
EHF-bikarinn

Valskonur fá seinni leikinn heima
Seinni leikur Vals og Conservas Orbe Zendal Bm Porrino í úrslitum EHF-bikars kvenna í handbolta fer fram á Hlíðarenda.

Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn
Óvissa ríkir um einvígi Partizan frá Belgrad og AEK frá Aþenu í 8-liða úrslitum EHF-bikarsins í handbolta. Seinni leik liðanna, sem spila átti í Serbíu í gær, var frestað eftir að stuðningsmenn Partizan köstuðu reykblysum inn á völlinn í höllinni.

„Okkar besti leikur á tímabilinu“
„Ég held að við getum sagt það að við erum sennilega að spila okkar besta leik á tímabilinu,“ sagði Ágúst Jóhannesson, þjálfari Vals eftir að lið hans tryggði sig inn í úrslitaeinvígið um Evrópubikarinn með stórsigri í kvöld á liðinu Iuventa Michalovce.

„Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“
„Vá þetta var geðveikt! Ég bara bjóst aldrei við þessu að við myndum bara taka þær með tíu á heimavelli,“ sagði Þórey Anna Ásgeirsdóttir, hornamaður Vals, eftir glæsilegan tíu marka sigur á Iuventa Michalovce frá Slóvakíu í síðari leik liðanna í undanúrslitum Evrópubikarsins.

Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Valskonur eru komnar í úrslitaeinvígið um Evrópubikarinn, fyrst íslenskra liða, eftir glæsilegan tíu marka sigur á Slóvakíska liðinu Iuventa Michalovce að Hlíðarenda í kvöld.

„Getum brotið blað í sögu handboltans“
Valskonur og þjálfarinn Ágúst Jóhannsson eru staðráðin í að skrá sig í sögubækurnar í dag með því að komast í úrslit EHF-bikarsins í handbolta í dag. Ágúst segir skipta sköpum að fólk fjölmenni á Hlíðarenda til að hjálpa Val yfir endalínuna.

Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu
Haukar eru úr leik í Evrópubikarnum í handbolta eftir stórt og slæmt tap úti í Bosníu gegn HC Izvidac. Haukar unnu fyrri leikinn með þremur mörkum en töpuðu með sjö mörkum í kvöld, 33-26.

„Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“
Thea Imani Sturludóttir hefur notið sín vel með kvennaliði Vals í handbolta í vetur og verið öflug í EHF-bikarnum. Komið er að undanúrslitaleik þar sem Valskonur geta skráð sig í sögubækurnar.

„Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“
Handboltakonan Hildigunnur Einarsdóttir leggur skóna á hilluna í vor. Hún ætlar að skrifa söguna með liði Vals áður en að því kemur en stærsti leikur tímabilsins er á dagskrá um helgina.

„Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“
Það var létt yfir Ágúst Þór Jóhannssyni þegar hann mætti í viðtal strax eftir stórsigur Vals gegn Gróttu nú í kvöld. Með sigrinum tryggði Valur sér deildarmeistaratitilinn annað árið í röð. Fram undan er svo öllu stærra verkefni gegn MKS Iuventa Michalovce frá Slóvakíu í undanúrslitum Evrópubikarsins.

Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda
Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim í seinni leikinn gegn slóvakíska liðinu MSK Iuventa í undanúrslitum Evrópubikarsins. 25-23 urðu lokatölur en Valur var sex mörkum undir í hálfleik.

Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu
Haukar báru sigur úr býtum 30-27 þegar liðið fékk bosníska liðið Izvidac í heimsókn í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópubikars karla í handbolta á Ásvelli í dag.

Haukar fara til Bosníu
Dregið var í átta liða úrslit EHF-bikars karla í handbolta í dag. Haukar mæta liði frá Bosníu.

Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins
Valskonur eru komnar alla leið í undanúrslit EHF-bikarsins í handknattleik eftir að hafa gert jafntefli gegn Slavia Prag í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum í dag. Valur sigraði tékkneska liðið með sjö mörkum í fyrri leiknum í gær og voru í kjörstöðu fyrir leikinn í dag.

„Við vorum yfirspenntar“
Hafdís Renötudóttir átti stórleik í marki Vals þegar liðið tryggði sér í undanúrslit Evrópubikarkeppni kvenna í handbolta í dag. Valur gerði jafntefli við tékkneska liðið Slavia Prag, 22-22, í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum og sigraði einvígið samtals með sjö mörkum.

Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni
Andrea Jacobsen skoraði eitt mark fyrir Blomberg-Lippe sem vann öruggan sigur á ungverska liðinu Motherson Mosonmagyarovari í Evrópudeildinni í handknattleik í dag.

„Frammistaða á alþjóðamælikvarða“
Valur sigraði tékkneska liðið Slavia Prag með sjö mörkum í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópubikarkeppni kvenna í handbolta.Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, segir að sjö marka sigur hafi komið á óvart og var í skýjunum með varnarleik liðsins í dag.

Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin
Haukar tryggðu sér í dag sæti í 8-liða úrslitum Evrópubikars karla í handknattleik eftir góðan sigur á slóvenska liðinu RK Jeruzalem á útivelli í dag.

Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum
Valskonur eru einu skrefi nær undanúrslitum í Evrópubikarkeppni kvenna í handbolta eftir sjö marka sigur, 28-21, á tékkneska liðinu Slavia Prag í N1-höllinni í dag.Valskonur byrjuðu af krafti og voru samstilltar og agaðar í varnarleiknum. Tékkarnir áttu í erfiðleikum með að brjóta vörn þeirra á bak aftur og það tók gestina rúmar sjö mínútur að skora fyrsta markið.

Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit
Valskonur hafa náð sögulegum árangri í EHF-bikar kvenna í handbolta í vetur og stefna lengra. Stórt verkefni bíður á Hlíðarenda um helgina og búast má við fjölmenni í stúkunni.

„Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“
„Ég er bara mjög ánægður með þetta, átta mörk er klárt gott forskot sem við eigum að geta unnið vel úr. En við sáum það í leiknum að þetta getur verið fljótt að breytast, þannig að við þurfum að vera á tánum, en vissulega búnir að vinna okkur inn góða stöðu núna,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, eftir 31-23 sigur gegn slóvenska liðinu Jeruzalem Ormoz. Seinni leikur liðanna í sextán liða úrslitum Evrópubikarsins fer fram eftir viku.

Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði
Haukar unnu öruggan átta marka sigur gegn slóvenska liðinu Jeruzalem Ormoz í fyrri leik liðanna í einvígi í sextán úrslitum EHF-bikarsins í handbolta karla. Lokatölur á Ásvöllum 31-23. Seinni leikur fer svo fram úti í Slóveníu eftir viku.

Haukar töpuðu stórt í Tékklandi
Haukar máttu þola 11 marka tap gegn Házená Kynžvart í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum EHF-bikars kvenna í handbolta. Lokatölur í Tékklandi 35-24 og Hauka bíður ærið verkefnið á Ásvöllum eftir viku.

„Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“
Valskonur eru komnar áfram í 8-liða úrslit EHF-bikarsins eftir fimm marka sigur á Malaga Costa Del Sol, 31-26, í N1 höllinni. Var þetta síðari leikur liðanna en fyrri ytra endaði með 25-25 jafntefli.

Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs
Valskonur eru komnar í 8-liða úrslit EHF-bikarsins í handbolta eftir 31-26 sigur á Malaga Costa del Sol í síðari leik liðanna sem fram fór í N1 höllinni.

Öll að koma til eftir fólskulegt brot
Elín Klara Þorkelsdóttir er á batavegi eftir fautabrot andstæðings Hauka í Evrópuleik í gær. Haukakonur náðu sögulegum árangri og stefna enn lengra í keppninni.

Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins
Haukar komust áfram í 8-liða úrslit Evrópubikarkeppni kvenna þegar liðið lagði úkraínska liðið HC Galychanka Lviv með tveimur mörkum í dag.

„Mjög fegin að við kláruðum þetta“
Rut Jónsdóttir var alsæl með tveggja marka sigur Hauka á úkraínska liðinu Galychanka Lviv í 16-liða úrslitum Evrópubikar kvenna í handbolta í dag.

„Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“
„Ég er mjög ánægður, fannst við spila mjög vel og sérstaklega í seinni hálfleik. Vorum mjög sannfærandi og vinnum í raun bara nokkuð sannfærandi,“ sagði stoltur og sáttur Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, eftir 31-28 sigur sinna kvenna í toppslag Olís deildarinnar gegn Fram. Eftir tvo leiki á fimm dögum í upphafi árs flýgur liðið svo til Spánar í nótt.

Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum
Haukar eru komnir í 16-liða úrslit EHF-keppninnar í handbolta og í dag kom í ljós að næsti andstæðingur þeirra verður slóvenska liðið RK Jeruzalem Ormoz.