Formaður húsfélagsins Guðmundur Andri Thorsson skrifar 18. maí 2024 17:00 Það að kjósa sér forseta er ekki eins og að kjósa í Júróvisjon, þar sem við látum stundum stjórnast af nýjungagirni og vonum svo það besta um að sigurvegarinn spjari sig. Það þarf að vega og meta það hvernig fólk muni valda þessu sérstaka starfi, til dæmis með því að ímynda sér það sem talsmann og fulltrúa landsins á alþjóðavettvangi eða á erfiðum stundum í lífi þjóðarinnar þegar þarf að finna rétt orð og sýna rétt viðmót – eða í því hlutverki að takast á við stjórnarkreppur þar sem þarf að leiða saman ólík öfl til að stjórna landinu. Við höfum fylgst með Katrínu Jakobsdóttur í öllum þessum hlutverkum og öll hefur hún leyst framúrskarandi vel af hendi. Stjórnarskráin mætti vera skýrari þegar kemur að valdsviði og hlutverki forseta Íslands. Í covid-faraldrinum sýndi Katrín að hún skilur valdmörk og virðir þau. Það er gríðarlega mikilsverður eiginleiki í þessu embætti. Hún hefur um leið til að bera myndugleik og reynslu sem stjórnmálamenn bera virðingu fyrir. Íslenskt samfélag er stundum eins og húsfélag í fjölbýlishúsi þar sem þarf til dæmis að taka ákvarðanir um litinn á þakinu. Hjónin í íbúð 3.B eru alveg hörð á rauða litnum en karlinn á 4.C má ekki heyra á annað minnst en bláan lit. Þá er mikilvægt að í hópnum sé manneskja sem getur þokað málum áfram, sætt sjónarmið og leitt fram niðurstöðu sem almestu þrasararnir geta lifað með. Þegar við horfum yfir þann glæsilega hóp sem nú er í framboði til embættis forseta þá er vel hægt að sjá fyrir sér vænlega kosti, fólk sem bæði hefur til að bera myndugleik til að taka af skarið en kann líka að hlusta og skapa gott andrúmsloft kringum sig. En sjálfur ætla ég að kjósa Katrínu Jakobsdóttur sem formann húsfélagsins í ár. Höfundur er rithöfundur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Það að kjósa sér forseta er ekki eins og að kjósa í Júróvisjon, þar sem við látum stundum stjórnast af nýjungagirni og vonum svo það besta um að sigurvegarinn spjari sig. Það þarf að vega og meta það hvernig fólk muni valda þessu sérstaka starfi, til dæmis með því að ímynda sér það sem talsmann og fulltrúa landsins á alþjóðavettvangi eða á erfiðum stundum í lífi þjóðarinnar þegar þarf að finna rétt orð og sýna rétt viðmót – eða í því hlutverki að takast á við stjórnarkreppur þar sem þarf að leiða saman ólík öfl til að stjórna landinu. Við höfum fylgst með Katrínu Jakobsdóttur í öllum þessum hlutverkum og öll hefur hún leyst framúrskarandi vel af hendi. Stjórnarskráin mætti vera skýrari þegar kemur að valdsviði og hlutverki forseta Íslands. Í covid-faraldrinum sýndi Katrín að hún skilur valdmörk og virðir þau. Það er gríðarlega mikilsverður eiginleiki í þessu embætti. Hún hefur um leið til að bera myndugleik og reynslu sem stjórnmálamenn bera virðingu fyrir. Íslenskt samfélag er stundum eins og húsfélag í fjölbýlishúsi þar sem þarf til dæmis að taka ákvarðanir um litinn á þakinu. Hjónin í íbúð 3.B eru alveg hörð á rauða litnum en karlinn á 4.C má ekki heyra á annað minnst en bláan lit. Þá er mikilvægt að í hópnum sé manneskja sem getur þokað málum áfram, sætt sjónarmið og leitt fram niðurstöðu sem almestu þrasararnir geta lifað með. Þegar við horfum yfir þann glæsilega hóp sem nú er í framboði til embættis forseta þá er vel hægt að sjá fyrir sér vænlega kosti, fólk sem bæði hefur til að bera myndugleik til að taka af skarið en kann líka að hlusta og skapa gott andrúmsloft kringum sig. En sjálfur ætla ég að kjósa Katrínu Jakobsdóttur sem formann húsfélagsins í ár. Höfundur er rithöfundur
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun