Ók af vettvangi banaslyss og hefur aldrei fundist Jón Þór Stefánsson skrifar 23. maí 2024 14:12 Mynd úr skýrslu rannsóknarnefndar. RNSA Ökumaður bíls sem ók á 49 ára gamlan karlmann á Höfðabakka í Reykjavík í desember 2022 hefur aldrei fundist. Maðurinn sem lá eftir í jörðinni varð síðan fyrir öðrum bíl og lést á Landspítalanum um nóttina vegna fjölda áverka. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birt í dag. Þar er atvikinu lýst þannig að vegfarandinn, hinn látni, hafi verið að þvera Höfðabakka sunnan við boðstöð strætisvagna til móts við Árbæjarsafn. Á sama tími hafi bíl verið ekið niður Höfðabakka og hafnað á manninum. Ökumaðurinn hafi ekið af vettvangi án þess að tilkynna um atvikið. Vegfarandinn lá í götunni eftir þetta. Stuttu síðar kom annar bíll, sá var af gerðinni Suzuki. Sá ökumaður kom auga á vegfarandann og reyndi að sveigja til vinstri en náði ekki að forðast árekstur við manninn. Suzuki-bíllinn hafnaði líka á hlið Toyotu-bíls við þetta. Líkt og áður segir lést vegfarandinn í kjölfarið. Samkvæmt gögnum sem rannsóknarnefndin styðst við liðu 78 sekúndur milli árekstranna. Enginn sem varð vitni að fyrri árekstrinum hefur gefið sig fram, en í kjölfar slyssins óskaði lögregla eftir vitnum. Fyrri áreksturinn meginorsök slyssins Í skýrslunni segir að meginorsök slyssins sé fyrsti áreksturinn, við óþekkta bílinn. Samkvæmt krufningarrannsókn fékk vegfarandinn áverka á lærlegg við hann, sem er í samræmi við að ekið hafi verið á hann standandi. Það var vegna hans sem hann lá í jörðinni þegar Suzuki-bíllinn hafnaði á honum. Myndbandsupptaka úr Suzuki-bílnum sést að vegfarandinn hafi verið að reyna að standa upp þegar seinni áreksturinn varð, með því að reyna að setja undir sig olnboga. Aðrar orsakir eru einnig nefndar í skýrslunni. Þar er í fyrsta lagi minnst á að óþekkti ökumaðurinn hafi ekið af vettvangi án þess að veita fyrstu hjálp eða hringja eftir aðstoð. Mynd sem sýnir slysstaðinn.RNSA Í öðru lagi er það of hraður akstur ökumanns Suzuki-bílsins. Hann var að keyra á 74 kílómetra hraða skömmu áður en áreksturinn varð þar sem hámarkshraði er sextíu kílómetrar á klukkustund. Í þriðja lagi er minnst á athygli Suzuki-ökumannsins við akstur. Hann er sagður hafa verið með ekki nægilega mikla athygli á því sem var fyrir framan bílinn, heldur á umferð sem hafði myndast á götunni vegna vegfarandans. Þess vegna hafi hann haft skemmri tíma til að afstýra árekstrinum. Einnig er minnst á að vegfarandinn hefði getað farið öruggari leið í gegnum undirgöng, sem hann hafð áður almennt notað. Þá hafi hann ekki verið með endurskin á sér eða klæðnaði sínum. Þar að auki minnist rannsóknarnefndin á að þeir sem voru að veita skyndihjálp hefði þurft að huga betur að eigin öryggi með því að tryggja vettvang og þanng verja sig og hinn slasaða fyrir frekara slysi. Samgönguslys Reykjavík Umferð Umferðaröryggi Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birt í dag. Þar er atvikinu lýst þannig að vegfarandinn, hinn látni, hafi verið að þvera Höfðabakka sunnan við boðstöð strætisvagna til móts við Árbæjarsafn. Á sama tími hafi bíl verið ekið niður Höfðabakka og hafnað á manninum. Ökumaðurinn hafi ekið af vettvangi án þess að tilkynna um atvikið. Vegfarandinn lá í götunni eftir þetta. Stuttu síðar kom annar bíll, sá var af gerðinni Suzuki. Sá ökumaður kom auga á vegfarandann og reyndi að sveigja til vinstri en náði ekki að forðast árekstur við manninn. Suzuki-bíllinn hafnaði líka á hlið Toyotu-bíls við þetta. Líkt og áður segir lést vegfarandinn í kjölfarið. Samkvæmt gögnum sem rannsóknarnefndin styðst við liðu 78 sekúndur milli árekstranna. Enginn sem varð vitni að fyrri árekstrinum hefur gefið sig fram, en í kjölfar slyssins óskaði lögregla eftir vitnum. Fyrri áreksturinn meginorsök slyssins Í skýrslunni segir að meginorsök slyssins sé fyrsti áreksturinn, við óþekkta bílinn. Samkvæmt krufningarrannsókn fékk vegfarandinn áverka á lærlegg við hann, sem er í samræmi við að ekið hafi verið á hann standandi. Það var vegna hans sem hann lá í jörðinni þegar Suzuki-bíllinn hafnaði á honum. Myndbandsupptaka úr Suzuki-bílnum sést að vegfarandinn hafi verið að reyna að standa upp þegar seinni áreksturinn varð, með því að reyna að setja undir sig olnboga. Aðrar orsakir eru einnig nefndar í skýrslunni. Þar er í fyrsta lagi minnst á að óþekkti ökumaðurinn hafi ekið af vettvangi án þess að veita fyrstu hjálp eða hringja eftir aðstoð. Mynd sem sýnir slysstaðinn.RNSA Í öðru lagi er það of hraður akstur ökumanns Suzuki-bílsins. Hann var að keyra á 74 kílómetra hraða skömmu áður en áreksturinn varð þar sem hámarkshraði er sextíu kílómetrar á klukkustund. Í þriðja lagi er minnst á athygli Suzuki-ökumannsins við akstur. Hann er sagður hafa verið með ekki nægilega mikla athygli á því sem var fyrir framan bílinn, heldur á umferð sem hafði myndast á götunni vegna vegfarandans. Þess vegna hafi hann haft skemmri tíma til að afstýra árekstrinum. Einnig er minnst á að vegfarandinn hefði getað farið öruggari leið í gegnum undirgöng, sem hann hafð áður almennt notað. Þá hafi hann ekki verið með endurskin á sér eða klæðnaði sínum. Þar að auki minnist rannsóknarnefndin á að þeir sem voru að veita skyndihjálp hefði þurft að huga betur að eigin öryggi með því að tryggja vettvang og þanng verja sig og hinn slasaða fyrir frekara slysi.
Samgönguslys Reykjavík Umferð Umferðaröryggi Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Sjá meira