Nemandinn ákærður fyrir tilraun til manndráps Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. maí 2024 10:42 Ingunn lá þungt haldin á spítala eftir árásina. Hún segist í dag á góðum batavegi þótt enn sé verkefni fyrir höndum. Ingunn Björnsdóttir Norskur karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps í ágúst í fyrra þegar hann réðst á Ingunni Björnsdóttur, kennara við Oslóarháskóla í Noregi. Karlmaðurinn viðurkennir að hafa veitt Ingunni og samkennara hennar áverka með hnífaárás en neitar að hafa ætlað að ráða þeim bana. Fjallað er um ákæruna í Verdens Gang. Þar segir að lögreglan í Noregi telji að Ingunn hafi lifað hnífaárásina af þökk sé viðbrögðum samkennarans. Það hafi verið hending að engin af fjölmörgum hnífsstungum hafi hafnað í mikilvægum líffærum. Dró upp hníf á fundi Það var síðdegis þann 24. ágúst í fyrra sem nemandi við háskólann mætti á fund með Ingunni og samstarfskonu við lyfjafræðideild Oslóarháskóla. Ingunn lýsti því í samtali við fréttastofu í fyrr að nemandinn hefði að fundinum loknum skyndilega dregið upp hníf. Fram kemur í ákærunni að nemandinn hafi skorið hálsinn á Ingunni, stungið hana í maga og brjóstkassa. Til viðbótar hafi fundist níu stungusár á höndum og fótum Ingunnar. „Björnsdóttir komst lífs af vegna þess að samstarfsmaður og fleiri gripu inn í, hnífurinn fór ekki í mikilvæg líffæri og Björnsdóttir fékk læknisfræðilega meðferð með hraði,“ segir í ákærunni. Hulda Olsen Karlsdóttir, saksóknari hjá norska ríkinu, segir rök fyrir því að ákæra manninn fyrir tilraun til manndráps. Á góðum batavegi „Ég hef náð góðum líkamlegum bata en varð fyrir meiðslum sem krefjast frekari æfinga til að ná fullum styrk. Endurhæfingin hefur gengið mjög vel með mikilli vinnu,“ segir Ingunn í viðtali við VG. „Þetta hefur verið meiri rússíbani með andlegu líðanina en ég ætla að bíða með að tjá mig frekar þar til réttarhöldin fara fram.“ Fram kemur í frétt VG að nemandinn hafi fallið á prófi skömmu fyrir árásina. Hann hafi brugðist við með því að ráðast á kennarann. Ingunn ræddi við fréttastofu um árásina í fyrra. Þar sagðist hún ekki bera kala til árásarmannsins og sagði einmitt að rétt viðbrögð samstarfsfólks og hennar sjálfrar hefðu bjargað lífi hennar. „Nei ég finn enga reiði, ekki í garð árásarmannsins sko. Ég vona bara að honum verði hjálpað út úr þeim hugsunum, hverjar sem þær voru sem leiddu til þessa.“ Noregur Erlend sakamál Íslendingar erlendis Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Sjá meira
Fjallað er um ákæruna í Verdens Gang. Þar segir að lögreglan í Noregi telji að Ingunn hafi lifað hnífaárásina af þökk sé viðbrögðum samkennarans. Það hafi verið hending að engin af fjölmörgum hnífsstungum hafi hafnað í mikilvægum líffærum. Dró upp hníf á fundi Það var síðdegis þann 24. ágúst í fyrra sem nemandi við háskólann mætti á fund með Ingunni og samstarfskonu við lyfjafræðideild Oslóarháskóla. Ingunn lýsti því í samtali við fréttastofu í fyrr að nemandinn hefði að fundinum loknum skyndilega dregið upp hníf. Fram kemur í ákærunni að nemandinn hafi skorið hálsinn á Ingunni, stungið hana í maga og brjóstkassa. Til viðbótar hafi fundist níu stungusár á höndum og fótum Ingunnar. „Björnsdóttir komst lífs af vegna þess að samstarfsmaður og fleiri gripu inn í, hnífurinn fór ekki í mikilvæg líffæri og Björnsdóttir fékk læknisfræðilega meðferð með hraði,“ segir í ákærunni. Hulda Olsen Karlsdóttir, saksóknari hjá norska ríkinu, segir rök fyrir því að ákæra manninn fyrir tilraun til manndráps. Á góðum batavegi „Ég hef náð góðum líkamlegum bata en varð fyrir meiðslum sem krefjast frekari æfinga til að ná fullum styrk. Endurhæfingin hefur gengið mjög vel með mikilli vinnu,“ segir Ingunn í viðtali við VG. „Þetta hefur verið meiri rússíbani með andlegu líðanina en ég ætla að bíða með að tjá mig frekar þar til réttarhöldin fara fram.“ Fram kemur í frétt VG að nemandinn hafi fallið á prófi skömmu fyrir árásina. Hann hafi brugðist við með því að ráðast á kennarann. Ingunn ræddi við fréttastofu um árásina í fyrra. Þar sagðist hún ekki bera kala til árásarmannsins og sagði einmitt að rétt viðbrögð samstarfsfólks og hennar sjálfrar hefðu bjargað lífi hennar. „Nei ég finn enga reiði, ekki í garð árásarmannsins sko. Ég vona bara að honum verði hjálpað út úr þeim hugsunum, hverjar sem þær voru sem leiddu til þessa.“
Noregur Erlend sakamál Íslendingar erlendis Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Sjá meira