Er hægt að „lækna“ lélegt kynlíf? Indíana Rós Ægisdóttir skrifar 21. maí 2024 20:00 Indíana Rós er kynfræðingur og með M.Ed gráðu í Kynfræði frá Widener University auk þess að vera með BSc í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Vísir Að þessu spurði ein 34 ára kona í spurningaboxinu sem er að finna neðst í öllum greinunum hjá mér. Sko, einfalda svarið er já! En það sem fólk þarf að gera til lagfæringar er kannski ekkert svo einfalt fyrir öll. Sumum mun finnast það ekkert vandamál á meðan aðrir myndu frekar kjósa lélegt kynlíf alla ævi heldur en að gera það sem þarf að gera. Það sem þarf að gera er einfaldlega smá sjálfsskoðun og að vera opinská/r/tt og hreinskilin/n/ð við aðilann sem þú stundar kynlíf með, sama hvort hjásvæfan sé maki til 20 ára eða bara einhver sem þú ert með í eina góða kvöldstund. Sjálfsskoðun og að vera opinská/r/tt og hreinskilin/n/ð, það er lykillinn. Vísir/Getty Sjálfsskoðunin felst í því að skoða hvað það er sem hver og einn vill úr kynlífinu, og það getur svo sannarlega verið mismunandi á milli fólks. Mundu bara alltaf að þú þarft ekki að fylgja því sem einhverjir aðrir gera. Þarna vantar oft fræðslu um líkamann, hvernig kynlöngun, kynsvörun og kynfærin hreinlega virka til að skilja betur hvernig kynlíf fólk leitar að. Þá er líka gott að pæla í einu: Ef þú mættir ráða alfarið hvernig kynlífið sem þú stundaðir væri, burtséð frá óskum eða skoðunum hjásvæfu, hvernig væri það? Þá kemur að opinskáu og hreinskilnu samskiptunum, sem sum forðast eins og heitan eldinn. Er eitthvað af því sem þú komst að í sjálfsskoðun þinni um draumakynlífið þitt eitthvað sem þú getur hugsað þér að ræða við hjásvæfu um að prófa? Svo gæti jafnvel komið í ljós að það væri eitthvað sem þið getið fundið sameiginlegan grundvöll á og prófað í framhaldi. Hjásvæfan hefurkannski líka einhverjar hugmyndir! Það skemmtilega við kynlíf með öðru fólki er að hægt er að prófa alls konar saman án þess að því þurfi að fylgja einhverjar kvaðir um áframhaldandi loforð - t.a.m. að gera héðan í frá alltaf svona. Fólk má hugsa um kynlíf eins og hálfgerðan smakkmatseðil, þar sem hægt er að prófa alls konar og svo ákveðið hvað af því fólk vill halda áfram að þróa og hverju það vill sleppa. Matseðilinn með öllu smakkinu kemur þó ekki að sjálfu sér, heldur verður fólk að ræða það sín á milli! Það er ekki góð hugmynd að koma fólki á óvart með að prófa eitthvað án þess að ræða það og ætla svo bara sjá til hvort partnerinn fílaði það eftir á - þá er ekki um samþykki að ræða! Matseðillinn með smakkinu kemur ekki af sjálfu sér. Vísir/Getty Til að fá hugmyndir fyrir smakkseðilinn erum við nú það heppin að lifa á tímum þar sem leitarvélar eru orðnar mjög öflugar og ættu alveg að geta gefið ykkur margar (mis)góðar hugmyndir! Skemmtið ykkur vel! Ert þú með spurningu til Indíönu? Sendu henni hér: Kynlífið með Indíönu Rós Kynlíf Tengdar fréttir „Eru endaþarmsmök hættuleg?“ „Eru endaþarmsmök hættuleg?“- 47 ára karlmaður. 14. maí 2024 20:00 Þegar typpið er ekki að typpa eins og það á að typpa Typpi eru einhvernvegin bara út um allt, krotuð á veggi og ekki er hægt að sjá eggaldin án þess að hugsa til þeirra. Fólk sendir typpamyndir, stundum óumbeðnar og óvelkomnar, eins og það sé skyldugt til að deila með heiminum einhverjum boðskap sem mun betrumbæta líf allra. Ekki eru þó allir endilega svona súper-ánægðir með typpið á sér, hvað þá ef eitthvað er ekki alveg eins og það var, eða ætti að vera. 12. mars 2024 20:01 Skotheld ráð kynfræðings að góðum prófíl á þínu uppáhalds stefnumótaforriti Ókei, í draumaheimi erum við ekki að „dæma bókina út frá kápunni” og viljum öll þykjast gera betur en það, en ég meina, við skulum öll vera hreinskilin. Á stefnumótaforritum erum við einmitt öll að gera nákvæmlega það og þá er eins gott að kápan okkar sé eins góð og hún getur verið! 19. mars 2024 20:00 Mest lesið Nýju fötin forsetans Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Fleiri fréttir Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Sjá meira
Sko, einfalda svarið er já! En það sem fólk þarf að gera til lagfæringar er kannski ekkert svo einfalt fyrir öll. Sumum mun finnast það ekkert vandamál á meðan aðrir myndu frekar kjósa lélegt kynlíf alla ævi heldur en að gera það sem þarf að gera. Það sem þarf að gera er einfaldlega smá sjálfsskoðun og að vera opinská/r/tt og hreinskilin/n/ð við aðilann sem þú stundar kynlíf með, sama hvort hjásvæfan sé maki til 20 ára eða bara einhver sem þú ert með í eina góða kvöldstund. Sjálfsskoðun og að vera opinská/r/tt og hreinskilin/n/ð, það er lykillinn. Vísir/Getty Sjálfsskoðunin felst í því að skoða hvað það er sem hver og einn vill úr kynlífinu, og það getur svo sannarlega verið mismunandi á milli fólks. Mundu bara alltaf að þú þarft ekki að fylgja því sem einhverjir aðrir gera. Þarna vantar oft fræðslu um líkamann, hvernig kynlöngun, kynsvörun og kynfærin hreinlega virka til að skilja betur hvernig kynlíf fólk leitar að. Þá er líka gott að pæla í einu: Ef þú mættir ráða alfarið hvernig kynlífið sem þú stundaðir væri, burtséð frá óskum eða skoðunum hjásvæfu, hvernig væri það? Þá kemur að opinskáu og hreinskilnu samskiptunum, sem sum forðast eins og heitan eldinn. Er eitthvað af því sem þú komst að í sjálfsskoðun þinni um draumakynlífið þitt eitthvað sem þú getur hugsað þér að ræða við hjásvæfu um að prófa? Svo gæti jafnvel komið í ljós að það væri eitthvað sem þið getið fundið sameiginlegan grundvöll á og prófað í framhaldi. Hjásvæfan hefurkannski líka einhverjar hugmyndir! Það skemmtilega við kynlíf með öðru fólki er að hægt er að prófa alls konar saman án þess að því þurfi að fylgja einhverjar kvaðir um áframhaldandi loforð - t.a.m. að gera héðan í frá alltaf svona. Fólk má hugsa um kynlíf eins og hálfgerðan smakkmatseðil, þar sem hægt er að prófa alls konar og svo ákveðið hvað af því fólk vill halda áfram að þróa og hverju það vill sleppa. Matseðilinn með öllu smakkinu kemur þó ekki að sjálfu sér, heldur verður fólk að ræða það sín á milli! Það er ekki góð hugmynd að koma fólki á óvart með að prófa eitthvað án þess að ræða það og ætla svo bara sjá til hvort partnerinn fílaði það eftir á - þá er ekki um samþykki að ræða! Matseðillinn með smakkinu kemur ekki af sjálfu sér. Vísir/Getty Til að fá hugmyndir fyrir smakkseðilinn erum við nú það heppin að lifa á tímum þar sem leitarvélar eru orðnar mjög öflugar og ættu alveg að geta gefið ykkur margar (mis)góðar hugmyndir! Skemmtið ykkur vel! Ert þú með spurningu til Indíönu? Sendu henni hér:
Kynlífið með Indíönu Rós Kynlíf Tengdar fréttir „Eru endaþarmsmök hættuleg?“ „Eru endaþarmsmök hættuleg?“- 47 ára karlmaður. 14. maí 2024 20:00 Þegar typpið er ekki að typpa eins og það á að typpa Typpi eru einhvernvegin bara út um allt, krotuð á veggi og ekki er hægt að sjá eggaldin án þess að hugsa til þeirra. Fólk sendir typpamyndir, stundum óumbeðnar og óvelkomnar, eins og það sé skyldugt til að deila með heiminum einhverjum boðskap sem mun betrumbæta líf allra. Ekki eru þó allir endilega svona súper-ánægðir með typpið á sér, hvað þá ef eitthvað er ekki alveg eins og það var, eða ætti að vera. 12. mars 2024 20:01 Skotheld ráð kynfræðings að góðum prófíl á þínu uppáhalds stefnumótaforriti Ókei, í draumaheimi erum við ekki að „dæma bókina út frá kápunni” og viljum öll þykjast gera betur en það, en ég meina, við skulum öll vera hreinskilin. Á stefnumótaforritum erum við einmitt öll að gera nákvæmlega það og þá er eins gott að kápan okkar sé eins góð og hún getur verið! 19. mars 2024 20:00 Mest lesið Nýju fötin forsetans Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Fleiri fréttir Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Sjá meira
Þegar typpið er ekki að typpa eins og það á að typpa Typpi eru einhvernvegin bara út um allt, krotuð á veggi og ekki er hægt að sjá eggaldin án þess að hugsa til þeirra. Fólk sendir typpamyndir, stundum óumbeðnar og óvelkomnar, eins og það sé skyldugt til að deila með heiminum einhverjum boðskap sem mun betrumbæta líf allra. Ekki eru þó allir endilega svona súper-ánægðir með typpið á sér, hvað þá ef eitthvað er ekki alveg eins og það var, eða ætti að vera. 12. mars 2024 20:01
Skotheld ráð kynfræðings að góðum prófíl á þínu uppáhalds stefnumótaforriti Ókei, í draumaheimi erum við ekki að „dæma bókina út frá kápunni” og viljum öll þykjast gera betur en það, en ég meina, við skulum öll vera hreinskilin. Á stefnumótaforritum erum við einmitt öll að gera nákvæmlega það og þá er eins gott að kápan okkar sé eins góð og hún getur verið! 19. mars 2024 20:00
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning