„Það að við höfum ekki hjálpað honum meira fór mest í taugarnar á mér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2024 13:18 Ólafur Ólafsson í fyrsta leiknum á móti Valsmönnum. Nú eru Grindvíkingar í fyrsta sinn undir í einvígi í þessari úrslitakeppni og þurfa sigur í kvöld. Vísir/Anton Brink Ólafur Ólafsson og félagar í Grindavík eru 1-0 undir í úrslitaeinvíginu á móti Val og þurfa nauðsynlega á sigri að halda í öðrum leiknum sem fram fer í Smáranum í kvöld. Fyrirliði Grindavíkurliðsins ræddi við Stefán Árna Pálsson og fór yfir stöðuna hjá Grindavík sem er í fyrsta sinn undir í þessari úrslitakeppni eftir að hafa unnið Tindastól 3-0 og komist í 1-0 og 2-1 á móti Keflavík. Leikur tvö er klukkan 19.15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitunin hefst klukkan 18.30 á sömu rás. Subway Körfuboltakvöld er að venju á staðnum og fer yfir leikinn. Ætla að mæta af fullri hörku „Það er einn leikur búinn og við þurfum að mæta klárir í leik tvö. Við erum búnir að fara vel yfir málin og búnir að hvíla okkur. Við mætum bara af fullri hörku,“ sagði Ólafur. Hvað fór úrskeiðis í fyrsta leiknum á Hlíðarenda? „Þessi litlu atriði og þá sérstaklega varnarlega. Sóknarfráköstin hjá Völsurum voru eiginlega að drepa okkur á löngum köflum í leiknum. Lítil mistök varnarlega þar sem við vorum að klikka á skiptingum sem þeir skoruðu yfirleitt úr,“ sagði Ólafur. „Þegar Kiddi (Kristinn Pálsson) fær fjóra þrista í röð þá er það allt að koma eftir smávægileg mistök sem við gerum og hann tekur boltann og skýtur. Við gleymum þá að skipta eða eitthvað. Það var það sem við vorum ósáttastir með,“ sagði Ólafur. Deandre Kane (37 stig) og Dedrick Basile (22 stig) skoruðu nánast öll stig Grindavíkurliðsins en Ólafur var þriðji stigahæstur með níu stig. Langt siðan að maður hefur séð svona frammistöðu „Ég horfði aftur á leikinn um kvöldið og það sem eiginlega pirraði mig mest var að sjá frammistöðuna hjá Deandre og það að við höfum ekki verið með honum í því. Það er langt siðan að maður hefur séð svona frammistöðu á báðum endum vallarins,“ sagði Ólafur. „Það að við höfum ekki hjálpað honum meira fór mest í taugarnar á mér. Við þurfum, eins og við erum búnir að gera alla úrslitakeppnina, að vera saman í þessu og þá gerast góðir hlutir. Við komumst í gegnum alla þessa leiki á því að spila saman,“ sagði Ólafur. Bara gaman að fá Kára aftur Ólafur segir að innkoma Kára Jónssonar í Valsliðið hafi ekki truflað hans lið eða riðlað planinu. „Nei alls ekki. Það er bara gaman að fá Kára aftur inn á völlinn. Frábær leikmaður og það er bara skemmtilegra að takast á við einhverja breytingu. Maður var búinn að heyra það út frá sér að hann yrði jafnvel með en ekkert sem riðlaði einhverju hjá okkur. Frábært að hann sé búinn að ná sér og að hann sé kominn aftur inn á völlinn,“ sagði Ólafur. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Ólafur Ólafsson: Bara gaman að fá Kára aftur inn á völlinn Subway-deild karla Körfuboltakvöld UMF Grindavík Valur Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Fyrirliði Grindavíkurliðsins ræddi við Stefán Árna Pálsson og fór yfir stöðuna hjá Grindavík sem er í fyrsta sinn undir í þessari úrslitakeppni eftir að hafa unnið Tindastól 3-0 og komist í 1-0 og 2-1 á móti Keflavík. Leikur tvö er klukkan 19.15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitunin hefst klukkan 18.30 á sömu rás. Subway Körfuboltakvöld er að venju á staðnum og fer yfir leikinn. Ætla að mæta af fullri hörku „Það er einn leikur búinn og við þurfum að mæta klárir í leik tvö. Við erum búnir að fara vel yfir málin og búnir að hvíla okkur. Við mætum bara af fullri hörku,“ sagði Ólafur. Hvað fór úrskeiðis í fyrsta leiknum á Hlíðarenda? „Þessi litlu atriði og þá sérstaklega varnarlega. Sóknarfráköstin hjá Völsurum voru eiginlega að drepa okkur á löngum köflum í leiknum. Lítil mistök varnarlega þar sem við vorum að klikka á skiptingum sem þeir skoruðu yfirleitt úr,“ sagði Ólafur. „Þegar Kiddi (Kristinn Pálsson) fær fjóra þrista í röð þá er það allt að koma eftir smávægileg mistök sem við gerum og hann tekur boltann og skýtur. Við gleymum þá að skipta eða eitthvað. Það var það sem við vorum ósáttastir með,“ sagði Ólafur. Deandre Kane (37 stig) og Dedrick Basile (22 stig) skoruðu nánast öll stig Grindavíkurliðsins en Ólafur var þriðji stigahæstur með níu stig. Langt siðan að maður hefur séð svona frammistöðu „Ég horfði aftur á leikinn um kvöldið og það sem eiginlega pirraði mig mest var að sjá frammistöðuna hjá Deandre og það að við höfum ekki verið með honum í því. Það er langt siðan að maður hefur séð svona frammistöðu á báðum endum vallarins,“ sagði Ólafur. „Það að við höfum ekki hjálpað honum meira fór mest í taugarnar á mér. Við þurfum, eins og við erum búnir að gera alla úrslitakeppnina, að vera saman í þessu og þá gerast góðir hlutir. Við komumst í gegnum alla þessa leiki á því að spila saman,“ sagði Ólafur. Bara gaman að fá Kára aftur Ólafur segir að innkoma Kára Jónssonar í Valsliðið hafi ekki truflað hans lið eða riðlað planinu. „Nei alls ekki. Það er bara gaman að fá Kára aftur inn á völlinn. Frábær leikmaður og það er bara skemmtilegra að takast á við einhverja breytingu. Maður var búinn að heyra það út frá sér að hann yrði jafnvel með en ekkert sem riðlaði einhverju hjá okkur. Frábært að hann sé búinn að ná sér og að hann sé kominn aftur inn á völlinn,“ sagði Ólafur. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Ólafur Ólafsson: Bara gaman að fá Kára aftur inn á völlinn
Subway-deild karla Körfuboltakvöld UMF Grindavík Valur Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum