Halla Hrund - Þarf fólk eins og þig, fyrir fólk eins og mig? Tómas Ellert Tómasson skrifar 24. maí 2024 07:00 Ef dimmir í lífi mínu um hríð eru bros þín og hlýja svo blíð. Og hvert sem þú ferð og hvar sem ég verð þarf fólk eins og þig, fyrir fólk eins og mig – texti: Rúnar Júlíusson- Þegar ljóst varð að fram færu forsetakosningar í ár, vonaðist ég til að koma myndi fram manneskja sem byði fram krafta sína í embættið, sem væri alþýðleg og bæri virðingu fyrir þjóð sinni, landi, sögu og tungu. Manneskja sem væri vitur, klár, kæmi vel fyrir og bæri hag þjóðarinnar í nútíð og framtíð fyrir brjósti. Manneskja sem kæmi til dyranna eins og hún væri klædd. Manneskja sem ég gæti stoltur sagt frá að væri Forseti þjóðar minnar hvar sem ég verð. Ég er ekki ég, ég er annar Ég hef og hafði engan áhuga á því að fram kæmu manneskjur sem þættust vera eitthvað annað en þær eru. Því miður birtust tvær slíkar. Báðar eru að reyna að selja þjóðinni að þær séu ekki þær sjálfar heldur eitthvað allt annað. „Ég er ekki ég, ég er annar“ er söluræðan. Önnur manneskjan á sér þá sögu að segja eitt og gera annað auk þess að hafa verið í forsæti fyrir óvinsælustu ríkisstjórn Íslands fyrr og síðar, óvinsælli en „Skjaldborgar“ ríkisstjórnin á dánarbeði sínu. Og nú er hún búin með framboði sínu að setja Íslandsmet í kostnaði við ímyndarhernað sinn sem lýðnum er ljóst að eiginmaður hennar, Háskólaneminn til fjölda ára hefur ekki kostað. Hin manneskjan á sér þá sögu að hafa setið á fremsta skólabekk með þeim snillingum sem töldu sig hafa leyst gátuna, „Hvernig verður Ísland best í heimi“. Íslensku Einstyrnin komust meðal annars að þeirri niðurstöðu að ef það ætti að geta gerst að þá þyrfti sjálfbær nýting náttúruauðlinda að fela það í sér að náttúruauðlindirnar yrðu í auknum mæli í einkaeigu. Manneskja þessi hefur líkt og sú fyrrnefnda kostað miklu til, órætt er hvaðan sú kostun kemur en ljóst er að sá aðili stendur ei á hallandi fæti í lífinu. Það þarf fólk eins og þig, fyrir fólk eins og mig Halla Hrund, í upphafi þegar verið var að skora á þig að bjóða þig fram til forsetaembættisins sá ég strax að þarna var komin fram manneskja sem hefði alla þá kosti að bera sem ég óskaði mér að Forseti Íslands hefði. Ég þekkti þig ekki neitt, vissi þó að þú værir Orkumálastjóri og hefðir ritað amk. tvær skoðanagreinar á vísi sem ég hafði tekið eftir og lesið. Þar tók ég sérstaklega eftir því hve annt þér þykir um landið okkar, auðlindirnar og hve sterkt þú tókst til orða um þær alvarlegu afleiðingar sem skortur á raforku til heimila og venjulegra fyrirtækja gætu haft á daglegt líf samfélagsins. Við deilum þeirri sýn að græna orkan sé olía framtíðarinnar og að eignarhald á slíkum auðlindum þurfi að hugsa til langs tíma. Einnig erum við sammála um að Landsvirkjun sé ekki til sölu og eigi að vera í eigu almennings eins og verið hefur. Nú þegar að ég hef fengið að kynnast þér, séð hvaða manneskju þú hefur að geyma, fundið fyrir orkunni og útgeisluninni sem þú hefur að þá er það engin spurning í mínum huga að þú ert minn Forseti. Og já, það þarf fólk eins og þig, fyrir fólk eins og mig! Höfundur er byggingarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Ef dimmir í lífi mínu um hríð eru bros þín og hlýja svo blíð. Og hvert sem þú ferð og hvar sem ég verð þarf fólk eins og þig, fyrir fólk eins og mig – texti: Rúnar Júlíusson- Þegar ljóst varð að fram færu forsetakosningar í ár, vonaðist ég til að koma myndi fram manneskja sem byði fram krafta sína í embættið, sem væri alþýðleg og bæri virðingu fyrir þjóð sinni, landi, sögu og tungu. Manneskja sem væri vitur, klár, kæmi vel fyrir og bæri hag þjóðarinnar í nútíð og framtíð fyrir brjósti. Manneskja sem kæmi til dyranna eins og hún væri klædd. Manneskja sem ég gæti stoltur sagt frá að væri Forseti þjóðar minnar hvar sem ég verð. Ég er ekki ég, ég er annar Ég hef og hafði engan áhuga á því að fram kæmu manneskjur sem þættust vera eitthvað annað en þær eru. Því miður birtust tvær slíkar. Báðar eru að reyna að selja þjóðinni að þær séu ekki þær sjálfar heldur eitthvað allt annað. „Ég er ekki ég, ég er annar“ er söluræðan. Önnur manneskjan á sér þá sögu að segja eitt og gera annað auk þess að hafa verið í forsæti fyrir óvinsælustu ríkisstjórn Íslands fyrr og síðar, óvinsælli en „Skjaldborgar“ ríkisstjórnin á dánarbeði sínu. Og nú er hún búin með framboði sínu að setja Íslandsmet í kostnaði við ímyndarhernað sinn sem lýðnum er ljóst að eiginmaður hennar, Háskólaneminn til fjölda ára hefur ekki kostað. Hin manneskjan á sér þá sögu að hafa setið á fremsta skólabekk með þeim snillingum sem töldu sig hafa leyst gátuna, „Hvernig verður Ísland best í heimi“. Íslensku Einstyrnin komust meðal annars að þeirri niðurstöðu að ef það ætti að geta gerst að þá þyrfti sjálfbær nýting náttúruauðlinda að fela það í sér að náttúruauðlindirnar yrðu í auknum mæli í einkaeigu. Manneskja þessi hefur líkt og sú fyrrnefnda kostað miklu til, órætt er hvaðan sú kostun kemur en ljóst er að sá aðili stendur ei á hallandi fæti í lífinu. Það þarf fólk eins og þig, fyrir fólk eins og mig Halla Hrund, í upphafi þegar verið var að skora á þig að bjóða þig fram til forsetaembættisins sá ég strax að þarna var komin fram manneskja sem hefði alla þá kosti að bera sem ég óskaði mér að Forseti Íslands hefði. Ég þekkti þig ekki neitt, vissi þó að þú værir Orkumálastjóri og hefðir ritað amk. tvær skoðanagreinar á vísi sem ég hafði tekið eftir og lesið. Þar tók ég sérstaklega eftir því hve annt þér þykir um landið okkar, auðlindirnar og hve sterkt þú tókst til orða um þær alvarlegu afleiðingar sem skortur á raforku til heimila og venjulegra fyrirtækja gætu haft á daglegt líf samfélagsins. Við deilum þeirri sýn að græna orkan sé olía framtíðarinnar og að eignarhald á slíkum auðlindum þurfi að hugsa til langs tíma. Einnig erum við sammála um að Landsvirkjun sé ekki til sölu og eigi að vera í eigu almennings eins og verið hefur. Nú þegar að ég hef fengið að kynnast þér, séð hvaða manneskju þú hefur að geyma, fundið fyrir orkunni og útgeisluninni sem þú hefur að þá er það engin spurning í mínum huga að þú ert minn Forseti. Og já, það þarf fólk eins og þig, fyrir fólk eins og mig! Höfundur er byggingarverkfræðingur.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun