Jökull: Skrýtið að sjá Blika hægja á leiknum á heimavelli Andri Már Eggertsson skrifar 21. maí 2024 22:31 Jökull Ingason Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Stjarnan tapaði 2-1 gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli. Jökull Ingason Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með frammistöðuna en hefði viljað að hún myndi skila meira en einu marki úr vítaspyrnu. „Mér fannst við taka yfir þennan leik og við vorum mikið betri aðilinn í seinni hálfleik og þeir náðu ekki að halda neitt í boltann. Þeir fengu líka góð færi í seinni hálfleik en mér fannst mitt lið spila þannig að við áttum skilið að fá eitthvað út úr þessum leik,“ sagði Jökull í samtali við Vísi eftir leik. Breiðablik skoraði bæði mörkin í fyrri hálfleik og Jökull var svekktur með varnarleik Stjörnunnar í báðum mörkunum. „Við áttum að gera betur í þessum mörkum og erum ekki ánægðir með mörkin sem við fengum á okkur. Við þurfum að skoða þessi mörk og færin sem við fengum á okkur. Tvö mörk er meira en við sættum okkur við að fá á okkur.“ Í seinni hálfleik fékk Stjarnan urmul af færum til þess að skora annað mark og Jökull var ánægður með spilamennsku liðsins. „Stundum verður þetta svona. Þeir gerðu vel í að loka á okkur inn í teig og kringum teiginn og hentu sér fyrir nokkra bolta. Stundum er þetta bara svona. Þetta var góður leikur og það er ofboðslega margt jákvætt sem við tökum út úr þessum leik.“ „Við byrjuðum að þjarma að þeim í fyrri hálfleik og þeir fóru að hægja á leiknum sem var skrýtið að sjá Blika gera á heimavelli í fyrri hálfleik og þetta var öflugur leikur hjá okkur.“ Þrátt fyrir að þetta hafi verið fyrsta tap Stjörnunnar síðan 12. apríl í Bestu deildinni sagði Jökull að það yrði ekki erfitt að ná liðnu upp eftir svekkjandi tap í kvöld. „Þetta mun ekki hafa nein áhrif á okkur. Það var það mikill kraftur í þessu og þetta var það öflugur leikur. Auðvitað var svekkjandi að fá ekkert út úr þessu en það skiptir engu máli og við höldum bara áfram hvort sem við vinnum eða töpum,“ sagði Jökull að lokum. Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Diljá Ýr búin að semja við Brann Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Sjá meira
„Mér fannst við taka yfir þennan leik og við vorum mikið betri aðilinn í seinni hálfleik og þeir náðu ekki að halda neitt í boltann. Þeir fengu líka góð færi í seinni hálfleik en mér fannst mitt lið spila þannig að við áttum skilið að fá eitthvað út úr þessum leik,“ sagði Jökull í samtali við Vísi eftir leik. Breiðablik skoraði bæði mörkin í fyrri hálfleik og Jökull var svekktur með varnarleik Stjörnunnar í báðum mörkunum. „Við áttum að gera betur í þessum mörkum og erum ekki ánægðir með mörkin sem við fengum á okkur. Við þurfum að skoða þessi mörk og færin sem við fengum á okkur. Tvö mörk er meira en við sættum okkur við að fá á okkur.“ Í seinni hálfleik fékk Stjarnan urmul af færum til þess að skora annað mark og Jökull var ánægður með spilamennsku liðsins. „Stundum verður þetta svona. Þeir gerðu vel í að loka á okkur inn í teig og kringum teiginn og hentu sér fyrir nokkra bolta. Stundum er þetta bara svona. Þetta var góður leikur og það er ofboðslega margt jákvætt sem við tökum út úr þessum leik.“ „Við byrjuðum að þjarma að þeim í fyrri hálfleik og þeir fóru að hægja á leiknum sem var skrýtið að sjá Blika gera á heimavelli í fyrri hálfleik og þetta var öflugur leikur hjá okkur.“ Þrátt fyrir að þetta hafi verið fyrsta tap Stjörnunnar síðan 12. apríl í Bestu deildinni sagði Jökull að það yrði ekki erfitt að ná liðnu upp eftir svekkjandi tap í kvöld. „Þetta mun ekki hafa nein áhrif á okkur. Það var það mikill kraftur í þessu og þetta var það öflugur leikur. Auðvitað var svekkjandi að fá ekkert út úr þessu en það skiptir engu máli og við höldum bara áfram hvort sem við vinnum eða töpum,“ sagði Jökull að lokum.
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Diljá Ýr búin að semja við Brann Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Sjá meira