Körfubolti

Geks á­fram með Stólunum: Frá­bær skot­maður og frá­bær ná­ungi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Davis Geks í leik með Tindastól í bikaúrslitunum í Laugardalshöllinni fyrr í vetur.
Davis Geks í leik með Tindastól í bikaúrslitunum í Laugardalshöllinni fyrr í vetur. Vísir/Hulda Margrét

Tindastólsliðið er byrjað að setja saman leikmannahóp sinn fyrir næsta tímabil í Subway deild karla í körfubolta en núna eru aðeins nokkrir dagar í það að þeir geti ekki lengur kallað sig ríkjandi Íslandsmeistara.

Körfuknattleiksdeild Tindastóls tilkynnti í dag að hún hafi samið við Lettann Davis Geks um að leika áfram með liðinu á næsta tímabili.

Þetta verður þriðja tímabil Geks á Sauðárkróki. Hann kom fyrst til liðsins í febrúar 2023 og varð Íslandsmeistari með liðinu um vorið. Hann spilaði síðan allt síðasta tímabil með Stólunum.

Geks var með 12,1 stig að meðaltali á 27,7 mínútum í leik í vetur en hann hitti úr 48 prósent þriggja stiga skotum og skoraði yfir þrjá þrista að meðaltali í leik.

„Davis Geks er frábær skotmaður og góður varnarmaður ásamt því að vera frábær náungi. Það er mikil gleði tíðindi að Davis og fjölskylda hafi framlengt veru sína í Skagafirði,“ segir í frétt um samninginn á miðlum Tindastóls.

Tindastólsmenn staðfestu líka um leið að lykilmennirnir Pétur Rúnar Birgisson, Ragnar Ágústsson, Sigtryggur Arnar Björnsson og Adomas Drungilas séu allir með samning út næsta tímabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×