Halla orðin vinsælasta plan B Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. maí 2024 19:00 Halla Tómasdóttir er ekki bara vinsælasta plan B heldur er hún forstjóri B Team. Vísir/Vilhelm Tæplega fjórðungur landsmanna myndi kjósa Höllu Tómasdóttur ef þeirra fyrsti kostur væri ekki í boði. Þrisvar sinnum fleiri setja hana sem sitt plan B nú en fyrir mánuði. Á sama tíma og flestir myndu kjósa Katrínu eru enn fleiri sem geta ekki hugsað sér hana sem forseta. Töluverðar vendingar eru í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu sem fjallað var um í kvöldfréttum okkar. Katrín Jakobsdóttir er með 25,7 prósenta fylgi og hefur fylgi hennar í könnunum Maskínu svo til staðið í stað undanfarinn mánuð. Halla Tómasdóttir kemur nú næst á eftir Katrínu með 18,6 prósenta fylgi. Hún hefur fimmfaldað fylgi sitt miðað við lægstu mælingu sína í Maskínukönnunum. Ekki er marktækur munu á Höllu og Baldri Þórhallssyni sem er með 18,2 prósent og sömu sögu er að segja um Höllu Hrund Logadóttur sem er með 16,6 prósent fylgi. Hún mældist mest með 29,7 prósenta fylgi fyrir tveimur vikum. Jón Gnarr er með 12,4 prósenta fylgi og hefur það verið stöðugt í síðustu fjórum könnunum. Sá möguleiki er fyrir hendi að forsetaefni dragi framboð sitt til baka. Því er áhugavert að skoða hvern landsmenn gætu hugsað sér væri þeirra forsetaefni ekki í framboði. Halla Tómasdóttir skýst upp fyrir Baldur Þórhallsson í þeirra mælingu. Mælist með 23,5 prósent en Baldur með 21,6 prósent. Halla Hrund er þriðja með 15,5 prósent og Jón Gnarr 14,3 prósent. Katrín er svo fimmta en 12,4 prósent eru með hana sem varaplan. Hér má sjá vinsælasta plan B hjá kjósendum. Þá voru þátttakendur í könnuninni spurðir að því hvern af þeim fimm sem mælast með mest fylgi þeir vildu síst vilja kjósa ef forsetakosningar færu fram á morgun. Langflestir geta ekki hugsað sér Katrínu sem forseta eða 42,4 prósent. Samkvæmt því eru töluvert fleiri sem vilja hana ekki sem forseta en ætla að greiða henni atkvæði. Þetta hlutfall hefur verið nokkuð stöðugt í síðustu þremur könnunum. Hér má sjá hvaða forsetaframbjóðenda kjósendur vilja síst sjá kosinn. Jón Gnarr kemur næstur á eftir Katrínu en 21,8 prósent gætu ekki hugsað sér hann sem forseta. Það hlutfall hefur lækkað úr 32,4 prósentum frá 8. maí. Á sama tíma hefur hlutfalli fólks sem gæti ekki hugsað sér Höllu Hrund sem forseta fjölgað úr 11,8 prósentum í 19,2 prósent. Þá geta 9,2 prósent ekki hugsað sér Baldur Þórhallsson en hlutfallið er 7,4 prósent hjá Höllu Tómasdóttur. Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Töluverðar vendingar eru í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu sem fjallað var um í kvöldfréttum okkar. Katrín Jakobsdóttir er með 25,7 prósenta fylgi og hefur fylgi hennar í könnunum Maskínu svo til staðið í stað undanfarinn mánuð. Halla Tómasdóttir kemur nú næst á eftir Katrínu með 18,6 prósenta fylgi. Hún hefur fimmfaldað fylgi sitt miðað við lægstu mælingu sína í Maskínukönnunum. Ekki er marktækur munu á Höllu og Baldri Þórhallssyni sem er með 18,2 prósent og sömu sögu er að segja um Höllu Hrund Logadóttur sem er með 16,6 prósent fylgi. Hún mældist mest með 29,7 prósenta fylgi fyrir tveimur vikum. Jón Gnarr er með 12,4 prósenta fylgi og hefur það verið stöðugt í síðustu fjórum könnunum. Sá möguleiki er fyrir hendi að forsetaefni dragi framboð sitt til baka. Því er áhugavert að skoða hvern landsmenn gætu hugsað sér væri þeirra forsetaefni ekki í framboði. Halla Tómasdóttir skýst upp fyrir Baldur Þórhallsson í þeirra mælingu. Mælist með 23,5 prósent en Baldur með 21,6 prósent. Halla Hrund er þriðja með 15,5 prósent og Jón Gnarr 14,3 prósent. Katrín er svo fimmta en 12,4 prósent eru með hana sem varaplan. Hér má sjá vinsælasta plan B hjá kjósendum. Þá voru þátttakendur í könnuninni spurðir að því hvern af þeim fimm sem mælast með mest fylgi þeir vildu síst vilja kjósa ef forsetakosningar færu fram á morgun. Langflestir geta ekki hugsað sér Katrínu sem forseta eða 42,4 prósent. Samkvæmt því eru töluvert fleiri sem vilja hana ekki sem forseta en ætla að greiða henni atkvæði. Þetta hlutfall hefur verið nokkuð stöðugt í síðustu þremur könnunum. Hér má sjá hvaða forsetaframbjóðenda kjósendur vilja síst sjá kosinn. Jón Gnarr kemur næstur á eftir Katrínu en 21,8 prósent gætu ekki hugsað sér hann sem forseta. Það hlutfall hefur lækkað úr 32,4 prósentum frá 8. maí. Á sama tíma hefur hlutfalli fólks sem gæti ekki hugsað sér Höllu Hrund sem forseta fjölgað úr 11,8 prósentum í 19,2 prósent. Þá geta 9,2 prósent ekki hugsað sér Baldur Þórhallsson en hlutfallið er 7,4 prósent hjá Höllu Tómasdóttur.
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira