Vitnaleiðslum lokið án framburðar Trump Kjartan Kjartansson skrifar 21. maí 2024 15:04 Donald Trump Trump með verjanda sínum Todd Blanche í réttarsal í New York. Blanche sagði ekkert ólöglegt við að fá götublað til að hjálpa framboði að drepa óþægilegar fréttir. AP/Dave Sanders/The New York Times Verjendur Donalds Trump luku við að kalla til vitni í þagnargreiðslumálinu í New York í dag. Trump bar ekki vitni í málinu þrátt fyrir að hann hefði fullyrt að hann ætlaði sér „algerlega“ að gera það áður en réttarhöldin hófust. Kviðdómur í málinu var sendur heim eftir að vitnaleiðslum lauk í dag. Hann verður kallaður næst saman fyrir málflutningsræður sækjenda og verjenda eftir viku, að sögn AP-fréttastofunnar. Trump svaraði ekki spurningum fréttamanna um af hverju hann bæri ekki vitni á leið sinni úr dómshúsinu. Hann sagði í síðasta mánuði að hann ætlaði algerlega að bera vitni. „Ég ætla að bera vitni. Ég segi sannleikann. Ég meina, það eina sem ég get gert er að segja satt og sannleikurinn er að það er ekkert mál hér,“ sagði hann 12. apríl. Málið gegn Trump í New York er söguleg því þetta er í fyrsta skipti sem fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sakborningur í sakamáli. Trump er ákærður fyrir skjalafals til þess að hylma yfir þagnargreiðslur til klámstjörnu rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Vitni ákæruvaldsins lýstu því að Trump hefði gert samkomulag við þáverandi útgefanda götublaðs um að þagga niður óþægilegar frásagnir sem gætu skaðað forsetaframboð hans. Michael Cohen, þáverandi hægrihandarmaður Trump, sagðist hafa greitt Stormy Daniels, klámstjörnu sem sagðist hafa sængað hjá Trump, til þess að tryggja þögn hennar. Endurgreiðslur Trump-fyrirtækisins til hans hafi síðan verið dulbúnar sem „lögfræðikostnaður“. Verjendur drógu upp þá mynd af Cohen að hann væri lyginn glæpamaður sem væri ekki treystandi. Cohen hlaut fangelsisdóm fyrir sinn þátt í þagnargreiðslunni til Daniels á sínum tíma og fyrir að ljúga að Bandaríkjaþingi um ótengt mál sem varðaði fyrirtæki Trump. Donald Trump Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Bendlaði Trump beint við þagnargreiðslurnar Fyrrverandi hægrihandarmaður Donalds Trump sagði fyrrverandi forsetinn hefði verið virkur þátttakandi í að greiða konum til að þegja um meinta kynlífsfundi þegar hann bar vitni fyrir dómi í gær. Hann sagðist jafnframt hafa logið og ógnað fólki fyrir hönd Trump. 14. maí 2024 09:09 Trump blótaði þegar Daniels lýsti meintu samneyti þeirra Þegar Stormy Daniels, fyrrverandi klámleikkona, bar vitni í einu málanna gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í gær kvartaði dómarinn yfir því að Trump blótaði í dómsal og virtist reyna að ógna Daniels. Í dómsal lýsti Daniels meintum kynlífsathöfnum þeirra ítarlega. Of ítarlega á köflum, að mati dómarans. 8. maí 2024 10:43 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Sjá meira
Kviðdómur í málinu var sendur heim eftir að vitnaleiðslum lauk í dag. Hann verður kallaður næst saman fyrir málflutningsræður sækjenda og verjenda eftir viku, að sögn AP-fréttastofunnar. Trump svaraði ekki spurningum fréttamanna um af hverju hann bæri ekki vitni á leið sinni úr dómshúsinu. Hann sagði í síðasta mánuði að hann ætlaði algerlega að bera vitni. „Ég ætla að bera vitni. Ég segi sannleikann. Ég meina, það eina sem ég get gert er að segja satt og sannleikurinn er að það er ekkert mál hér,“ sagði hann 12. apríl. Málið gegn Trump í New York er söguleg því þetta er í fyrsta skipti sem fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sakborningur í sakamáli. Trump er ákærður fyrir skjalafals til þess að hylma yfir þagnargreiðslur til klámstjörnu rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Vitni ákæruvaldsins lýstu því að Trump hefði gert samkomulag við þáverandi útgefanda götublaðs um að þagga niður óþægilegar frásagnir sem gætu skaðað forsetaframboð hans. Michael Cohen, þáverandi hægrihandarmaður Trump, sagðist hafa greitt Stormy Daniels, klámstjörnu sem sagðist hafa sængað hjá Trump, til þess að tryggja þögn hennar. Endurgreiðslur Trump-fyrirtækisins til hans hafi síðan verið dulbúnar sem „lögfræðikostnaður“. Verjendur drógu upp þá mynd af Cohen að hann væri lyginn glæpamaður sem væri ekki treystandi. Cohen hlaut fangelsisdóm fyrir sinn þátt í þagnargreiðslunni til Daniels á sínum tíma og fyrir að ljúga að Bandaríkjaþingi um ótengt mál sem varðaði fyrirtæki Trump.
Donald Trump Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Bendlaði Trump beint við þagnargreiðslurnar Fyrrverandi hægrihandarmaður Donalds Trump sagði fyrrverandi forsetinn hefði verið virkur þátttakandi í að greiða konum til að þegja um meinta kynlífsfundi þegar hann bar vitni fyrir dómi í gær. Hann sagðist jafnframt hafa logið og ógnað fólki fyrir hönd Trump. 14. maí 2024 09:09 Trump blótaði þegar Daniels lýsti meintu samneyti þeirra Þegar Stormy Daniels, fyrrverandi klámleikkona, bar vitni í einu málanna gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í gær kvartaði dómarinn yfir því að Trump blótaði í dómsal og virtist reyna að ógna Daniels. Í dómsal lýsti Daniels meintum kynlífsathöfnum þeirra ítarlega. Of ítarlega á köflum, að mati dómarans. 8. maí 2024 10:43 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Sjá meira
Bendlaði Trump beint við þagnargreiðslurnar Fyrrverandi hægrihandarmaður Donalds Trump sagði fyrrverandi forsetinn hefði verið virkur þátttakandi í að greiða konum til að þegja um meinta kynlífsfundi þegar hann bar vitni fyrir dómi í gær. Hann sagðist jafnframt hafa logið og ógnað fólki fyrir hönd Trump. 14. maí 2024 09:09
Trump blótaði þegar Daniels lýsti meintu samneyti þeirra Þegar Stormy Daniels, fyrrverandi klámleikkona, bar vitni í einu málanna gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í gær kvartaði dómarinn yfir því að Trump blótaði í dómsal og virtist reyna að ógna Daniels. Í dómsal lýsti Daniels meintum kynlífsathöfnum þeirra ítarlega. Of ítarlega á köflum, að mati dómarans. 8. maí 2024 10:43