Safna til að koma konunum í varanlegt skjól í Nígeríu Lovísa Arnardóttir skrifar 24. maí 2024 09:32 Á myndinni eru allar konurnar þær. Myndin er tekin fyrir um ári síðan þegar þeim var vísað úr húsnæði ríkislögreglustjóra 30 dögum eftir að þær fengu endanlega synjun um alþjóðlega vernd og misstu þar með rétt á allri þjónustu og búsetu. Vísir/Vilhelm Hópur fólks stendur nú fyrir söfnun til að aðstoða þrjár nígerískar konur sem var vísað úr landi fyrr í þessum mánuði. Konurnar fengu allar endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd fyrir um ári síðan og voru fluttar á brott í þvinguðum brottflutningi. Félagasamtökin Solaris halda utan um söfnunina fyrir konurnar en frá því að þær komu til Nígeríu hafa konurnar verið aðstoðaðar með gistingu og mat. Konurnar hafa allar lýst því að vera þolendur mansals. Sema Erla Serdaroglu formaður samtakanna segir í samtali við fréttastofu að upphæðirnar séu fljótar að safnast saman. Eins og stendur sé verið að aðstoða þær um tugi þúsunda á hverjum degi. Sema segir sorglegt að ekki hafi verið hægt að veita konunum vernd á Íslandi. Vísir/Vilhelm „Það er hópur fólks sem gat ekki annað en reynt að aðstoða þær með öllum þeim leiðum sem hægt er. Við höfum verið í sambandi við þær og reynum að heyra reglulega í þeim. Þetta er svo átakanlega erfið staða. Eðlilega er vonleysið og eymdin mjög mikil. Þær voru sendar úr landi án peninga og skilríkja og fengu aðeins að taka hluta af dóti sínu með sér,“ segir Sema og að við komuna til Nígeríu hafi þeim því verið erfitt að leita sér aðstoðar. „Það er hrikalegt að horfa upp á þetta. Við virðumst ekki vera skjól fyrir konur sem hafa upplifað slíkt hrottalegt ofbeldi eins og nauðgunarmansal er og þær hafa þurft að þola um árabil. Það er einhver þróun í gangi sem maður hræðist og það virðist vera að okkar skyldur til að veita fólki í neyð vernd nái ekki einu sinni lengur til þeirra sem eru í sem allra verstu stöðu og í mestri þörf.“. Skoða hvaða möguleikar standa konunum til boða Talskona Stígamóta sagði stuttu eftir brottvísun kvennanna að starfsfólk samtakanna ynni að því að koma þeim að hjá einhverju athvarfi í Lagos í Nígeríu. Sema segir að með aðstoð fólks úti séu þau að skoða hvaða möguleikar standi konunum til boða. Þær þurfi mikinn stuðning vegna langrar áfallasögu. „Það er einhver hreyfing á málum og vonandi verður hægt að koma þeim í skjól til lengri tíma. En það er ekki án kostnaðar,“ segir hún og að þess vegna hafi þau sett af stað söfnun. Hún segir ekki gera sér grein fyrir því hversu mikið þau þurfa en þær muni þurfa á stuðning halda í einhvern tíma. Spurð um aðstæður í Lagos segir Sema þær vonlausar fyrir þessar konur. Þær hafi komið þangað án skilríkja, peninga og nokkurs baklands. „Þetta er algjörlega vonlaus staðar og þess vegna skilur maður ekki af hverju þær voru sendar þangað. En þetta var vitað. Að þetta yrði svona,“ segir Sema. Hefur ekki fengið læknisaðstoð frá komu Fjallað var um það fyrir brottvísun kvennanna að ein þeirra, Blessing Uzoma Newton, væri mjög veik vegna æxlis í kviðarholi. Læknir á Landspítalanum sagði hana ekki ferðafæra. Sema segir Blessing ekki hafa fengið neina læknisaðstoð frá því hún kom til Lagos. „Þær eru ekki einu sinni með persónuskilríki og hafa ekkert í höndunum. Þau eru fá orðin eftir sem maður hefur til að lýsa þessum hryllingi sem er að eiga sér stað í málefnum flóttafólks hér á landi.“ „Við sjáum ekki fyrir endann á þessu og allur stuðningu er því vel þeginn. Hann er þeim lífsnauðsynlegur.“ Brottflutningurinn hefur verið nokkuð gagnrýndur vegna þessa. Jódís Skúladóttir, þingkona Vinstri grænna, óskaði þess í síðustu viku að fulltrúar Útlendingastofnunar, ríkislögreglustjóra og Kærunefndar útlendingamála kæmu fyrir nefnd til að ræða málið. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Nígería Félagasamtök Tengdar fréttir Fordæma brottvísun mansalsþolenda og vilja nýja stefnu Íslandsdeild Amnesty International fordæmir brottvísanir íslenskra stjórnvalda á umsækjendum um alþjóðlega vernd sem eru mansalsþolendur og hvetur stjórnvöld til að endurskoða stefnu sína er varðar umsækjendur um alþjóðlega vernd sem eru þolendur mansals. Vinna er hafin í dómsmálaráðuneytinu við nýja aðgerðaráætlun um mansal. 17. maí 2024 11:59 Píratar hafa áhyggjur af skorti á eftirliti með lögreglu Þingmaður Pírata segir greinilegt að alger samstaða sé milli stjórnarflokkanna um að afgreiða breytingar á útlendingalögum sem herði að þeim sem þurfi á vernd að halda. Þá verði ekki nægjanlegt eftirlit með því hvernig lögregla beiti auknum rannsóknarheimildum á fólki sem ekki hefði framið neinn glæp. 15. maí 2024 12:09 Fékk ekki að kveðja eiginmanninn fyrir flugið til Nígeríu Seint í gær var fjórum nígerískum ríkisborgurum vísað úr landi. Einn þeirra var hinn tvítugi Precious Felix Tanimola. Hann hefur verið á Íslandi í um tvö ár, var með atvinnuleyfi og er giftur íslenskri konu. Eiginkona hans segir brottvísun hans mikið áfall. 14. maí 2024 20:58 Fjórum nígerískum ríkisborgurum flogið til Frankfurt Fjórum nígerískum ríkisborgurum, þar af þremur konum, var flogið af landi brott seint í gær. Auk þeirra var einn karlmaður með í för. Öll höfðu þau fengið endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd á Íslandi. 14. maí 2024 09:26 „Erum hér í kvöld svo þetta gerist ekki í þögn“ Hópur fólks mótmælir nú við Keflavíkurflugvöll vegna yfirvofandi brottvísunar þriggja nígerískra kvenna. Útlendingastofnun hafnaði seinni partinn í dag beiðni lögmanns um frestun brottvísunar einnar þeirra, Blessing Uzoma Newton, af heilsufarsástæðum. 13. maí 2024 23:04 Veikindi Blessing ekki nógu mikil til að fresta brottvísun Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður segir það mikil vonbrigði að Útlendingastofnun ætli ekki að verða við beiðni hans um að fresta brottvísun Blessing Uzoma Newton af heilsufarsástæðum. Hann á von á því að Blessing og konurnar hinar tvær sem eru í haldi verði fluttar úr landi í kvöld. 13. maí 2024 17:38 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Félagasamtökin Solaris halda utan um söfnunina fyrir konurnar en frá því að þær komu til Nígeríu hafa konurnar verið aðstoðaðar með gistingu og mat. Konurnar hafa allar lýst því að vera þolendur mansals. Sema Erla Serdaroglu formaður samtakanna segir í samtali við fréttastofu að upphæðirnar séu fljótar að safnast saman. Eins og stendur sé verið að aðstoða þær um tugi þúsunda á hverjum degi. Sema segir sorglegt að ekki hafi verið hægt að veita konunum vernd á Íslandi. Vísir/Vilhelm „Það er hópur fólks sem gat ekki annað en reynt að aðstoða þær með öllum þeim leiðum sem hægt er. Við höfum verið í sambandi við þær og reynum að heyra reglulega í þeim. Þetta er svo átakanlega erfið staða. Eðlilega er vonleysið og eymdin mjög mikil. Þær voru sendar úr landi án peninga og skilríkja og fengu aðeins að taka hluta af dóti sínu með sér,“ segir Sema og að við komuna til Nígeríu hafi þeim því verið erfitt að leita sér aðstoðar. „Það er hrikalegt að horfa upp á þetta. Við virðumst ekki vera skjól fyrir konur sem hafa upplifað slíkt hrottalegt ofbeldi eins og nauðgunarmansal er og þær hafa þurft að þola um árabil. Það er einhver þróun í gangi sem maður hræðist og það virðist vera að okkar skyldur til að veita fólki í neyð vernd nái ekki einu sinni lengur til þeirra sem eru í sem allra verstu stöðu og í mestri þörf.“. Skoða hvaða möguleikar standa konunum til boða Talskona Stígamóta sagði stuttu eftir brottvísun kvennanna að starfsfólk samtakanna ynni að því að koma þeim að hjá einhverju athvarfi í Lagos í Nígeríu. Sema segir að með aðstoð fólks úti séu þau að skoða hvaða möguleikar standi konunum til boða. Þær þurfi mikinn stuðning vegna langrar áfallasögu. „Það er einhver hreyfing á málum og vonandi verður hægt að koma þeim í skjól til lengri tíma. En það er ekki án kostnaðar,“ segir hún og að þess vegna hafi þau sett af stað söfnun. Hún segir ekki gera sér grein fyrir því hversu mikið þau þurfa en þær muni þurfa á stuðning halda í einhvern tíma. Spurð um aðstæður í Lagos segir Sema þær vonlausar fyrir þessar konur. Þær hafi komið þangað án skilríkja, peninga og nokkurs baklands. „Þetta er algjörlega vonlaus staðar og þess vegna skilur maður ekki af hverju þær voru sendar þangað. En þetta var vitað. Að þetta yrði svona,“ segir Sema. Hefur ekki fengið læknisaðstoð frá komu Fjallað var um það fyrir brottvísun kvennanna að ein þeirra, Blessing Uzoma Newton, væri mjög veik vegna æxlis í kviðarholi. Læknir á Landspítalanum sagði hana ekki ferðafæra. Sema segir Blessing ekki hafa fengið neina læknisaðstoð frá því hún kom til Lagos. „Þær eru ekki einu sinni með persónuskilríki og hafa ekkert í höndunum. Þau eru fá orðin eftir sem maður hefur til að lýsa þessum hryllingi sem er að eiga sér stað í málefnum flóttafólks hér á landi.“ „Við sjáum ekki fyrir endann á þessu og allur stuðningu er því vel þeginn. Hann er þeim lífsnauðsynlegur.“ Brottflutningurinn hefur verið nokkuð gagnrýndur vegna þessa. Jódís Skúladóttir, þingkona Vinstri grænna, óskaði þess í síðustu viku að fulltrúar Útlendingastofnunar, ríkislögreglustjóra og Kærunefndar útlendingamála kæmu fyrir nefnd til að ræða málið.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Nígería Félagasamtök Tengdar fréttir Fordæma brottvísun mansalsþolenda og vilja nýja stefnu Íslandsdeild Amnesty International fordæmir brottvísanir íslenskra stjórnvalda á umsækjendum um alþjóðlega vernd sem eru mansalsþolendur og hvetur stjórnvöld til að endurskoða stefnu sína er varðar umsækjendur um alþjóðlega vernd sem eru þolendur mansals. Vinna er hafin í dómsmálaráðuneytinu við nýja aðgerðaráætlun um mansal. 17. maí 2024 11:59 Píratar hafa áhyggjur af skorti á eftirliti með lögreglu Þingmaður Pírata segir greinilegt að alger samstaða sé milli stjórnarflokkanna um að afgreiða breytingar á útlendingalögum sem herði að þeim sem þurfi á vernd að halda. Þá verði ekki nægjanlegt eftirlit með því hvernig lögregla beiti auknum rannsóknarheimildum á fólki sem ekki hefði framið neinn glæp. 15. maí 2024 12:09 Fékk ekki að kveðja eiginmanninn fyrir flugið til Nígeríu Seint í gær var fjórum nígerískum ríkisborgurum vísað úr landi. Einn þeirra var hinn tvítugi Precious Felix Tanimola. Hann hefur verið á Íslandi í um tvö ár, var með atvinnuleyfi og er giftur íslenskri konu. Eiginkona hans segir brottvísun hans mikið áfall. 14. maí 2024 20:58 Fjórum nígerískum ríkisborgurum flogið til Frankfurt Fjórum nígerískum ríkisborgurum, þar af þremur konum, var flogið af landi brott seint í gær. Auk þeirra var einn karlmaður með í för. Öll höfðu þau fengið endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd á Íslandi. 14. maí 2024 09:26 „Erum hér í kvöld svo þetta gerist ekki í þögn“ Hópur fólks mótmælir nú við Keflavíkurflugvöll vegna yfirvofandi brottvísunar þriggja nígerískra kvenna. Útlendingastofnun hafnaði seinni partinn í dag beiðni lögmanns um frestun brottvísunar einnar þeirra, Blessing Uzoma Newton, af heilsufarsástæðum. 13. maí 2024 23:04 Veikindi Blessing ekki nógu mikil til að fresta brottvísun Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður segir það mikil vonbrigði að Útlendingastofnun ætli ekki að verða við beiðni hans um að fresta brottvísun Blessing Uzoma Newton af heilsufarsástæðum. Hann á von á því að Blessing og konurnar hinar tvær sem eru í haldi verði fluttar úr landi í kvöld. 13. maí 2024 17:38 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Fordæma brottvísun mansalsþolenda og vilja nýja stefnu Íslandsdeild Amnesty International fordæmir brottvísanir íslenskra stjórnvalda á umsækjendum um alþjóðlega vernd sem eru mansalsþolendur og hvetur stjórnvöld til að endurskoða stefnu sína er varðar umsækjendur um alþjóðlega vernd sem eru þolendur mansals. Vinna er hafin í dómsmálaráðuneytinu við nýja aðgerðaráætlun um mansal. 17. maí 2024 11:59
Píratar hafa áhyggjur af skorti á eftirliti með lögreglu Þingmaður Pírata segir greinilegt að alger samstaða sé milli stjórnarflokkanna um að afgreiða breytingar á útlendingalögum sem herði að þeim sem þurfi á vernd að halda. Þá verði ekki nægjanlegt eftirlit með því hvernig lögregla beiti auknum rannsóknarheimildum á fólki sem ekki hefði framið neinn glæp. 15. maí 2024 12:09
Fékk ekki að kveðja eiginmanninn fyrir flugið til Nígeríu Seint í gær var fjórum nígerískum ríkisborgurum vísað úr landi. Einn þeirra var hinn tvítugi Precious Felix Tanimola. Hann hefur verið á Íslandi í um tvö ár, var með atvinnuleyfi og er giftur íslenskri konu. Eiginkona hans segir brottvísun hans mikið áfall. 14. maí 2024 20:58
Fjórum nígerískum ríkisborgurum flogið til Frankfurt Fjórum nígerískum ríkisborgurum, þar af þremur konum, var flogið af landi brott seint í gær. Auk þeirra var einn karlmaður með í för. Öll höfðu þau fengið endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd á Íslandi. 14. maí 2024 09:26
„Erum hér í kvöld svo þetta gerist ekki í þögn“ Hópur fólks mótmælir nú við Keflavíkurflugvöll vegna yfirvofandi brottvísunar þriggja nígerískra kvenna. Útlendingastofnun hafnaði seinni partinn í dag beiðni lögmanns um frestun brottvísunar einnar þeirra, Blessing Uzoma Newton, af heilsufarsástæðum. 13. maí 2024 23:04
Veikindi Blessing ekki nógu mikil til að fresta brottvísun Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður segir það mikil vonbrigði að Útlendingastofnun ætli ekki að verða við beiðni hans um að fresta brottvísun Blessing Uzoma Newton af heilsufarsástæðum. Hann á von á því að Blessing og konurnar hinar tvær sem eru í haldi verði fluttar úr landi í kvöld. 13. maí 2024 17:38