„Ef við þolum þann þrýsting sem verður í Grikklandi eigum við skilið að verða Evrópumeistarar“ Andri Már Eggertsson skrifar 18. maí 2024 19:25 Björgvin Páll Gústavsson í leik dagsins gegn Olympiacos Vísir/Pawel Cieslikiewicz Valur vann fjögurra marka sigur 30-26 gegn Olympiacos í úrslitaleik Evrópubikarsins á Hlíðarenda. Björgvin Páll Gústavsson, markmaður Vals, var ánægður með sigurinn en var með báðar fætur niður á jörðinni þar sem liðin eiga eftir að mætast í Grikklandi. „Þetta var risaleikur og það var stútfullt hús. Að ná fjögurra marka sigri var frábært og við vildum vinna þennan leik,“ sagði Björgvin Páll í samtali við Vísi eftir leik. Staðan var jöfn í hálfleik 14-14 og Björgvin viðurkenndi að það vantaði ýmislegt upp á í leik Vals í fyrri hálfleik. „Þetta var bras í byrjun. Þeir spiluðu góða vörn. Ég hefði viljað klukka nokkra bolta í upphafi sem hefði gert lífið okkar auðveldara en þeir spiluðu leikinn ógeðslega vel. Að hafa náð að skila þessu í hús var fallegt en leikurinn þróaðist eins og við vildum þar sem við náðum að halda hraðanum uppi sem skilaði sér.“ Valsmenn tóku úr handbremsu í síðari hálfleik og spiluðu betri vörn ásamt því fór Björgvin að verja fleiri bolta sem skilaði sér í auðveldum mörkum. „Þegar seinni hálfleikur byrjaði fann maður orkuna í húsinu og maður fann að þeir voru aðeins þreyttari og fóru að skjóta verr. Maður fann orkuna í húsinu magnast og þegar allt var orðið vitlaust undir lokin þá var ekki aftur snúið.“ Björgvin var afar ánægður með einbeitinguna í liðinu þar sem hvert mark telur í einvíginu og Savvas Savvas, leikmaður Olympiacos, átti síðasta skotið sem fór í stöngina og út. „Þetta var skák og maður tók eftir því. Óskar [Bjarni Óskarsson] og Anton [Rúnarsson] voru að bregðast vel við á bekknum. Þetta var flókin viðureign og það var skák í þessu sem skilaði því að við enduðum á að vinna með fjórum mörkum en það leit ekki þannig út í byrjun.“ „Síðasta skotið fór í bakið á mér líka, þannig að ég tel þetta sem varinn bolta líka. Það er stutt á milli í þessu. Þegar við mætum í 10.000 manna höll í Grikklandi getum við ekki mætt með það hugarfar að við séum með fjögur mörk á bakinu. Við þurfum að fara í leikinn til þess að vinna hann og við höfum unnið alla þrettán leikina sem við höfum spilað í þessari keppni.“ N1-höllin var smekkfull af fólki og það var frábær stemning og Björgvin var mjög þakklátur fyrir stuðninginn sem liðið fékk. „Ég kom hingað í morgun að kíkja á skiltin og þá fann maður strax orkuna í húsinu. Ég sá fólk koma inn í sal mjög snemma í upphitun og maður fann fyrir orkunni í stúkunni. Ekki bara Valsarar heldur allt fólkið sem var tilbúið að styðja okkur í þessu rugli og ég er ótrúlega þakklátur fyrir þann stuðning.“ Var þetta góð generalprufa fyrir liðið sem mun spila í körfuboltahöll þar sem Olympiacos færði leikinn til að fá sem flesta Grikki til þess að mæta. „Heldur betur. Þeir fylltu alltaf þessa drasl höll með ógeðslega klefa og ég spilaði með landsliðinu þar um daginn. Þeir uppfærðu sig í stærri höll og mér skilst að þeir hafi aftur breytt um íþróttahús og farið í 10.000 manna körfuboltahöll. Það verður alvöru þrýstingur og ef við þolum þann þrýsting eigum við skilið að verða Evrópumeistarar,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson að lokum. Valur EHF-bikarinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Sjá meira
„Þetta var risaleikur og það var stútfullt hús. Að ná fjögurra marka sigri var frábært og við vildum vinna þennan leik,“ sagði Björgvin Páll í samtali við Vísi eftir leik. Staðan var jöfn í hálfleik 14-14 og Björgvin viðurkenndi að það vantaði ýmislegt upp á í leik Vals í fyrri hálfleik. „Þetta var bras í byrjun. Þeir spiluðu góða vörn. Ég hefði viljað klukka nokkra bolta í upphafi sem hefði gert lífið okkar auðveldara en þeir spiluðu leikinn ógeðslega vel. Að hafa náð að skila þessu í hús var fallegt en leikurinn þróaðist eins og við vildum þar sem við náðum að halda hraðanum uppi sem skilaði sér.“ Valsmenn tóku úr handbremsu í síðari hálfleik og spiluðu betri vörn ásamt því fór Björgvin að verja fleiri bolta sem skilaði sér í auðveldum mörkum. „Þegar seinni hálfleikur byrjaði fann maður orkuna í húsinu og maður fann að þeir voru aðeins þreyttari og fóru að skjóta verr. Maður fann orkuna í húsinu magnast og þegar allt var orðið vitlaust undir lokin þá var ekki aftur snúið.“ Björgvin var afar ánægður með einbeitinguna í liðinu þar sem hvert mark telur í einvíginu og Savvas Savvas, leikmaður Olympiacos, átti síðasta skotið sem fór í stöngina og út. „Þetta var skák og maður tók eftir því. Óskar [Bjarni Óskarsson] og Anton [Rúnarsson] voru að bregðast vel við á bekknum. Þetta var flókin viðureign og það var skák í þessu sem skilaði því að við enduðum á að vinna með fjórum mörkum en það leit ekki þannig út í byrjun.“ „Síðasta skotið fór í bakið á mér líka, þannig að ég tel þetta sem varinn bolta líka. Það er stutt á milli í þessu. Þegar við mætum í 10.000 manna höll í Grikklandi getum við ekki mætt með það hugarfar að við séum með fjögur mörk á bakinu. Við þurfum að fara í leikinn til þess að vinna hann og við höfum unnið alla þrettán leikina sem við höfum spilað í þessari keppni.“ N1-höllin var smekkfull af fólki og það var frábær stemning og Björgvin var mjög þakklátur fyrir stuðninginn sem liðið fékk. „Ég kom hingað í morgun að kíkja á skiltin og þá fann maður strax orkuna í húsinu. Ég sá fólk koma inn í sal mjög snemma í upphitun og maður fann fyrir orkunni í stúkunni. Ekki bara Valsarar heldur allt fólkið sem var tilbúið að styðja okkur í þessu rugli og ég er ótrúlega þakklátur fyrir þann stuðning.“ Var þetta góð generalprufa fyrir liðið sem mun spila í körfuboltahöll þar sem Olympiacos færði leikinn til að fá sem flesta Grikki til þess að mæta. „Heldur betur. Þeir fylltu alltaf þessa drasl höll með ógeðslega klefa og ég spilaði með landsliðinu þar um daginn. Þeir uppfærðu sig í stærri höll og mér skilst að þeir hafi aftur breytt um íþróttahús og farið í 10.000 manna körfuboltahöll. Það verður alvöru þrýstingur og ef við þolum þann þrýsting eigum við skilið að verða Evrópumeistarar,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson að lokum.
Valur EHF-bikarinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Sjá meira