Fjóla felldi hreinan meirihluta Jón Þór Stefánsson skrifar 23. maí 2024 11:55 Bragi Bjarnason oddviti Sjálfstæðisflokks og Álfheiður Eymarsdóttir oddviti Áfram Árborg Árborg Bragi Bjarnason oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg mun taka við embætti bæjarstjóra í sveitarfélaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bæjarfulltrúum Árborgar. Sjálfstæðisflokkurinn var með hreinan meirihluta í Árborg, en Fjóla Kristinsdóttir, fráfarandi bæjarstjóri felldi meirihlutann. Áfram Árborg hefur nú gengið til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og mynda þessi tveir flokkar nýjan meirihluta í sveitarfélaginu. Í upphafi kjörtímabils var gengið frá samkomulagi um að Fjóla, sem var önnur á lista Sjálfstæðisflokksins, myndi gegna embætti bæjarstjóra fyrstu tvö ár kjörtímabilsins og Bragi seinni tvö árin. Fjóla hefur nú tilkynnt þá ákvörðun sína að falla frá þessu samkomulagi og yfirgefa meirihlutann. Áfram Árborg hafi ákveðið að stíga inn og breytist því eins flokks meirihluti í tveggja flokka meirihluta. Fjóla Kristinsdóttir fráfarandi bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Tilkynningin er eftirfarandi: Bæjarstjóraskipti í Árborg og nýtt meirihlutasamstarf Á síðustu tveimur árum hefur meirihluti Sjálfstæðisflokks í góðri samvinnu við starfsfólk Árborgar náð eftirtektarverðum árangri í að bæta rekstur sveitarfélagsins. Tekist hefur verið á við krefjandi skuldastöðu sveitarfélagsins af ábyrgð og festu. Mikil eining hefur ríkt meðal meirihlutans í þeirri vinnu allri og hefur verið gott samstarf við minnihlutann og þá sérstaklega bæjarmálafélagið Áfram Árborg. Meirihluti Sjálfstæðismanna hefur lagt áherslu á að styrkja innviði til að tryggja blómlega byggð í vaxandi sveitarfélagi. Í upphafi kjörtímabils var gengið frá samkomulagi þar sem kveðið var á um að annar maður á lista Sjálfstæðisflokksins Fjóla Kristinsdóttir myndi gegna embætti bæjarstjóra í Árborg fyrri tvö ár kjörtímabilsins og Bragi Bjarnason oddviti Sjálfstæðisflokksins myndi taka við hinn 1. júní 2024 og gegna embættinu út kjörtímabilið. Samkomulagið var kynnt er meirihlutinn tók við árið 2022. Fjóla Kristinsdóttir hefur tilkynnt bæjarfulltrúum og forystumönnum Sjálfstæðisflokksins í Árborg þá ákvörðun sína að falla frá því samkomulagi sem gert var í upphafi kjörtímabilsins og að hún muni yfirgefa meirihlutann. Einhugur er meðal annarra bæjarfulltrúa auk forystumanna Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélaginu að hvika ekki frá því sem samkomulagi sem gert var í upphafi kjörtímabilsins og mun Bragi Bjarnason oddviti taka við embætti bæjarstjóra eins og gert hefur verið ráð fyrir. Til að bregðast við breyttum aðstæðum og til að tryggja áframhaldandi uppbyggingu í Árborg og velferð íbúa hefur Áfram Árborg gengið til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og mynda þessi tveir flokkar nú traustan meirihluta í sveitarfélaginu. Forsvarsmenn Sjálfstæðisflokks og Áfram Árborgar horfa sameiginlega af ábyrgð og bjartsýni á þau krefjandi verkefni sem framundan eru og tryggja munu að Árborg eflist enn frekar sem öflugt og einstakt sveitarfélag fyrir bæði fyrirtæki og íbúa. Nýr meirihluti í Árborg.Árborg. Árborg Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fleiri fréttir Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn var með hreinan meirihluta í Árborg, en Fjóla Kristinsdóttir, fráfarandi bæjarstjóri felldi meirihlutann. Áfram Árborg hefur nú gengið til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og mynda þessi tveir flokkar nýjan meirihluta í sveitarfélaginu. Í upphafi kjörtímabils var gengið frá samkomulagi um að Fjóla, sem var önnur á lista Sjálfstæðisflokksins, myndi gegna embætti bæjarstjóra fyrstu tvö ár kjörtímabilsins og Bragi seinni tvö árin. Fjóla hefur nú tilkynnt þá ákvörðun sína að falla frá þessu samkomulagi og yfirgefa meirihlutann. Áfram Árborg hafi ákveðið að stíga inn og breytist því eins flokks meirihluti í tveggja flokka meirihluta. Fjóla Kristinsdóttir fráfarandi bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Tilkynningin er eftirfarandi: Bæjarstjóraskipti í Árborg og nýtt meirihlutasamstarf Á síðustu tveimur árum hefur meirihluti Sjálfstæðisflokks í góðri samvinnu við starfsfólk Árborgar náð eftirtektarverðum árangri í að bæta rekstur sveitarfélagsins. Tekist hefur verið á við krefjandi skuldastöðu sveitarfélagsins af ábyrgð og festu. Mikil eining hefur ríkt meðal meirihlutans í þeirri vinnu allri og hefur verið gott samstarf við minnihlutann og þá sérstaklega bæjarmálafélagið Áfram Árborg. Meirihluti Sjálfstæðismanna hefur lagt áherslu á að styrkja innviði til að tryggja blómlega byggð í vaxandi sveitarfélagi. Í upphafi kjörtímabils var gengið frá samkomulagi þar sem kveðið var á um að annar maður á lista Sjálfstæðisflokksins Fjóla Kristinsdóttir myndi gegna embætti bæjarstjóra í Árborg fyrri tvö ár kjörtímabilsins og Bragi Bjarnason oddviti Sjálfstæðisflokksins myndi taka við hinn 1. júní 2024 og gegna embættinu út kjörtímabilið. Samkomulagið var kynnt er meirihlutinn tók við árið 2022. Fjóla Kristinsdóttir hefur tilkynnt bæjarfulltrúum og forystumönnum Sjálfstæðisflokksins í Árborg þá ákvörðun sína að falla frá því samkomulagi sem gert var í upphafi kjörtímabilsins og að hún muni yfirgefa meirihlutann. Einhugur er meðal annarra bæjarfulltrúa auk forystumanna Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélaginu að hvika ekki frá því sem samkomulagi sem gert var í upphafi kjörtímabilsins og mun Bragi Bjarnason oddviti taka við embætti bæjarstjóra eins og gert hefur verið ráð fyrir. Til að bregðast við breyttum aðstæðum og til að tryggja áframhaldandi uppbyggingu í Árborg og velferð íbúa hefur Áfram Árborg gengið til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og mynda þessi tveir flokkar nú traustan meirihluta í sveitarfélaginu. Forsvarsmenn Sjálfstæðisflokks og Áfram Árborgar horfa sameiginlega af ábyrgð og bjartsýni á þau krefjandi verkefni sem framundan eru og tryggja munu að Árborg eflist enn frekar sem öflugt og einstakt sveitarfélag fyrir bæði fyrirtæki og íbúa. Nýr meirihluti í Árborg.Árborg.
Árborg Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fleiri fréttir Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent