Augljóst að fylgið er enn á verulegri hreyfingu Kjartan Kjartansson og Heimir Már Pétursson skrifa 23. maí 2024 23:08 Ólafur Þ. Harðarson greindi niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar á fylgi forsetaframbjóðenda í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Vísir/Stöð 2 Fylgi við forsetaframbjóðendur er enn á verulegri hreyfingu nú þegar rúm vika er til kosninga, að mati prófessors í stjórnmálafræði. Hann segir mjög athyglisvert að forystusauðurinn Katrín Jakobsdóttir mælist aðeins með fjórðungsfylgi. Fylgisaukning Höllu Tómasdóttur heldur áfram í nýrri könnun Maskínu sem sagt var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún mælist nú með næstmest fylgi á eftir Katrínu, fyrrverandi forsætisráðherra. Munurinn á Höllu, nöfnu hennar Logadóttur og Baldri Þórhallssyni er þó ómarktækur tölfræðilega. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, sagði stóru myndina eiginlega óbreytta eins og hún birtist í könnuninni. Katrín mælist nú með aðeins betra forskot en í fyrri könnunum þar sem munurinn á henni og Höllu Hrund var ekki marktækur. Þá sé athyglisvert að Höllurnar tvær skipti um sess. „Það er augljóst að fylgið er ennþá á verulegri hreyfingu. Auðvitað mjög athyglisvert að Katrín, sem er efst, er aðeins með fjórðungsfylgi,“ sagði Ólafur í kvöldfréttunum. Með hverri könnuninni sem sýni niðurstöður af þessu tagi aukist líkurnar á því að Katrín haldi forystunni. „Hins vegar vitum við frá fyrri kosningum og könnunum að menn eru að skipta um skoðun. Margir eru kannski með tvo, þrjá í huganum og þeir eru í rauninni að skipta um skoðun alveg fram á kjördag þannig að þetta verður spennandi alveg fram á kosninganótt,“ sagði Ólafur sem taldi þó minnstar líkur á að Halla Hrund næði sér aftur á skrið eftir fylgistap í undanförnum könnunum. Staðan gæti þó breyst verulega ennþá. Benti Ólafur í því samhengi á kosningaspá sem Baldur Héðinsson, stærðfræðingur, birtir sem gaf Katrínu um þriðjungslíkur á að ná kjöri. „En það þýðir auðvitað að það eru tveir þriðju líkur að hún nái ekki kjöri,“ sagði Ólafur. Sú kosningaspá var uppfærð í gær og höfðu líkur Katrínar á sigri þá aukist úr 36 prósentum í 39 prósent. Halla Hrund kom þar næst með um það bil fjórðungslíkur á sigri. Skoðanakannanir Forsetakosningar 2024 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Fylgisaukning Höllu Tómasdóttur heldur áfram í nýrri könnun Maskínu sem sagt var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún mælist nú með næstmest fylgi á eftir Katrínu, fyrrverandi forsætisráðherra. Munurinn á Höllu, nöfnu hennar Logadóttur og Baldri Þórhallssyni er þó ómarktækur tölfræðilega. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, sagði stóru myndina eiginlega óbreytta eins og hún birtist í könnuninni. Katrín mælist nú með aðeins betra forskot en í fyrri könnunum þar sem munurinn á henni og Höllu Hrund var ekki marktækur. Þá sé athyglisvert að Höllurnar tvær skipti um sess. „Það er augljóst að fylgið er ennþá á verulegri hreyfingu. Auðvitað mjög athyglisvert að Katrín, sem er efst, er aðeins með fjórðungsfylgi,“ sagði Ólafur í kvöldfréttunum. Með hverri könnuninni sem sýni niðurstöður af þessu tagi aukist líkurnar á því að Katrín haldi forystunni. „Hins vegar vitum við frá fyrri kosningum og könnunum að menn eru að skipta um skoðun. Margir eru kannski með tvo, þrjá í huganum og þeir eru í rauninni að skipta um skoðun alveg fram á kjördag þannig að þetta verður spennandi alveg fram á kosninganótt,“ sagði Ólafur sem taldi þó minnstar líkur á að Halla Hrund næði sér aftur á skrið eftir fylgistap í undanförnum könnunum. Staðan gæti þó breyst verulega ennþá. Benti Ólafur í því samhengi á kosningaspá sem Baldur Héðinsson, stærðfræðingur, birtir sem gaf Katrínu um þriðjungslíkur á að ná kjöri. „En það þýðir auðvitað að það eru tveir þriðju líkur að hún nái ekki kjöri,“ sagði Ólafur. Sú kosningaspá var uppfærð í gær og höfðu líkur Katrínar á sigri þá aukist úr 36 prósentum í 39 prósent. Halla Hrund kom þar næst með um það bil fjórðungslíkur á sigri.
Skoðanakannanir Forsetakosningar 2024 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira