Hrunráðherrar og reynsluboltar Samfylkingarinnar Inga Sæland skrifar 23. maí 2024 07:00 Hrunreynsluboltarnir Þórunn Sveinbjarnardóttir og Oddný G. Harðardóttir, báðar með sótsvarta ferilskrá í stjórnmálum og ríkisrekstri, fálma nú hvor í aðra og geysast fram á ritvöllinn til að réttlæta það ófremdarástand sem ríkir í hælisleitendamálum og um leið þann 25 milljarða beina kostnað sem málaflokkurinn tekur til sín á ársgrundvelli. Í grein Oddnýjar „Öfgar og ósannindi“ sem birtist á Vísi þann 21. maí síðastliðinn svarar hún fyrir vinkonu sína Þórunni sem greinilega getur það ekki sjálf eða hvað? Oddný segir mig öfgakennda og haldna útlendingaandúð fyrir að gagnrýna það að á aðeins 10 árum, hafi árlegur kostnaður hælisleitendakerfisins vaxið frá 465 milljónum króna í 25 milljarða. Það kostar s.s. samfélagið fimm milljörðum meira en að fjármagna allar heilsugæslustöðvar landsins. Í greininni sem Oddný skrifar til varnar Þórunni segir hún meðal annars að almannatryggingakerfið þarfnist kjarabóta og fólk geti treyst Samfylkingunni í þeim efnum. Ef þetta er ekki veruleikafyrring þá er hún ekki til. Á þeim örskamma tíma sem Oddný G. Harðardóttir gegndi embætti formanns fjárlaganefndar og síðan stöðu fjármálaráðherra á árunum 2010 til 2012, misstu þúsundir fjölskyldna heimili sín í græðgiskjaft fjármálaelítunnar sem Oddný og fylgitungl hennar í þáverandi ríkisstjórn vörðu með kjafti og klóm á kostnað almennings í landinu. Ekki nægði þeim að reisa gjaldborg um heimili landsmanna heldur reistu þau skjaldborg um fjármálaelítuna, þvert á öll loforð um hið gagnstæða í aðdraganda kosninganna vorið 2009. Ég vona að enginn sé búinn að gleyma þeim milljörðum á milljarða ofan sem eftirhrunstjórnin setti í gjaldþrota Sparisjóð Keflavíkur og Sjóvá almannatryggingafélag. Vonandi muna allir einnig eftir kjaragliðnun almannatryggingaþega sem jókst úr 5,4% í 6,8% eða um rúm 10% á örskotsstundu. Auk þess voru skerðingar á lífeyrisgreiðslum hækkaðar, sem undirstrikar að ríkisstjórn Samfylkingar og VG hagræddi í ríkisrekstri á kostnað lífeyrisþega. Hver í ósköpunum myndi ekki líta á Oddnýju sem trúverðugan sérfræðing í ríkisrekstri og talsmann þeirra verst settu með svona „glæsilegan“ feril að baki? Í grein sinni hreykir Oddný sér einnig af innleiðingu sérstöku framfærsluuppbótarinnar svokölluðu. Lagabreyting sem átti upphaflega að vera hjálpartæki fyrir tekjulægsta hópinn en endaði sem hnífsstunga í bakið á þúsundum, þar sem króna á móti krónu skerðingin sem fylgdi framfærsluuppbótinni reyndist vera eitt blóðugasta skerðingartól stjórnvalda í manna minnum. Hún kippti fótunum undan getu þeirra verst settu til að eiga möguleika á að bjarga sér sjálfir. Allir þeir sem fengu einhverjar krónur umfram greiðslur frá TR þurftu að greiða til baka hina sérstöku framfærsluuppbót. Kjaftshöggið kom á skerðingardaginn mikla ári síðar og var viðkomandi gert að endurgreiða alla framfærsluuppbótina sem hann hafði fengið greidda árið áður. Greiðsla úr lífeyrissjóði af hlutastarfi og hvaða krónur sem komu til hins fátæka almannatryggingaþega voru hrifsaðar af honum aftur og rúmlega það. Það þarf enginn að ímynda sér gæsku þessara úlfa í sauðagærum. Verkin þeirra segja allt sem segja þarf. Það er athyglisvert að sjá talsmenn Samfylkingar þær Þórunni og Oddnýju keppast við að sannfæra landsmenn um að það allra besta sé að neita engum um vernd á Íslandi. Þeim tekst ekki að dylja popúlískar öfgar sínar í því sem þær kalla „mannúð“ en gera öllum öðrum upp andúð á útlendingum sem vilja axla ábyrgð á samfélaginu og hafa visku til að stíga niður fæti og sjá að nóg er nóg. Eitt er morgunljóst og það er að íslenskt samfélag þolir ekki þá stökkbreytingu á fjölda hælisleitenda sem óska hér eftir alþjóðlegri vernd. Allar innviðastoðir samfélagsins standa á brauðfótum. Stjórnvöldum hefur ekki tekist að axla þá ábyrgð sem fylgir því að taka á móti þúsundum hælisleitenda og aðlaga þá samfélaginu. Vaxandi fátækt, ólæsi, vanlíðan og kvíði einkennir stóran hluta þessa fólks, vegna þess að stjórnvöld ráða ekki við verkefnið. Síðast en ekki síst þá ríkir ófremdarástand á húsnæðismarkaði þar sem stjórnvöld hafa rekið húsnæðisskortsstefnu svo árum skiptir. Skortsstefnu í takti við lóðaskortsstefnuna sem Samfylkingin hefur rekið í borginni um árabil. Hvað vill þá Samfylkingin gera í vandanum sem er vaxinn okkur hátt yfir höfuð? Jú, opna landamærin og taka á móti öllum sem hingað leita hvort sem við höfum burði til þess eða ekki. Þeim er nákæmlega sama þótt félagslegir innviðir hrynji til grunna eins og dæmin sanna. En auðvitað er þetta rökrétt framhald af fyrri afrekum þeirra stallsystra í hrunstjórn og eftirhrunstjórn. Ljóst er að vonarstjarna flokksins og formaður, getur ekki setið ein í öllum ráðherrastólum eftir næstu kosningar þrátt fyrir að hún hafi ríkan vilja til þess.Kjósendur verða að opna augun og ákveða það í eitt skipti fyrir öll hvort að þeir vilji endurtaka leikinn og setja stjórntaumana í hendur hrunreynsluboltanna sem telja að við getum bjargað heiminum og að hægt sé að eyða sömu krónuninni tvisvar. Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Hælisleitendur Alþingi Flokkur fólksins Samfylkingin Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Hrunreynsluboltarnir Þórunn Sveinbjarnardóttir og Oddný G. Harðardóttir, báðar með sótsvarta ferilskrá í stjórnmálum og ríkisrekstri, fálma nú hvor í aðra og geysast fram á ritvöllinn til að réttlæta það ófremdarástand sem ríkir í hælisleitendamálum og um leið þann 25 milljarða beina kostnað sem málaflokkurinn tekur til sín á ársgrundvelli. Í grein Oddnýjar „Öfgar og ósannindi“ sem birtist á Vísi þann 21. maí síðastliðinn svarar hún fyrir vinkonu sína Þórunni sem greinilega getur það ekki sjálf eða hvað? Oddný segir mig öfgakennda og haldna útlendingaandúð fyrir að gagnrýna það að á aðeins 10 árum, hafi árlegur kostnaður hælisleitendakerfisins vaxið frá 465 milljónum króna í 25 milljarða. Það kostar s.s. samfélagið fimm milljörðum meira en að fjármagna allar heilsugæslustöðvar landsins. Í greininni sem Oddný skrifar til varnar Þórunni segir hún meðal annars að almannatryggingakerfið þarfnist kjarabóta og fólk geti treyst Samfylkingunni í þeim efnum. Ef þetta er ekki veruleikafyrring þá er hún ekki til. Á þeim örskamma tíma sem Oddný G. Harðardóttir gegndi embætti formanns fjárlaganefndar og síðan stöðu fjármálaráðherra á árunum 2010 til 2012, misstu þúsundir fjölskyldna heimili sín í græðgiskjaft fjármálaelítunnar sem Oddný og fylgitungl hennar í þáverandi ríkisstjórn vörðu með kjafti og klóm á kostnað almennings í landinu. Ekki nægði þeim að reisa gjaldborg um heimili landsmanna heldur reistu þau skjaldborg um fjármálaelítuna, þvert á öll loforð um hið gagnstæða í aðdraganda kosninganna vorið 2009. Ég vona að enginn sé búinn að gleyma þeim milljörðum á milljarða ofan sem eftirhrunstjórnin setti í gjaldþrota Sparisjóð Keflavíkur og Sjóvá almannatryggingafélag. Vonandi muna allir einnig eftir kjaragliðnun almannatryggingaþega sem jókst úr 5,4% í 6,8% eða um rúm 10% á örskotsstundu. Auk þess voru skerðingar á lífeyrisgreiðslum hækkaðar, sem undirstrikar að ríkisstjórn Samfylkingar og VG hagræddi í ríkisrekstri á kostnað lífeyrisþega. Hver í ósköpunum myndi ekki líta á Oddnýju sem trúverðugan sérfræðing í ríkisrekstri og talsmann þeirra verst settu með svona „glæsilegan“ feril að baki? Í grein sinni hreykir Oddný sér einnig af innleiðingu sérstöku framfærsluuppbótarinnar svokölluðu. Lagabreyting sem átti upphaflega að vera hjálpartæki fyrir tekjulægsta hópinn en endaði sem hnífsstunga í bakið á þúsundum, þar sem króna á móti krónu skerðingin sem fylgdi framfærsluuppbótinni reyndist vera eitt blóðugasta skerðingartól stjórnvalda í manna minnum. Hún kippti fótunum undan getu þeirra verst settu til að eiga möguleika á að bjarga sér sjálfir. Allir þeir sem fengu einhverjar krónur umfram greiðslur frá TR þurftu að greiða til baka hina sérstöku framfærsluuppbót. Kjaftshöggið kom á skerðingardaginn mikla ári síðar og var viðkomandi gert að endurgreiða alla framfærsluuppbótina sem hann hafði fengið greidda árið áður. Greiðsla úr lífeyrissjóði af hlutastarfi og hvaða krónur sem komu til hins fátæka almannatryggingaþega voru hrifsaðar af honum aftur og rúmlega það. Það þarf enginn að ímynda sér gæsku þessara úlfa í sauðagærum. Verkin þeirra segja allt sem segja þarf. Það er athyglisvert að sjá talsmenn Samfylkingar þær Þórunni og Oddnýju keppast við að sannfæra landsmenn um að það allra besta sé að neita engum um vernd á Íslandi. Þeim tekst ekki að dylja popúlískar öfgar sínar í því sem þær kalla „mannúð“ en gera öllum öðrum upp andúð á útlendingum sem vilja axla ábyrgð á samfélaginu og hafa visku til að stíga niður fæti og sjá að nóg er nóg. Eitt er morgunljóst og það er að íslenskt samfélag þolir ekki þá stökkbreytingu á fjölda hælisleitenda sem óska hér eftir alþjóðlegri vernd. Allar innviðastoðir samfélagsins standa á brauðfótum. Stjórnvöldum hefur ekki tekist að axla þá ábyrgð sem fylgir því að taka á móti þúsundum hælisleitenda og aðlaga þá samfélaginu. Vaxandi fátækt, ólæsi, vanlíðan og kvíði einkennir stóran hluta þessa fólks, vegna þess að stjórnvöld ráða ekki við verkefnið. Síðast en ekki síst þá ríkir ófremdarástand á húsnæðismarkaði þar sem stjórnvöld hafa rekið húsnæðisskortsstefnu svo árum skiptir. Skortsstefnu í takti við lóðaskortsstefnuna sem Samfylkingin hefur rekið í borginni um árabil. Hvað vill þá Samfylkingin gera í vandanum sem er vaxinn okkur hátt yfir höfuð? Jú, opna landamærin og taka á móti öllum sem hingað leita hvort sem við höfum burði til þess eða ekki. Þeim er nákæmlega sama þótt félagslegir innviðir hrynji til grunna eins og dæmin sanna. En auðvitað er þetta rökrétt framhald af fyrri afrekum þeirra stallsystra í hrunstjórn og eftirhrunstjórn. Ljóst er að vonarstjarna flokksins og formaður, getur ekki setið ein í öllum ráðherrastólum eftir næstu kosningar þrátt fyrir að hún hafi ríkan vilja til þess.Kjósendur verða að opna augun og ákveða það í eitt skipti fyrir öll hvort að þeir vilji endurtaka leikinn og setja stjórntaumana í hendur hrunreynsluboltanna sem telja að við getum bjargað heiminum og að hægt sé að eyða sömu krónuninni tvisvar. Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun