Hingað til í úrslitakeppninni hafði Boston ekki tekið 2-0 forystu. Þeir unnu bæði fyrri einvígi sín 4-1 gegn Cleveland Cavaliers og Miami Heat en töpuðu leik tvö í bæði skiptin og misstu í 1-1. Þetta var fyrsti sigur Boston í leik tvö síðan gegn Atlanta Hawks í fyrstu umferð á síðasta ári.
Jaylen Brown fór fremstur í liði Boston og skoraði 40 stig í leiknum. Hann hefur heldur betur reynst Boston mikilvægur í þessari seríu, tryggði framlengingu í fyrsta leik.
JAYLEN BROWN 40 BALL 🔥🔥🔥 pic.twitter.com/itOTMEeIXU
— ESPN (@espn) May 24, 2024
Tyrese Haliburton, stjarna Pacers, þurfti að víkja af velli í þriðja leikhluta vegna meiðsla í nára. Þetta eru sömu meiðsli og hafa verið að plaga hann síðan í janúar. Ekki er vitað um alvarleikann að svo stöddu.
Boston var við völd nær allan leikinn, Pascal Siakam leiddi endurkomutilraun Pacers undir lok fyrri hálfleiks, skoraði 10 í röð og minnkaði muninn í 68-66, en Boston var fljótt aftur komið með forystuna.
"Great player, great leader, and wants to win."
— NBA (@NBA) May 24, 2024
Jrue Holiday delivers high praise for Jaylen Brown after taking a 2-0 series lead in the East Finals 🗣️ pic.twitter.com/aXVn4jl9Yw
Framundan eru tveir leikir í Indiana, takist Boston að vinna þá báða og slútta einvíginu fá þeir 10 daga frí fyrir úrslitaeinvígið gegn annað hvort Dallas Mavericks eða Minnesota Timberwolves, sem hefst 7. júní.