Í hjarta sínu græn, en varla í reynd Ole Anton Bieltvedt skrifar 20. maí 2024 16:00 Þeir, sem þekkja til Katrínar Jakobsdóttur, vita, að hún er góðum gáfum gædd, væn kona, mest góðhjarta og velviljuð, gagnvart mönnum og málleysingjum, með fjölbreytilega hæfileika, vel þjálfuð í framkomu, sjarmerandi og í hjarta sínu græn. Haustið 2017 komst hún til valda sem forsætisráðherra, þá með tæplega 17% fylgi fyrir Vinstri græna. Í framhaldinu kom svo í ljós, hvern mann hún hefur í reynd að geyma. Fyrsta ráðuneytið Ekki tókst Katrínu að koma miklu af stefnumálum VG á framfæri í ríkisstjórninni, í framkvæmd, á kjörtímabilinu 2017-2021. Þegar á reyndi, ýttu Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi öllum stærstu málum VG, eins og hvalveiðibanni, þjóðgarði á miðhálendinu, friðun viltra spendýra og fugla, stóru skrefi í loftslagsvernd og endurskoðun stjórnarskrár, út af borðinu, og lét Katrín það kannske ekki gott heita, en sætti sig við það. Þetta sáu auðvitað allir, ekki sízt fylgismenn Katrínar, og í júlí 2021 kom í ljós í skoðanakönnun, að 71% Vinstri grænna vildu ekki að flokkurinn færi aftur í óbreytt stjórnarsamstarf. Þrátt fyrir þessa píslargöngu, árangursleysi og andstöðu 71% flokksmanna sinna, ákvað Katrín að fara aftur í sömu ríkisstjórn. Þetta var mikið áfall fyrir alla, sem trúðu á Katrínu. Undirritaður meðtalinn. Annað hvort brást þarna þessari ágætu konu dómgreindin, eða - að það, sem verra væri - réði vilji til áframhaldandi valds, ráðherrastólar, fremur en stefnuyfirlýsingar og kosningaloforð. - Alvarlegur hnekkur. Annað ráðuneytið 28. nóvember 2021 tók svo 2. ráðuneyti Katrínar við. Nú eru því liðin tvö og hálft ár af því kjörtímabili, og verður ekki séð, að eitt einasta þeirra mála, sem upphaflega var samið um og sett í stjórnarsáttmála af hálfu VG, hafi náð fram að ganga, frekar en á fyrra kjörtímabilinu, enda hefur fylgi Katrínar/VG hrapað úr 17% niður í 4,4%. Það kom því ekki á óvart, að Katrín upplýsti nýlega, að hún hefði ákveði að segja skilið við stjórnmálin, og - eins og svo kom í ljós - færa sig yfir í forsetaframboð, en hún virðist hafa talið, að það embætti biði mögulega eftir sér. Fyrir mér virkaði þetta þó meira eins og flótti frá illa komnu eða sökkvandi skipi. - Líka vondur hnekkur. Óskiljanleg afstaða Þegar umræða fór fram um nýtt frumvarp til laga um fóstureyðingar, fylgdist ég nokkuð með þeirri umræðu. Katrín tjáði sig þar með þeim hætti, að hún teldi það í góðu lagi, að fóstri væri eytt jafnvel fram á síðsta dag meðgöngu. Ég gat varla trúað mínum eigin eyrum. Hvað leyndist þarna á bak við fallegt bros og mest elskulegt viðmót!? - Afar óþægilegur falskur tónn. Nauðsyn þess, að aðskilja stjórnmál og forsetaembættið Stjórnmálin, Alþingi og framkvæmdarvaldið, stjórna landinu. Ekki alltaf á þann hátt, sem þjóðin hefði helzt viljað. Fyrir mér þarf forsetinn ekki aðeins að vera sameiningarafl og sameiningartákn þjóðarinnar, heldur líka fulltrúi hennar gagnvart stjórnmálunum, ef/þegar til ágreinigs kemur. Standa gegn þeim, ef því er að skipta. Mest mögulegt hlutleysi er líka æskilegt, nauðsynleg, við veitingu stjórnarmyndunarumboðs, eftir kosningar. Það umboð getur ráðið úrslitum um, hver myndar nýja stjórn. Er því almennt bezt, að forseti sé óháður og laus við stjórnmálavafstur, komi ekki úr stjórnmálunum, en Katrín hefur verið atvinnupólitíkus mest allan sinn feril. Dæmi um slíka óháða og farsæla forseta eru Kristján Eldjárn, Vigdís Finnbogadóttir og svo hann Guðni okkar Jóhannesson. - Enn ein efasemdin. Niðurstaða Í ljósi þess, sem að ofan greinir, er Katrín Jakobsdóttir fyrir undirrituðum ekki kjörin eða sú rétta til að gegna embætti forseta Íslands. Gæti verið flott í margt annað. Sú, sem hentar bezt í embættið, að mínu mati, er Halla Hrund Logadóttir. Er brýnt, að þeir, sem telja Höllu Hrund góðan valkost - og gera sér grein fyrir, að stjórnmálamaður, sem er lang- og margtengdur inn í stjórnmálin, valdastéttina, hentar ekki - færi stuðning sína yfir á Höllu Hrund, en hún virðist eini kandídatinn, utan stjórnmálanna, sem gæti sigrað. Ef vonlaus kandídat er kosinn, fellur atkvæðið dautt. Höfundur er stjórnmálarýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir, sem þekkja til Katrínar Jakobsdóttur, vita, að hún er góðum gáfum gædd, væn kona, mest góðhjarta og velviljuð, gagnvart mönnum og málleysingjum, með fjölbreytilega hæfileika, vel þjálfuð í framkomu, sjarmerandi og í hjarta sínu græn. Haustið 2017 komst hún til valda sem forsætisráðherra, þá með tæplega 17% fylgi fyrir Vinstri græna. Í framhaldinu kom svo í ljós, hvern mann hún hefur í reynd að geyma. Fyrsta ráðuneytið Ekki tókst Katrínu að koma miklu af stefnumálum VG á framfæri í ríkisstjórninni, í framkvæmd, á kjörtímabilinu 2017-2021. Þegar á reyndi, ýttu Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi öllum stærstu málum VG, eins og hvalveiðibanni, þjóðgarði á miðhálendinu, friðun viltra spendýra og fugla, stóru skrefi í loftslagsvernd og endurskoðun stjórnarskrár, út af borðinu, og lét Katrín það kannske ekki gott heita, en sætti sig við það. Þetta sáu auðvitað allir, ekki sízt fylgismenn Katrínar, og í júlí 2021 kom í ljós í skoðanakönnun, að 71% Vinstri grænna vildu ekki að flokkurinn færi aftur í óbreytt stjórnarsamstarf. Þrátt fyrir þessa píslargöngu, árangursleysi og andstöðu 71% flokksmanna sinna, ákvað Katrín að fara aftur í sömu ríkisstjórn. Þetta var mikið áfall fyrir alla, sem trúðu á Katrínu. Undirritaður meðtalinn. Annað hvort brást þarna þessari ágætu konu dómgreindin, eða - að það, sem verra væri - réði vilji til áframhaldandi valds, ráðherrastólar, fremur en stefnuyfirlýsingar og kosningaloforð. - Alvarlegur hnekkur. Annað ráðuneytið 28. nóvember 2021 tók svo 2. ráðuneyti Katrínar við. Nú eru því liðin tvö og hálft ár af því kjörtímabili, og verður ekki séð, að eitt einasta þeirra mála, sem upphaflega var samið um og sett í stjórnarsáttmála af hálfu VG, hafi náð fram að ganga, frekar en á fyrra kjörtímabilinu, enda hefur fylgi Katrínar/VG hrapað úr 17% niður í 4,4%. Það kom því ekki á óvart, að Katrín upplýsti nýlega, að hún hefði ákveði að segja skilið við stjórnmálin, og - eins og svo kom í ljós - færa sig yfir í forsetaframboð, en hún virðist hafa talið, að það embætti biði mögulega eftir sér. Fyrir mér virkaði þetta þó meira eins og flótti frá illa komnu eða sökkvandi skipi. - Líka vondur hnekkur. Óskiljanleg afstaða Þegar umræða fór fram um nýtt frumvarp til laga um fóstureyðingar, fylgdist ég nokkuð með þeirri umræðu. Katrín tjáði sig þar með þeim hætti, að hún teldi það í góðu lagi, að fóstri væri eytt jafnvel fram á síðsta dag meðgöngu. Ég gat varla trúað mínum eigin eyrum. Hvað leyndist þarna á bak við fallegt bros og mest elskulegt viðmót!? - Afar óþægilegur falskur tónn. Nauðsyn þess, að aðskilja stjórnmál og forsetaembættið Stjórnmálin, Alþingi og framkvæmdarvaldið, stjórna landinu. Ekki alltaf á þann hátt, sem þjóðin hefði helzt viljað. Fyrir mér þarf forsetinn ekki aðeins að vera sameiningarafl og sameiningartákn þjóðarinnar, heldur líka fulltrúi hennar gagnvart stjórnmálunum, ef/þegar til ágreinigs kemur. Standa gegn þeim, ef því er að skipta. Mest mögulegt hlutleysi er líka æskilegt, nauðsynleg, við veitingu stjórnarmyndunarumboðs, eftir kosningar. Það umboð getur ráðið úrslitum um, hver myndar nýja stjórn. Er því almennt bezt, að forseti sé óháður og laus við stjórnmálavafstur, komi ekki úr stjórnmálunum, en Katrín hefur verið atvinnupólitíkus mest allan sinn feril. Dæmi um slíka óháða og farsæla forseta eru Kristján Eldjárn, Vigdís Finnbogadóttir og svo hann Guðni okkar Jóhannesson. - Enn ein efasemdin. Niðurstaða Í ljósi þess, sem að ofan greinir, er Katrín Jakobsdóttir fyrir undirrituðum ekki kjörin eða sú rétta til að gegna embætti forseta Íslands. Gæti verið flott í margt annað. Sú, sem hentar bezt í embættið, að mínu mati, er Halla Hrund Logadóttir. Er brýnt, að þeir, sem telja Höllu Hrund góðan valkost - og gera sér grein fyrir, að stjórnmálamaður, sem er lang- og margtengdur inn í stjórnmálin, valdastéttina, hentar ekki - færi stuðning sína yfir á Höllu Hrund, en hún virðist eini kandídatinn, utan stjórnmálanna, sem gæti sigrað. Ef vonlaus kandídat er kosinn, fellur atkvæðið dautt. Höfundur er stjórnmálarýnir og dýraverndarsinni.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun