með ógnandi tilburði í garð starfsfólks
Við komu á lögreglustöð, að því sem fram kemur í dagbókinni, kom í ljós að einstaklingurinn væri sautján ára gamall. Í kjölfarið komu foreldrar hans og sóttu.
Klukkan hálftvö var lögreglu tilkynnt um eld í póstkassa í fjölbýlishúsi. Lögreglunni tókst að slökkva eldinn án aðkomu slökkviliðs, en sameignin hafði fyllst af reyk. Slökkviliðið kom síðan á vettvang skömmu og aðstoðaði við reykræstingu.