Síðasti naglinn í líkkistu innanlandsflugs? Eiður Ragnarsson skrifar 23. maí 2024 12:01 Nýverið tilkynnti Isavia hf um nýtt bílastæðakerfi við flugvöll sinn á Egilsstöðum. Ekki er það svo sem í frásögur færandi að rekstraraðili flugvallarinns taki upp nýtt, og að sögn þeirra, betra kerfi en tilgangurinn með þessu kerfi er að „tryggja gestum Egilsstaðaflugvallar bætta þjonustu og betri ferðaupplifun“. Gott og vel, ég er ákaflega hlynntur því að fyrirtæki og stofnanir tryggi viðskiptavinum sínum góða þjónustu, en hver er sú þjónusta sem Isavia hefur fram að þessu veitt sínum viðskiptavinum á Egilsstaðaflugvelli.? Flugstöðvarbyggingin er ágæt, þar er ágætis biðaðstaða og kaffitería sem selur veitingar fyrir þá sem bíða flugs eða eru að koma úr flugi. Bílastæði við flugstöðina eru þó nokkur um 1.100 m2 af malbikuðum stæðum, sem dugir fyrir um 90 bíla. Nokkur hluti af þessum stæðum er upptekinn dag hvern fyrir þær bílaleigur sem þjónusta flugfarþega, sem á slíkri þjónustu þurfa að halda. Síðan eru það „hin“ bílastæðin sem eru liðlega 3.300 m2. Óhefluð malarstæði í misgóðu ástandi án vetrarþjónustu og lýsingar. Þessi stæði rúma um 270 bíla. Fyrir öll þessi stæði, sem rúma um 360 bíla ætlar Isavia ohf að fara rukka eftir gjaldskrá sem gefin var út og auglýst í auglýsingablaði Austfirðinga Dagskránni, frá 1.200.- til 1.750.- kr á dag. Miðað vil lægsta taxta og full stæði ætlar því flugrekstraraðilin að taka til sín um 430.000.- krónur á hverjum degi, alls um 157 milljónir á ári hverju. Auðvitað má segja að þessi útreikningur sé mikil einföldun, t.d. má hrósa Isavia fyrir að ætla að hafa fyrstu 5 klukkustundirnar fríar en þetta eru engur að síður vel mögulegar niðustöður þessarar gjaldtöku. Samkvæmt ársreikningi Isavia 2023 eru innanfélagstekjur Innanlandsflugvalla ehf um 42 milljónir króna og tel ég líklegt, án þess að hafa lúslesið ársreikningin, að tekjur af bílastæðagjöldum leggist við þann lið. Það má því segja að þegar bílastæðagjöld á Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði og fleiri stöðum bætast þar inn, sé m verulega aukningu á tekjum að ræða. Til samanburðar, þá eru tekjur Isavia af þjónustusamningi sínum við Innviðaráðaneytið liðlega 2.4 milljarðar króna vegna reksturs innanlandsflugvalla. Einnig keur fram í ársreikningi að: „Engar eignfærslur eru hjá félaginu vegna verkefna tengt viðhaldi né nýframkvæmdum þar sem slíkar framkvæmdir eru ekki eign félagsins heldur ríkisins en félaginu aðeins falið að annast umsýslu þessara framkvæmda.“ Isavia er því að mati umdirritaðs að fara að leggja á gjöld á notkun eign þriðja aðila þ.e á eign ríkissins. En hvaða þjónusta er það sem kallar á þessi gjöld.? Jú það kostar vissulega eitthvað að byggja upp, reka og viðhalda nokkur hundruð bílastæðum, en fram að þessu hefur þjónustan verið slök í meira lagi. Meginþorri umræddra bílastæða er, eins og áður hefur komið fram, léleg malarstæði, án lýsingar og án þjónustu, í rigningartíð er erfitt að komast um þurrum fótum, í þurkatíð eru þau undirlögð ryki og á vetrum þurfa þeir sem stæðin nýta að moka sig sjálfir út. Og nú ætlar flugrekstraraðilinn að hefja gjaldtöku á þessum „prýðisgóðu stæðum“.. Ekki ætla ég að fara síðan í þessum pistli að fara að tala um verð á innanlandsflugi, það er efni í aðra grein, en það má alveg geta þess að algengt verð á flugmiða milli Egilsstaða og Reykjavíkur sé á bilinu 30.000.- til 50.000.- aðra leiðina og þegar þessi gjaldtaka bætist við, má sennilega fara undirbúa jarðarför innanlandsflugs til Egilsstaða. Ég held að það sé alveg tímabært að skoða hvernig staðið er að málum hjá hinum ýmsu ohf fyritækjum, fyrirtækjum sem eru í eigu okkar landsmanna. Mín upplifun er að þau séu oft eins og ríki í ríkinu og fari fram rétt eins og þeim sýnist án þess að ráfæra sig við eigendur sína, það má t.d. minnast á kaup Landsbankans á tryggingafélagi nýverið því máli til stuðnings. Það er síðan lágmarkskrafa að áður en farið er að innheimta gjöld af veittri þjónustu að þjónustan sé til staðar. Það er ekki hægt að byrja á því að láta viðskitavin greiða fyrir veitingar áður en ég byggi veitingahúsið, en það er klárlega það sem Isavia virðist ætla gera, rukka fyrst og framkvæma svo.... kanski.. Höfundur er íbúi á Djúpavogi og fyrrum notandi innanlandsflugs frá Egilsstöðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir af flugi Egilsstaðaflugvöllur Múlaþing Byggðamál Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Nýverið tilkynnti Isavia hf um nýtt bílastæðakerfi við flugvöll sinn á Egilsstöðum. Ekki er það svo sem í frásögur færandi að rekstraraðili flugvallarinns taki upp nýtt, og að sögn þeirra, betra kerfi en tilgangurinn með þessu kerfi er að „tryggja gestum Egilsstaðaflugvallar bætta þjonustu og betri ferðaupplifun“. Gott og vel, ég er ákaflega hlynntur því að fyrirtæki og stofnanir tryggi viðskiptavinum sínum góða þjónustu, en hver er sú þjónusta sem Isavia hefur fram að þessu veitt sínum viðskiptavinum á Egilsstaðaflugvelli.? Flugstöðvarbyggingin er ágæt, þar er ágætis biðaðstaða og kaffitería sem selur veitingar fyrir þá sem bíða flugs eða eru að koma úr flugi. Bílastæði við flugstöðina eru þó nokkur um 1.100 m2 af malbikuðum stæðum, sem dugir fyrir um 90 bíla. Nokkur hluti af þessum stæðum er upptekinn dag hvern fyrir þær bílaleigur sem þjónusta flugfarþega, sem á slíkri þjónustu þurfa að halda. Síðan eru það „hin“ bílastæðin sem eru liðlega 3.300 m2. Óhefluð malarstæði í misgóðu ástandi án vetrarþjónustu og lýsingar. Þessi stæði rúma um 270 bíla. Fyrir öll þessi stæði, sem rúma um 360 bíla ætlar Isavia ohf að fara rukka eftir gjaldskrá sem gefin var út og auglýst í auglýsingablaði Austfirðinga Dagskránni, frá 1.200.- til 1.750.- kr á dag. Miðað vil lægsta taxta og full stæði ætlar því flugrekstraraðilin að taka til sín um 430.000.- krónur á hverjum degi, alls um 157 milljónir á ári hverju. Auðvitað má segja að þessi útreikningur sé mikil einföldun, t.d. má hrósa Isavia fyrir að ætla að hafa fyrstu 5 klukkustundirnar fríar en þetta eru engur að síður vel mögulegar niðustöður þessarar gjaldtöku. Samkvæmt ársreikningi Isavia 2023 eru innanfélagstekjur Innanlandsflugvalla ehf um 42 milljónir króna og tel ég líklegt, án þess að hafa lúslesið ársreikningin, að tekjur af bílastæðagjöldum leggist við þann lið. Það má því segja að þegar bílastæðagjöld á Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði og fleiri stöðum bætast þar inn, sé m verulega aukningu á tekjum að ræða. Til samanburðar, þá eru tekjur Isavia af þjónustusamningi sínum við Innviðaráðaneytið liðlega 2.4 milljarðar króna vegna reksturs innanlandsflugvalla. Einnig keur fram í ársreikningi að: „Engar eignfærslur eru hjá félaginu vegna verkefna tengt viðhaldi né nýframkvæmdum þar sem slíkar framkvæmdir eru ekki eign félagsins heldur ríkisins en félaginu aðeins falið að annast umsýslu þessara framkvæmda.“ Isavia er því að mati umdirritaðs að fara að leggja á gjöld á notkun eign þriðja aðila þ.e á eign ríkissins. En hvaða þjónusta er það sem kallar á þessi gjöld.? Jú það kostar vissulega eitthvað að byggja upp, reka og viðhalda nokkur hundruð bílastæðum, en fram að þessu hefur þjónustan verið slök í meira lagi. Meginþorri umræddra bílastæða er, eins og áður hefur komið fram, léleg malarstæði, án lýsingar og án þjónustu, í rigningartíð er erfitt að komast um þurrum fótum, í þurkatíð eru þau undirlögð ryki og á vetrum þurfa þeir sem stæðin nýta að moka sig sjálfir út. Og nú ætlar flugrekstraraðilinn að hefja gjaldtöku á þessum „prýðisgóðu stæðum“.. Ekki ætla ég að fara síðan í þessum pistli að fara að tala um verð á innanlandsflugi, það er efni í aðra grein, en það má alveg geta þess að algengt verð á flugmiða milli Egilsstaða og Reykjavíkur sé á bilinu 30.000.- til 50.000.- aðra leiðina og þegar þessi gjaldtaka bætist við, má sennilega fara undirbúa jarðarför innanlandsflugs til Egilsstaða. Ég held að það sé alveg tímabært að skoða hvernig staðið er að málum hjá hinum ýmsu ohf fyritækjum, fyrirtækjum sem eru í eigu okkar landsmanna. Mín upplifun er að þau séu oft eins og ríki í ríkinu og fari fram rétt eins og þeim sýnist án þess að ráfæra sig við eigendur sína, það má t.d. minnast á kaup Landsbankans á tryggingafélagi nýverið því máli til stuðnings. Það er síðan lágmarkskrafa að áður en farið er að innheimta gjöld af veittri þjónustu að þjónustan sé til staðar. Það er ekki hægt að byrja á því að láta viðskitavin greiða fyrir veitingar áður en ég byggi veitingahúsið, en það er klárlega það sem Isavia virðist ætla gera, rukka fyrst og framkvæma svo.... kanski.. Höfundur er íbúi á Djúpavogi og fyrrum notandi innanlandsflugs frá Egilsstöðum.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun