Parísarhjól á Miðbakka í sumar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. maí 2024 15:24 Svona lítur Parísarhjólið í Búkarest í Rúmeníu út. Fjölmargar borgir Evrópu og heimsins eru með Parísarhjól. London, Gautaborg, Gdansk og Tblisi svo fáin dæmi séu nefnd. EPA-EFE/Robert Ghement Parísarhjól verður sett upp á Miðbakka í sumar. Um tilraunaverkefni til eins sumars er að ræða og mun Taylors Tivoli Iceland ehf annast uppsetningu og rekstur á parísarhjólinu. Hjólabraut víkur fyrir hjólinu en verður sett upp á Klambratúni í staðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg sem auglýsti í mars eftir samstarfaðila til að reka parísarhjól á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Er það sagt hugsað sem spennandi viðbót við fjölbreytt borgarlíf og skemmtilegt framhald á mikilli uppbyggingu í miðborginni. „Mikill áhugi var á verkefninu og bárust fjórar umsóknir, en ákveðið var að bjóða Taylors Tivoli Iceland ehf til viðræðna. Á fyrirtækið önnur parísarhjól og hefur reynslu bæði af rekstri þeirra og af rekstri tívolís á Miðbakka. Gengið hefur verið úr skugga um að búnaðurinn þoli íslenskar aðstæður, þar með talið vindálag og jarðhræringar. Áhersla verður lögð á góða hljóðvist í kringum parísarhjólið og verða framkvæmdar hljóðmælingar á prufutímabilinu.“ Samkomulagið var samþykkt í borgarráði í dag. Aðgengi fyrir öll Samkvæmt samkomulagi fær Taylors Tivoli Iceland ehf afnot af Miðbakka, Geirsgötu 15, til loka september á þessu ári. „Um er að ræða svæði þar sem nú er hjólabraut, en hún verður færð á Klambratún. Fyrir afnotin greiðir fyrirtækið eina milljón króna á mánuði og verður allur kostnaður vegna uppsetningar og reksturs parísarhjólsins á ábyrgð Taylors Tivoli Iceland ehf. Framlag borgarinnar til samstarfsins eru afnot af lóð Faxaflóahafna í afmarkaðan tíma. Parísarhjólið verður 32 metra hátt og hefur það 24 vagna. Flestir þeirra hafa sex sæti, en einnig er boðið upp á aðgengi fyrir hjólastóla.“ Ein margra hugmynda um haftengda upplifun Verkefnið á rætur í hugmyndavinnu innan borgarinnar um haftengda upplifun og útivist, en settar voru fram fjölmargar hugmyndir um hvernig bæta mætti lífsgæði borgarbúa og lýðheilsu í skýrslu sem kom út síðasta haust. „Kostir grænna svæða eru vel þekktir og hefur verið sýnt fram á að aðgengi að grænum svæðum bæti velferð fólks. Vaxandi umræða er um kosti þess að hafa aðgengi að vatni, eða bláum svæðum; það er hafi, ám, fossum eða vötnum. Búseta í nálægð við vatn hefur jákvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu og stuðlar að bættri hamingju og vellíðan og í Evrópu hafa blá svæði í auknum mæli verið viðurkennd sem aðlaðandi eiginleiki borga með tilliti til ferðaþjónustu, afþreyingar og heilbrigðs lífsstíls. Því var farið í greiningu á möguleikum til upplifunar og útivistar á strandlengjunni í Reykjavík og var parísarhjól ein fjölmargra hugmynda sem lesa má um í skýrslunni.“ Reykjavík Ferðamennska á Íslandi Parísarhjól á Miðbakka Tengdar fréttir Leita að parísarhjólsstjóra Reykjavíkurborg leitar að samstarfsaðila til að reka parísarhjól á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Þetta kemur fram á vef borgarinnar. 5. mars 2024 14:06 Fljótandi gufubað og Parísarhjól framkvæmanlegar hugmyndir Stafshópur hefur sent frá sér skýrslu sem inniheldur hugmyndir og tillögur um haftengda upplifun í Reykjavík. 8. september 2023 12:46 Borgarstjóri talar fyrir Parísarhjóli við höfnina í Reykjavík Borgarstjóri vill kanna raunhæfni þess að koma fyrir Parísarhjóli í tilraunaskyni til nokkurra ára á Miðbakka í Reykjavík. Þetta kemur fram í fundargerð borgarráðs í dag. 7. september 2023 16:16 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg sem auglýsti í mars eftir samstarfaðila til að reka parísarhjól á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Er það sagt hugsað sem spennandi viðbót við fjölbreytt borgarlíf og skemmtilegt framhald á mikilli uppbyggingu í miðborginni. „Mikill áhugi var á verkefninu og bárust fjórar umsóknir, en ákveðið var að bjóða Taylors Tivoli Iceland ehf til viðræðna. Á fyrirtækið önnur parísarhjól og hefur reynslu bæði af rekstri þeirra og af rekstri tívolís á Miðbakka. Gengið hefur verið úr skugga um að búnaðurinn þoli íslenskar aðstæður, þar með talið vindálag og jarðhræringar. Áhersla verður lögð á góða hljóðvist í kringum parísarhjólið og verða framkvæmdar hljóðmælingar á prufutímabilinu.“ Samkomulagið var samþykkt í borgarráði í dag. Aðgengi fyrir öll Samkvæmt samkomulagi fær Taylors Tivoli Iceland ehf afnot af Miðbakka, Geirsgötu 15, til loka september á þessu ári. „Um er að ræða svæði þar sem nú er hjólabraut, en hún verður færð á Klambratún. Fyrir afnotin greiðir fyrirtækið eina milljón króna á mánuði og verður allur kostnaður vegna uppsetningar og reksturs parísarhjólsins á ábyrgð Taylors Tivoli Iceland ehf. Framlag borgarinnar til samstarfsins eru afnot af lóð Faxaflóahafna í afmarkaðan tíma. Parísarhjólið verður 32 metra hátt og hefur það 24 vagna. Flestir þeirra hafa sex sæti, en einnig er boðið upp á aðgengi fyrir hjólastóla.“ Ein margra hugmynda um haftengda upplifun Verkefnið á rætur í hugmyndavinnu innan borgarinnar um haftengda upplifun og útivist, en settar voru fram fjölmargar hugmyndir um hvernig bæta mætti lífsgæði borgarbúa og lýðheilsu í skýrslu sem kom út síðasta haust. „Kostir grænna svæða eru vel þekktir og hefur verið sýnt fram á að aðgengi að grænum svæðum bæti velferð fólks. Vaxandi umræða er um kosti þess að hafa aðgengi að vatni, eða bláum svæðum; það er hafi, ám, fossum eða vötnum. Búseta í nálægð við vatn hefur jákvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu og stuðlar að bættri hamingju og vellíðan og í Evrópu hafa blá svæði í auknum mæli verið viðurkennd sem aðlaðandi eiginleiki borga með tilliti til ferðaþjónustu, afþreyingar og heilbrigðs lífsstíls. Því var farið í greiningu á möguleikum til upplifunar og útivistar á strandlengjunni í Reykjavík og var parísarhjól ein fjölmargra hugmynda sem lesa má um í skýrslunni.“
Reykjavík Ferðamennska á Íslandi Parísarhjól á Miðbakka Tengdar fréttir Leita að parísarhjólsstjóra Reykjavíkurborg leitar að samstarfsaðila til að reka parísarhjól á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Þetta kemur fram á vef borgarinnar. 5. mars 2024 14:06 Fljótandi gufubað og Parísarhjól framkvæmanlegar hugmyndir Stafshópur hefur sent frá sér skýrslu sem inniheldur hugmyndir og tillögur um haftengda upplifun í Reykjavík. 8. september 2023 12:46 Borgarstjóri talar fyrir Parísarhjóli við höfnina í Reykjavík Borgarstjóri vill kanna raunhæfni þess að koma fyrir Parísarhjóli í tilraunaskyni til nokkurra ára á Miðbakka í Reykjavík. Þetta kemur fram í fundargerð borgarráðs í dag. 7. september 2023 16:16 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Sjá meira
Leita að parísarhjólsstjóra Reykjavíkurborg leitar að samstarfsaðila til að reka parísarhjól á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Þetta kemur fram á vef borgarinnar. 5. mars 2024 14:06
Fljótandi gufubað og Parísarhjól framkvæmanlegar hugmyndir Stafshópur hefur sent frá sér skýrslu sem inniheldur hugmyndir og tillögur um haftengda upplifun í Reykjavík. 8. september 2023 12:46
Borgarstjóri talar fyrir Parísarhjóli við höfnina í Reykjavík Borgarstjóri vill kanna raunhæfni þess að koma fyrir Parísarhjóli í tilraunaskyni til nokkurra ára á Miðbakka í Reykjavík. Þetta kemur fram í fundargerð borgarráðs í dag. 7. september 2023 16:16