Enginn skotið eins mikið án þess að hitta: „Kane fékk bara galopna þrista, galopna“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. maí 2024 09:31 DeAndre Kane var mjög ólíkur sjálfum sér í gær. Hann var lang stigahæstur Grindvíkinga í fyrstu tveimur leikjunum en hitti ekki úr einu einasta þriggja stiga skoti í gær. vísir / hulda margrét DeAndre Kane sló í gærkvöldi afar óeftirsótt met sem var áður í eigu Teits Örlygssonar. DeAndre Kane hitti engu af þrettán skotum sínum fyrir aftan þriggja stiga línuna í gærkvöldi og stórbætti þar með met yfir flest þriggja stiga skot í úrslitum án þess að hitta. Metið var áður í eigu Teits Örlygssonar og Calvin Burks Jr., sem báðir skutu níu skotum án þess að hitta. Teitur gerði það sem leikmaður Njarðvíkur í úrslitaeinvígi gegn Tindastóli árið 2001. Calvin Burks Jr. lék það svo eftir í liði Keflavíkur árið 2021 í úrslitaeinvígi gegn Þór Þorlákshöfn. „0 af 9 Teitur!? Byrjum á stóru hlutunum, hvað var að gerast þarna?“ skaut Helgi Már Magnússon á Teit. „Við skulum líka tala um það, hverjir urðu Íslandsmeistarar 2001? Það var það eina sem skipti máli og það vissi enginn af þessu Stebbi,“ sagði Teitur sér til varnar. „Ég get lofað því að ég dró þetta ekki upp úr rassgatinu á mér,“ svaraði þáttastjórnandinn Stefán Árni þá við mikil hlátrasköll sérfræðinganna. Mögulega meiddur en virkaði bara þreyttur Þeir sneru sér þá að vandamáli DeAndre Kane, sem átti afar erfitt uppdráttar í gær þegar lið hans Grindavík tapaði gegn Val í þriðja leik úrslitaeinvígis Subway deildar karla. „Við Teitur töluðum um þetta hérna í seinni hálfleik, Kane fékk bara galopna þrista, galopna“ sagði Helgi Már. Stefán Árni kom Kane aðeins til varnar en aðrir sérfræðingar voru honum ósammála og sögðu Kane hafa litið illa út í leiknum, líkt og hann væri eitthvað þreyttur. „Hann var bara ekki tengdur. Mér fannst athyglisvert að það væri verið að nudda öxlina hjá honum þegar hann settist á bekkinn. Getur það ekki skipt máli ef hann er eitthvað tæpur í öxl, það auðvitað truflar skotið.“ Klippa: DeAndre Kane sló met Teits Örlygssonar Innslagið allt úr Subway Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér að ofan. Næsti leikur í úrslitaeinvíginu fer svo fram næsta sunnudag klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Subway-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Sjá meira
DeAndre Kane hitti engu af þrettán skotum sínum fyrir aftan þriggja stiga línuna í gærkvöldi og stórbætti þar með met yfir flest þriggja stiga skot í úrslitum án þess að hitta. Metið var áður í eigu Teits Örlygssonar og Calvin Burks Jr., sem báðir skutu níu skotum án þess að hitta. Teitur gerði það sem leikmaður Njarðvíkur í úrslitaeinvígi gegn Tindastóli árið 2001. Calvin Burks Jr. lék það svo eftir í liði Keflavíkur árið 2021 í úrslitaeinvígi gegn Þór Þorlákshöfn. „0 af 9 Teitur!? Byrjum á stóru hlutunum, hvað var að gerast þarna?“ skaut Helgi Már Magnússon á Teit. „Við skulum líka tala um það, hverjir urðu Íslandsmeistarar 2001? Það var það eina sem skipti máli og það vissi enginn af þessu Stebbi,“ sagði Teitur sér til varnar. „Ég get lofað því að ég dró þetta ekki upp úr rassgatinu á mér,“ svaraði þáttastjórnandinn Stefán Árni þá við mikil hlátrasköll sérfræðinganna. Mögulega meiddur en virkaði bara þreyttur Þeir sneru sér þá að vandamáli DeAndre Kane, sem átti afar erfitt uppdráttar í gær þegar lið hans Grindavík tapaði gegn Val í þriðja leik úrslitaeinvígis Subway deildar karla. „Við Teitur töluðum um þetta hérna í seinni hálfleik, Kane fékk bara galopna þrista, galopna“ sagði Helgi Már. Stefán Árni kom Kane aðeins til varnar en aðrir sérfræðingar voru honum ósammála og sögðu Kane hafa litið illa út í leiknum, líkt og hann væri eitthvað þreyttur. „Hann var bara ekki tengdur. Mér fannst athyglisvert að það væri verið að nudda öxlina hjá honum þegar hann settist á bekkinn. Getur það ekki skipt máli ef hann er eitthvað tæpur í öxl, það auðvitað truflar skotið.“ Klippa: DeAndre Kane sló met Teits Örlygssonar Innslagið allt úr Subway Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér að ofan. Næsti leikur í úrslitaeinvíginu fer svo fram næsta sunnudag klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Subway-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Sjá meira