„Ég á von á því að það verði allt önnur tónlist hjá þeim í Grikklandi“ Andri Már Eggertsson skrifar 18. maí 2024 19:46 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, á hliðarlínunni gegn Olympiacos í dag Vísir/Pawel Cieslikiewicz Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var ánægður með fjögurra marka sigur gegn Olympiacos 30-26. Valur er úr leik í Íslandsmótinu og því verður næsti leikur liðsins seinni leikurinn gegn Olympiacos eftir viku. „Mér fannst við mjög góðir og þéttir varnarlega ásamt því hlupum við vel til baka varnarlega. Þeir voru kannski hræddir við hraðann okkar þar sem þeir keyrðu meira gegn FTC. Við skutum nokkuð vel á markið og vorum agaðir en vorum með nokkra tæknifeila í fyrri hálfleik,“ sagði Óskar Bjarni í samtali við Vísi og hélt áfram. „Þeir eru sterkir, þungir og erfiðir varnarlega. Stundum fóru þeir út úr stöðu og mér fannst það hjálpa okkur. Mér fannst þetta heilsteyptur og góður leikur hjá okkur yfir höfuð.“ Varnarleikur var mjög öflugur á köflum og Óskar var ánægður með að Björgvin Páll Gústavsson hafi dottið í gang eftir að hafa byrjað illa. „Þeir klikkuðu á nokkrum dauðafærum. Björgvin varði ekkert fyrstu tuttugu mínúturnar en var í mörgum boltum en maður vissi að hann myndi fara verja og hann varði vel frá hægra horninu. Ég á von á því að það verði allt önnur tónlist hjá þeim í Grikklandi þar sem þeir eru búnir að færa leikinn í 10.000 manna höll.“ Óskar taldi það ekkert mál að halda leikmönnum við efnið þar sem Valur á eftir að mæta Olympiacos á útivelli. „Það er veisla núna. Ef þú þarft að halda einhverjum á tánum í úrslitunum í Evrópukeppni þá geta þeir farið að stunda félagsvist. Það er líka ágæt að hafa vikuna til þess að undirbúa okkur. Við erum dottnir út úr héraðsmótinu og Afturelding og FH verður gott einvígi.“ „Ég er ekkert viss um að við hefðum unnið þá ef við hefðum ekki fengið þennan svakalega stuðning. Ég er mjög þakklátur fyrir alla Valsara og allt fólkið úr öðrum liðum og þá sem komu og hjálpuðu okkur. Þetta gaf okkur örugglega nokkur mörk,“ sagði Óskar Bjarni að lokum. Valur EHF-bikarinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Sjá meira
„Mér fannst við mjög góðir og þéttir varnarlega ásamt því hlupum við vel til baka varnarlega. Þeir voru kannski hræddir við hraðann okkar þar sem þeir keyrðu meira gegn FTC. Við skutum nokkuð vel á markið og vorum agaðir en vorum með nokkra tæknifeila í fyrri hálfleik,“ sagði Óskar Bjarni í samtali við Vísi og hélt áfram. „Þeir eru sterkir, þungir og erfiðir varnarlega. Stundum fóru þeir út úr stöðu og mér fannst það hjálpa okkur. Mér fannst þetta heilsteyptur og góður leikur hjá okkur yfir höfuð.“ Varnarleikur var mjög öflugur á köflum og Óskar var ánægður með að Björgvin Páll Gústavsson hafi dottið í gang eftir að hafa byrjað illa. „Þeir klikkuðu á nokkrum dauðafærum. Björgvin varði ekkert fyrstu tuttugu mínúturnar en var í mörgum boltum en maður vissi að hann myndi fara verja og hann varði vel frá hægra horninu. Ég á von á því að það verði allt önnur tónlist hjá þeim í Grikklandi þar sem þeir eru búnir að færa leikinn í 10.000 manna höll.“ Óskar taldi það ekkert mál að halda leikmönnum við efnið þar sem Valur á eftir að mæta Olympiacos á útivelli. „Það er veisla núna. Ef þú þarft að halda einhverjum á tánum í úrslitunum í Evrópukeppni þá geta þeir farið að stunda félagsvist. Það er líka ágæt að hafa vikuna til þess að undirbúa okkur. Við erum dottnir út úr héraðsmótinu og Afturelding og FH verður gott einvígi.“ „Ég er ekkert viss um að við hefðum unnið þá ef við hefðum ekki fengið þennan svakalega stuðning. Ég er mjög þakklátur fyrir alla Valsara og allt fólkið úr öðrum liðum og þá sem komu og hjálpuðu okkur. Þetta gaf okkur örugglega nokkur mörk,“ sagði Óskar Bjarni að lokum.
Valur EHF-bikarinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Sjá meira