Formaður húsfélagsins Guðmundur Andri Thorsson skrifar 18. maí 2024 17:00 Það að kjósa sér forseta er ekki eins og að kjósa í Júróvisjon, þar sem við látum stundum stjórnast af nýjungagirni og vonum svo það besta um að sigurvegarinn spjari sig. Það þarf að vega og meta það hvernig fólk muni valda þessu sérstaka starfi, til dæmis með því að ímynda sér það sem talsmann og fulltrúa landsins á alþjóðavettvangi eða á erfiðum stundum í lífi þjóðarinnar þegar þarf að finna rétt orð og sýna rétt viðmót – eða í því hlutverki að takast á við stjórnarkreppur þar sem þarf að leiða saman ólík öfl til að stjórna landinu. Við höfum fylgst með Katrínu Jakobsdóttur í öllum þessum hlutverkum og öll hefur hún leyst framúrskarandi vel af hendi. Stjórnarskráin mætti vera skýrari þegar kemur að valdsviði og hlutverki forseta Íslands. Í covid-faraldrinum sýndi Katrín að hún skilur valdmörk og virðir þau. Það er gríðarlega mikilsverður eiginleiki í þessu embætti. Hún hefur um leið til að bera myndugleik og reynslu sem stjórnmálamenn bera virðingu fyrir. Íslenskt samfélag er stundum eins og húsfélag í fjölbýlishúsi þar sem þarf til dæmis að taka ákvarðanir um litinn á þakinu. Hjónin í íbúð 3.B eru alveg hörð á rauða litnum en karlinn á 4.C má ekki heyra á annað minnst en bláan lit. Þá er mikilvægt að í hópnum sé manneskja sem getur þokað málum áfram, sætt sjónarmið og leitt fram niðurstöðu sem almestu þrasararnir geta lifað með. Þegar við horfum yfir þann glæsilega hóp sem nú er í framboði til embættis forseta þá er vel hægt að sjá fyrir sér vænlega kosti, fólk sem bæði hefur til að bera myndugleik til að taka af skarið en kann líka að hlusta og skapa gott andrúmsloft kringum sig. En sjálfur ætla ég að kjósa Katrínu Jakobsdóttur sem formann húsfélagsins í ár. Höfundur er rithöfundur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Það að kjósa sér forseta er ekki eins og að kjósa í Júróvisjon, þar sem við látum stundum stjórnast af nýjungagirni og vonum svo það besta um að sigurvegarinn spjari sig. Það þarf að vega og meta það hvernig fólk muni valda þessu sérstaka starfi, til dæmis með því að ímynda sér það sem talsmann og fulltrúa landsins á alþjóðavettvangi eða á erfiðum stundum í lífi þjóðarinnar þegar þarf að finna rétt orð og sýna rétt viðmót – eða í því hlutverki að takast á við stjórnarkreppur þar sem þarf að leiða saman ólík öfl til að stjórna landinu. Við höfum fylgst með Katrínu Jakobsdóttur í öllum þessum hlutverkum og öll hefur hún leyst framúrskarandi vel af hendi. Stjórnarskráin mætti vera skýrari þegar kemur að valdsviði og hlutverki forseta Íslands. Í covid-faraldrinum sýndi Katrín að hún skilur valdmörk og virðir þau. Það er gríðarlega mikilsverður eiginleiki í þessu embætti. Hún hefur um leið til að bera myndugleik og reynslu sem stjórnmálamenn bera virðingu fyrir. Íslenskt samfélag er stundum eins og húsfélag í fjölbýlishúsi þar sem þarf til dæmis að taka ákvarðanir um litinn á þakinu. Hjónin í íbúð 3.B eru alveg hörð á rauða litnum en karlinn á 4.C má ekki heyra á annað minnst en bláan lit. Þá er mikilvægt að í hópnum sé manneskja sem getur þokað málum áfram, sætt sjónarmið og leitt fram niðurstöðu sem almestu þrasararnir geta lifað með. Þegar við horfum yfir þann glæsilega hóp sem nú er í framboði til embættis forseta þá er vel hægt að sjá fyrir sér vænlega kosti, fólk sem bæði hefur til að bera myndugleik til að taka af skarið en kann líka að hlusta og skapa gott andrúmsloft kringum sig. En sjálfur ætla ég að kjósa Katrínu Jakobsdóttur sem formann húsfélagsins í ár. Höfundur er rithöfundur
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun