Halla Hrund; vörður auðlinda og nýsköpunar Valdimar Össurarson skrifar 24. maí 2024 11:01 Í komandi forsetakosningum þurfum við ekki einungis að velja glæsilegan og verðugan fulltrúa og rödd þjóðarinnar; ekki einungis manneskju með djúpan skilning á þjóðlífi og pólitík; heldur er ekki síður mikilvægt að velja einstakling með þekkingu og skilning á auðlindum þjóðarinnar og mikilvægi verndunar og nýtingar þeirra í þágu komandi kynslóða. Því gladdist ég þegar Halla Hrund Logadóttir bauð sig fram til forseta. Eins og margir vita hef ég um langt skeið unnið að þróun tækni til nýtingar sjávarfallaorku, og kynningu á nýtingarmöguleikum þessarar stærstu og hreinu orkuauðlindar okkar Íslendinga. Þrátt fyrir að tæknin hafi sannað sig og sé nánast tilbúin til notkunar hefur henni verið haldið niðri af stjórnvöldum, sem stjórnast oft fremur af umhyggju fyrir hagsmunum orkufyrirtækja en almennings. Það hefur sannast í langvarandi samskiptum mínum við ráðuneyti og ýmsar stofnanir. Hinsvegar urðu umskipti þegar Halla Hrund tók við sem orkumálastjóri. Þar var allt í einu komin manneskja sem ekki einungis hafði víðtæka þekkingu á sínu sviði heldur sá útfyrir ríkjandi þröngsýni í orkumálum; með skilning á möguleikum nýsköpunar í auðlindanýtingu. Halla Hrund hefur verið boðberi nýrra tíma í sínu starfi sem Orkumálastjóri. Hún tók strax vel í hugmynd mína um að efna til almennra kynningarfunda um sjávarorku, þar sem almenningi gæfist ekki einungis kostur á að kynnast hinni hröðu þróun á þessu sviði, heldur einnig þeim miklu möguleikum sem liggja í nýtingu þessara stærstu orkuauðlinda þjóðarinnar. Vænti ég að Orkustofnun standi við loforð sín í því efni, þó Halla Hrund flytjist í verðugt starf á Bessastaði. Ég hitti Höllu Hrund nýlega á framboðsfundi á Selfossi, þar sem hún sýndi frábæra frammistöðu eins og endranær. Þá nefndi hún að fyrra bragði hugmynd sem ég hef sett fram um framtíðarnýtingu stærsta foss heims; Blakkfoss, sem er í íslenskri lögsögu neðansjávar á Grænlandssundi. Hér hef ég skoðað framboð Höllu Hrundar út frá mínu langvarandi verkefni um auðlindanýtingu í þjóðarþágu, en hún hefur svo miklu meira til brunns að bera. Þrátt fyrir ungan aldur virðist hún gjörþekkja íslenskt atvinnu- og þjóðlíf; menningu okkar og þarfir. Hún hefur hafist til sinna starfa hérlendis og erlendis fyrir eigin verðleika en ekki með pólitísku poti. Í fjölmiðlaviðtölum hefur hún alltaf komið vel fyrir og svarað af einlægni, hlýju og visku hverri spurningu; jafnvel harðvítugum árásum fjölmiðlafólks. Ég veit að ef Halla Hrund nær kjöri sem forseti munum við Íslendingar eignast glæsilegan fulltrúa; talsmann okkar með víðsýni, dómgreind og lipurð í mannlegum samskiptum, sem ber fyrir brjósti hagsmuni þjóðarinnar, bæði nú en ekki síður til framtíðar. Þannig forseta þurfum við núna. Höfundur er frumkvöðull í sjávarorkunýtingu; formaður Samtaka frumkvöðla og hugvitsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Orkumál Mest lesið Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Í komandi forsetakosningum þurfum við ekki einungis að velja glæsilegan og verðugan fulltrúa og rödd þjóðarinnar; ekki einungis manneskju með djúpan skilning á þjóðlífi og pólitík; heldur er ekki síður mikilvægt að velja einstakling með þekkingu og skilning á auðlindum þjóðarinnar og mikilvægi verndunar og nýtingar þeirra í þágu komandi kynslóða. Því gladdist ég þegar Halla Hrund Logadóttir bauð sig fram til forseta. Eins og margir vita hef ég um langt skeið unnið að þróun tækni til nýtingar sjávarfallaorku, og kynningu á nýtingarmöguleikum þessarar stærstu og hreinu orkuauðlindar okkar Íslendinga. Þrátt fyrir að tæknin hafi sannað sig og sé nánast tilbúin til notkunar hefur henni verið haldið niðri af stjórnvöldum, sem stjórnast oft fremur af umhyggju fyrir hagsmunum orkufyrirtækja en almennings. Það hefur sannast í langvarandi samskiptum mínum við ráðuneyti og ýmsar stofnanir. Hinsvegar urðu umskipti þegar Halla Hrund tók við sem orkumálastjóri. Þar var allt í einu komin manneskja sem ekki einungis hafði víðtæka þekkingu á sínu sviði heldur sá útfyrir ríkjandi þröngsýni í orkumálum; með skilning á möguleikum nýsköpunar í auðlindanýtingu. Halla Hrund hefur verið boðberi nýrra tíma í sínu starfi sem Orkumálastjóri. Hún tók strax vel í hugmynd mína um að efna til almennra kynningarfunda um sjávarorku, þar sem almenningi gæfist ekki einungis kostur á að kynnast hinni hröðu þróun á þessu sviði, heldur einnig þeim miklu möguleikum sem liggja í nýtingu þessara stærstu orkuauðlinda þjóðarinnar. Vænti ég að Orkustofnun standi við loforð sín í því efni, þó Halla Hrund flytjist í verðugt starf á Bessastaði. Ég hitti Höllu Hrund nýlega á framboðsfundi á Selfossi, þar sem hún sýndi frábæra frammistöðu eins og endranær. Þá nefndi hún að fyrra bragði hugmynd sem ég hef sett fram um framtíðarnýtingu stærsta foss heims; Blakkfoss, sem er í íslenskri lögsögu neðansjávar á Grænlandssundi. Hér hef ég skoðað framboð Höllu Hrundar út frá mínu langvarandi verkefni um auðlindanýtingu í þjóðarþágu, en hún hefur svo miklu meira til brunns að bera. Þrátt fyrir ungan aldur virðist hún gjörþekkja íslenskt atvinnu- og þjóðlíf; menningu okkar og þarfir. Hún hefur hafist til sinna starfa hérlendis og erlendis fyrir eigin verðleika en ekki með pólitísku poti. Í fjölmiðlaviðtölum hefur hún alltaf komið vel fyrir og svarað af einlægni, hlýju og visku hverri spurningu; jafnvel harðvítugum árásum fjölmiðlafólks. Ég veit að ef Halla Hrund nær kjöri sem forseti munum við Íslendingar eignast glæsilegan fulltrúa; talsmann okkar með víðsýni, dómgreind og lipurð í mannlegum samskiptum, sem ber fyrir brjósti hagsmuni þjóðarinnar, bæði nú en ekki síður til framtíðar. Þannig forseta þurfum við núna. Höfundur er frumkvöðull í sjávarorkunýtingu; formaður Samtaka frumkvöðla og hugvitsmanna.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun