Skipsbrak varpar ljósi á harmleik undan Vestfjörðum fyrir 72 árum Kristján Már Unnarsson skrifar 22. maí 2024 21:41 Síðasta myndin sem tekin var af norska selfangaranum MS Brattind. Ishavsmuseet Aarvak Brak sem kom í troll íslensks togara í fyrra hefur núna leitt til þess að búið er að varpa ljósi á 72 ára gamlan harmleik, um örlög fimm norskra selveiðiskipa, sem hurfu sporlaust með 78 manns milli Íslands og Grænlands um páskana árið 1952. Í fréttum Stöðvar 2 var farið í höfuðstöðvar Brims í Örfirisey en þar var upplýst í dag að brak, sem áhöfn togarans Viðeyjar fann í október í haust, reyndist mikilvægari fundur en menn gátu þá ímyndað sér. „Við fengum þetta í trollið við miðlínuna milli Íslands og Grænlands, á Dornbankamiðunum,” segir Jón Frímann Eiríksson, sem var skipstjóri á Viðey í túrnum. Jón Frímann Eiríksson, skipstjóri á Viðey, bendir á punktinn á kortinu þar sem brakið fannst.Einar Árnason Upp komu nokkrir stórir hlutir og einnig stýri. „Þá fórum við svona að átta okkur á því að þetta væri kannski eitthvað aðeins merkilegra heldur en eitthvað bara drasl,” segir skipstjórinn. Hér má sjá nokkra af þeim hlutum sem komu í troll togarans Viðeyjar.Ishavsmuseet Aarvak Frétt í Morgunblaðinu um fundinn varð til þess að norskt safn bað um að fá hlutina til rannsóknar. Í dag kynnti fulltrúi þess Íslendingum niðurstöðuna. „Á því leikur enginn vafi lengur, það var MS Brattind sem fannst,” segir Willy Nesset frá Íshafssafninu í Brandal við Álasund. Willy Nesset, fulltrúi Íshafssafnsins í Brandal við Álasund.Einar Árnason MS Brattind var einn fimm norskra selfangara sem týndust í illviðri með mikilli ísingu árið 1952. „Að fá að vita það að við vorum að finna vota gröf sjötíu manna er náttúrlega bara alveg magnað. Sem við bara gerðum okkur ekki grein fyrir á þessum tíma,” segir skipstjórinn Jón Frímann. Fyrir samfélög í Mæri og Tromsfylki er núna fengin staðfesting á miklum harmleik þegar 78 norskir sjómenn fórust. Selveiðiskipin fimm sem týndust milli Íslands og Grænlands árið 1952.Ishavsmuseet Aarvak „Þegar fimm skútur hurfu sporlaust urðu eftir næstum fimmtíu ekkjur og næstum hundrað föðurlaus börn,” segir Bernt Brandal, bæjarstjóri í sveitarfélaginu Hareid. Núna sé loksins búið að varpa ljósi á hvað gerðist. Bernt Brandal, bæjarstjóri í sveitarfélaginu Hareid.Einar Árnason „Þetta eru stórtíðindi og margir upplifðu sterkar tilfinningar þegar þetta kom fram,” segir bæjarstjórinn. Umfangsmikil leit var gerð að skipunum á sínum tíma, bæði úr lofti og af sjó, án þess að nokkuð fyndist. Norsku skipin voru á selveiðum við hafísjaðarinn milli Íslands og Grænlands.Ishavsmuseet Aarvak „Þetta er fyrsta vísbendingin í 71 ár um hvað gerðist. Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir sögu norðurslóða og selveiða Noregs,” segir fulltrúi Íshafssafnsins. Í fundarlaun færðu Norðmennirnir skipstjóranum og útgerðinni gjafir en einnig ráðherra minjaverndar. Þökk sé Íslendingum hafa þeir núna áþreifanlega hluti til að heiðra minningu þeirra sem fórust. Andlátstilkynningar í norsku dagblaði eftir atburðinn. Alls fórust 78 norskir sjómenn, 44 frá Tromsfylki og 34 frá Mæri. 46 konur urðu ekkjur og 98 börn föðurlaus.Ishavsmuseet Aarvak Þann 27. maí næstkomandi verður gripunum sem fundust stillt upp á sýningu í safninu. „Þetta verður fagur minnisvarði um þá sem hurfu í vesturísnum í þessum harmleik veturinn 1952,” segir Willy Nesset frá Íshafssafninu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Noregur Sjávarútvegur Brim Fornminjar Söfn Dýr Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var farið í höfuðstöðvar Brims í Örfirisey en þar var upplýst í dag að brak, sem áhöfn togarans Viðeyjar fann í október í haust, reyndist mikilvægari fundur en menn gátu þá ímyndað sér. „Við fengum þetta í trollið við miðlínuna milli Íslands og Grænlands, á Dornbankamiðunum,” segir Jón Frímann Eiríksson, sem var skipstjóri á Viðey í túrnum. Jón Frímann Eiríksson, skipstjóri á Viðey, bendir á punktinn á kortinu þar sem brakið fannst.Einar Árnason Upp komu nokkrir stórir hlutir og einnig stýri. „Þá fórum við svona að átta okkur á því að þetta væri kannski eitthvað aðeins merkilegra heldur en eitthvað bara drasl,” segir skipstjórinn. Hér má sjá nokkra af þeim hlutum sem komu í troll togarans Viðeyjar.Ishavsmuseet Aarvak Frétt í Morgunblaðinu um fundinn varð til þess að norskt safn bað um að fá hlutina til rannsóknar. Í dag kynnti fulltrúi þess Íslendingum niðurstöðuna. „Á því leikur enginn vafi lengur, það var MS Brattind sem fannst,” segir Willy Nesset frá Íshafssafninu í Brandal við Álasund. Willy Nesset, fulltrúi Íshafssafnsins í Brandal við Álasund.Einar Árnason MS Brattind var einn fimm norskra selfangara sem týndust í illviðri með mikilli ísingu árið 1952. „Að fá að vita það að við vorum að finna vota gröf sjötíu manna er náttúrlega bara alveg magnað. Sem við bara gerðum okkur ekki grein fyrir á þessum tíma,” segir skipstjórinn Jón Frímann. Fyrir samfélög í Mæri og Tromsfylki er núna fengin staðfesting á miklum harmleik þegar 78 norskir sjómenn fórust. Selveiðiskipin fimm sem týndust milli Íslands og Grænlands árið 1952.Ishavsmuseet Aarvak „Þegar fimm skútur hurfu sporlaust urðu eftir næstum fimmtíu ekkjur og næstum hundrað föðurlaus börn,” segir Bernt Brandal, bæjarstjóri í sveitarfélaginu Hareid. Núna sé loksins búið að varpa ljósi á hvað gerðist. Bernt Brandal, bæjarstjóri í sveitarfélaginu Hareid.Einar Árnason „Þetta eru stórtíðindi og margir upplifðu sterkar tilfinningar þegar þetta kom fram,” segir bæjarstjórinn. Umfangsmikil leit var gerð að skipunum á sínum tíma, bæði úr lofti og af sjó, án þess að nokkuð fyndist. Norsku skipin voru á selveiðum við hafísjaðarinn milli Íslands og Grænlands.Ishavsmuseet Aarvak „Þetta er fyrsta vísbendingin í 71 ár um hvað gerðist. Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir sögu norðurslóða og selveiða Noregs,” segir fulltrúi Íshafssafnsins. Í fundarlaun færðu Norðmennirnir skipstjóranum og útgerðinni gjafir en einnig ráðherra minjaverndar. Þökk sé Íslendingum hafa þeir núna áþreifanlega hluti til að heiðra minningu þeirra sem fórust. Andlátstilkynningar í norsku dagblaði eftir atburðinn. Alls fórust 78 norskir sjómenn, 44 frá Tromsfylki og 34 frá Mæri. 46 konur urðu ekkjur og 98 börn föðurlaus.Ishavsmuseet Aarvak Þann 27. maí næstkomandi verður gripunum sem fundust stillt upp á sýningu í safninu. „Þetta verður fagur minnisvarði um þá sem hurfu í vesturísnum í þessum harmleik veturinn 1952,” segir Willy Nesset frá Íshafssafninu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Noregur Sjávarútvegur Brim Fornminjar Söfn Dýr Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent