Körfubolti

Loks vann Boston leik tvö

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Jaylen Brown var stórkostlegur í leiknum og skoraði 40 stig, þar af fimmtán þriggja stiga skot. 
Jaylen Brown var stórkostlegur í leiknum og skoraði 40 stig, þar af fimmtán þriggja stiga skot.  Mike Ehrmann/Getty Images

Boston Celtics tók 2-0 forystu í úrslitaeinvígi austurdeildar NBA í nótt með öruggum 126-110 sigri gegn Indiana Pacers.

Hingað til í úrslitakeppninni hafði Boston ekki tekið 2-0 forystu. Þeir unnu bæði fyrri einvígi sín 4-1 gegn Cleveland Cavaliers og Miami Heat en töpuðu leik tvö í bæði skiptin og misstu í 1-1. Þetta var fyrsti sigur Boston í leik tvö síðan gegn Atlanta Hawks í fyrstu umferð á síðasta ári. 

Jaylen Brown fór fremstur í liði Boston og skoraði 40 stig í leiknum. Hann hefur heldur betur reynst Boston mikilvægur í þessari seríu, tryggði framlengingu í fyrsta leik.

Tyrese Haliburton, stjarna Pacers, þurfti að víkja af velli í þriðja leikhluta vegna meiðsla í nára. Þetta eru sömu meiðsli og hafa verið að plaga hann síðan í janúar. Ekki er vitað um alvarleikann að svo stöddu.

Boston var við völd nær allan leikinn, Pascal Siakam leiddi endurkomutilraun Pacers undir lok fyrri hálfleiks, skoraði 10 í röð og minnkaði muninn í 68-66, en Boston var fljótt aftur komið með forystuna.

Framundan eru tveir leikir í Indiana, takist Boston að vinna þá báða og slútta einvíginu fá þeir 10 daga frí fyrir úrslitaeinvígið gegn annað hvort Dallas Mavericks eða Minnesota Timberwolves, sem hefst 7. júní. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×