Fjóla felldi hreinan meirihluta Jón Þór Stefánsson skrifar 23. maí 2024 11:55 Bragi Bjarnason oddviti Sjálfstæðisflokks og Álfheiður Eymarsdóttir oddviti Áfram Árborg Árborg Bragi Bjarnason oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg mun taka við embætti bæjarstjóra í sveitarfélaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bæjarfulltrúum Árborgar. Sjálfstæðisflokkurinn var með hreinan meirihluta í Árborg, en Fjóla Kristinsdóttir, fráfarandi bæjarstjóri felldi meirihlutann. Áfram Árborg hefur nú gengið til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og mynda þessi tveir flokkar nýjan meirihluta í sveitarfélaginu. Í upphafi kjörtímabils var gengið frá samkomulagi um að Fjóla, sem var önnur á lista Sjálfstæðisflokksins, myndi gegna embætti bæjarstjóra fyrstu tvö ár kjörtímabilsins og Bragi seinni tvö árin. Fjóla hefur nú tilkynnt þá ákvörðun sína að falla frá þessu samkomulagi og yfirgefa meirihlutann. Áfram Árborg hafi ákveðið að stíga inn og breytist því eins flokks meirihluti í tveggja flokka meirihluta. Fjóla Kristinsdóttir fráfarandi bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Tilkynningin er eftirfarandi: Bæjarstjóraskipti í Árborg og nýtt meirihlutasamstarf Á síðustu tveimur árum hefur meirihluti Sjálfstæðisflokks í góðri samvinnu við starfsfólk Árborgar náð eftirtektarverðum árangri í að bæta rekstur sveitarfélagsins. Tekist hefur verið á við krefjandi skuldastöðu sveitarfélagsins af ábyrgð og festu. Mikil eining hefur ríkt meðal meirihlutans í þeirri vinnu allri og hefur verið gott samstarf við minnihlutann og þá sérstaklega bæjarmálafélagið Áfram Árborg. Meirihluti Sjálfstæðismanna hefur lagt áherslu á að styrkja innviði til að tryggja blómlega byggð í vaxandi sveitarfélagi. Í upphafi kjörtímabils var gengið frá samkomulagi þar sem kveðið var á um að annar maður á lista Sjálfstæðisflokksins Fjóla Kristinsdóttir myndi gegna embætti bæjarstjóra í Árborg fyrri tvö ár kjörtímabilsins og Bragi Bjarnason oddviti Sjálfstæðisflokksins myndi taka við hinn 1. júní 2024 og gegna embættinu út kjörtímabilið. Samkomulagið var kynnt er meirihlutinn tók við árið 2022. Fjóla Kristinsdóttir hefur tilkynnt bæjarfulltrúum og forystumönnum Sjálfstæðisflokksins í Árborg þá ákvörðun sína að falla frá því samkomulagi sem gert var í upphafi kjörtímabilsins og að hún muni yfirgefa meirihlutann. Einhugur er meðal annarra bæjarfulltrúa auk forystumanna Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélaginu að hvika ekki frá því sem samkomulagi sem gert var í upphafi kjörtímabilsins og mun Bragi Bjarnason oddviti taka við embætti bæjarstjóra eins og gert hefur verið ráð fyrir. Til að bregðast við breyttum aðstæðum og til að tryggja áframhaldandi uppbyggingu í Árborg og velferð íbúa hefur Áfram Árborg gengið til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og mynda þessi tveir flokkar nú traustan meirihluta í sveitarfélaginu. Forsvarsmenn Sjálfstæðisflokks og Áfram Árborgar horfa sameiginlega af ábyrgð og bjartsýni á þau krefjandi verkefni sem framundan eru og tryggja munu að Árborg eflist enn frekar sem öflugt og einstakt sveitarfélag fyrir bæði fyrirtæki og íbúa. Nýr meirihluti í Árborg.Árborg. Árborg Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent „Mál að linni“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn var með hreinan meirihluta í Árborg, en Fjóla Kristinsdóttir, fráfarandi bæjarstjóri felldi meirihlutann. Áfram Árborg hefur nú gengið til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og mynda þessi tveir flokkar nýjan meirihluta í sveitarfélaginu. Í upphafi kjörtímabils var gengið frá samkomulagi um að Fjóla, sem var önnur á lista Sjálfstæðisflokksins, myndi gegna embætti bæjarstjóra fyrstu tvö ár kjörtímabilsins og Bragi seinni tvö árin. Fjóla hefur nú tilkynnt þá ákvörðun sína að falla frá þessu samkomulagi og yfirgefa meirihlutann. Áfram Árborg hafi ákveðið að stíga inn og breytist því eins flokks meirihluti í tveggja flokka meirihluta. Fjóla Kristinsdóttir fráfarandi bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Tilkynningin er eftirfarandi: Bæjarstjóraskipti í Árborg og nýtt meirihlutasamstarf Á síðustu tveimur árum hefur meirihluti Sjálfstæðisflokks í góðri samvinnu við starfsfólk Árborgar náð eftirtektarverðum árangri í að bæta rekstur sveitarfélagsins. Tekist hefur verið á við krefjandi skuldastöðu sveitarfélagsins af ábyrgð og festu. Mikil eining hefur ríkt meðal meirihlutans í þeirri vinnu allri og hefur verið gott samstarf við minnihlutann og þá sérstaklega bæjarmálafélagið Áfram Árborg. Meirihluti Sjálfstæðismanna hefur lagt áherslu á að styrkja innviði til að tryggja blómlega byggð í vaxandi sveitarfélagi. Í upphafi kjörtímabils var gengið frá samkomulagi þar sem kveðið var á um að annar maður á lista Sjálfstæðisflokksins Fjóla Kristinsdóttir myndi gegna embætti bæjarstjóra í Árborg fyrri tvö ár kjörtímabilsins og Bragi Bjarnason oddviti Sjálfstæðisflokksins myndi taka við hinn 1. júní 2024 og gegna embættinu út kjörtímabilið. Samkomulagið var kynnt er meirihlutinn tók við árið 2022. Fjóla Kristinsdóttir hefur tilkynnt bæjarfulltrúum og forystumönnum Sjálfstæðisflokksins í Árborg þá ákvörðun sína að falla frá því samkomulagi sem gert var í upphafi kjörtímabilsins og að hún muni yfirgefa meirihlutann. Einhugur er meðal annarra bæjarfulltrúa auk forystumanna Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélaginu að hvika ekki frá því sem samkomulagi sem gert var í upphafi kjörtímabilsins og mun Bragi Bjarnason oddviti taka við embætti bæjarstjóra eins og gert hefur verið ráð fyrir. Til að bregðast við breyttum aðstæðum og til að tryggja áframhaldandi uppbyggingu í Árborg og velferð íbúa hefur Áfram Árborg gengið til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og mynda þessi tveir flokkar nú traustan meirihluta í sveitarfélaginu. Forsvarsmenn Sjálfstæðisflokks og Áfram Árborgar horfa sameiginlega af ábyrgð og bjartsýni á þau krefjandi verkefni sem framundan eru og tryggja munu að Árborg eflist enn frekar sem öflugt og einstakt sveitarfélag fyrir bæði fyrirtæki og íbúa. Nýr meirihluti í Árborg.Árborg.
Árborg Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent „Mál að linni“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira