„Við munum vinna þennan slag“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. maí 2024 10:51 Hervør Pálsdóttir, þingflokksformaður Þjóðveldisflokksins, segir að þar sem færeyska þingið neitar að hjálpa færeyskum konum þurfa þær að ganga sjálfar í verkin, Vísir/Samsett Færeyingar búa við eina ströngustu löggjöf er varðar þungunarrof í Evrópu. Dönsk lög frá árinu 1956 gilda þar enn þrátt fyrir að danskar konur hafi getað síðan 1973 undirgengst þungunarrof af eigin frumkvæði til allt að tólftu viku meðgöngu. Hervør Pálsdóttir, þingflokksformaður Þjóðveldisflokksins og meðstjórnandi í samtökunum Frítt Val, frjálst val, segir núverandi lög stuðla að óöryggi og að færeyskar konur muni vinna þennan slag. Það vakti mikla athygli hér á landi sem og á Norðurlöndunum að frumvarp Bjarna Kárasonar Petersen, dómsmálaráðherra Færeyja, um nýja þungunarrofslöggjöf, hafi verið fellt á jöfnu á Lögþinginu í síðustu viku. Fimmtán þingmenn greiddu atkvæði með og fimmtán á móti. Frumvarpið gekk út á það að heimila skyldi valkvætt þungunarrof til tólftu viku meðgöngu, líkt og lögin kveða á um í Danmörku. „Það var mjög svekkjandi. Það gerði mig mjög leiða að frumvarpið hafi ekki verið samþykkt og ég hugsa að fjöldi kvenna hafi upplifað það eins og ég. Að því sögðu held ég að það sýni áhrifin sem okkur hefur tekist að hafa í Færeyjum,“ segir Hervør. Baráttan hafi haft áhrif Hervør segir færeyskar konur hafa þurft að sækja sér slíka þjónustu til Danmerkur með tilheyrandi kostnaði þar sem aðgerðin er ekki ókeypis nema konurnar séu með lögheimili í Danmörku. „Lögunum sem við búum við núna fylgja mikil vandkvæði. Lögin eru líka frá sjötta áratugnum þannig að þau eru ansi gömul. Við höfum verið að berjast fyrir nýjum lögum svo konan sé örugg og geti tekið sína eigin ákvörðun,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Árið 1975 breyttum við Íslendingar okkar löggjöf hvað þungunarrof varðar og þá var þungunarrof heimilað í tilfelli þess að heilsu móður sé ógnað, þungunin sé afleiðing nauðgunar, eða að móðurin sé ekki hæf til að ala upp barn sökum aldurs eða annarra óviðráðanlegra félagslegra aðstæðna. Sjálfsákvörðunarréttur kvenna til þungunarrofs var svo staðfestur á Alþingi árið 2019 þegar frumvarp Svandísar Svavarsdóttur, þáverandi heilbrigðisráðherra, varð að lögum. Lögin heimiluðu valkvætt þungunarrof til allt að 22. viku meðgöngu og eftir 22. viku sé lífi móður ógnað eða teljist fóstur ekki lífvænlegt til frambúðar. Samtökin Frítt Val voru stofnuð árið 2018 í Þórshöfn til að berjast fyrir sjálfsákvörðunarrétt færeyskra kvenna til þungunarrofs. Hervør var stofnaðili að samtökunum. „Við stofnuðum Frítt Val fyrir einhverjum sex árum síðan og þá hefði ég aldrei getað ímyndað mér að aðeins sex árum síðar væri frumvarp til umræðu á Lögþinginu sem helmingur þingsins greiddi atkvæði með og meirihluti þjóðarinnar studdi. Það sýnir að baráttan okkar hefur haft áhrif. Við vinnum þennan slag, ekki spurning,“ segir hún jafnframt. Þingmann vantaði við atkvæðagreiðslu Bjarni Kárason Petersen, dómsmálaráðherra Færeyja, sagði í viðtali við Kringvarpið fyrr í vikunni að vel komi til greina að hann leggi frumvarpið sem fellt var aftur fyrir færeyska þingið. Það vakti athygli á færeyskum miðlum að Kaj Leo Holm Johannesen, þingmaður Sambandsflokksins, hafi vantað í þingsalnum þegar greidd voru atkvæði. Hann sagði síðar að hann hefði greitt atkvæði með frumvarpinu og því hefði það verið samþykkt hefði hann verið viðstaddur. „Við komumst að því eftir atkvæðagreiðsluna að einn þingmann vantaði sem hefði greitt atkvæði með frumvarpinu. Við erum nú að skoða það að leggja frumvarpið fram á nýjan leik en þá þurfum við að tryggja að það sé meirihlutastuðningur við það. Það er alls ekki víst en það er til umræðu,“ segir Hervør. Bjarni Kárason Petersen dómsmálaráðherra hafði áður lýst núgildandi löggjöf sem úreldri og sagt að tími væri til kominn að nútímavæða hana. Vilja breyta umræðunni Hervør segir að Frítt Val haldi ótrautt áfram hvort sem lögunum verði breytt í bráð eða ekki. Samtökin einbeiti sér nú að því að styðja við konur sem þurfa á þungunarrofi að halda og breyta umræðunni í kringum þungunarrof í landinu. „Sama hvort við fáum nýja löggjöf eða ekki þarf Frítt Val að vinna að því að afstigmatisera umræðuna í Færeyjum, hvernig við tölum um þungunarrof, og upplýsa konur um sinn rétt. Það er eitthvað sem við munum alltaf beita okkur fyrir,“ segir hún. „Þar sem Lögþingið neitar að aðstoða færeyskar konur þurfum við að gera það sjálfar.“ „Ég held að færeyskar konur upplifi nú að samtökin þurfi að fara að vinna í öðru þar sem þingið neitar að hjálpa þeim. Við þurfum því að ákveða hvað okkur langar að gera, hvort við getum stutt við bakið á konum fjárhagslega svo þær geti sótt slíka þjónustu í Danmörku til dæmis,“ segir Hervør. Færeyjar Þungunarrof Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Það vakti mikla athygli hér á landi sem og á Norðurlöndunum að frumvarp Bjarna Kárasonar Petersen, dómsmálaráðherra Færeyja, um nýja þungunarrofslöggjöf, hafi verið fellt á jöfnu á Lögþinginu í síðustu viku. Fimmtán þingmenn greiddu atkvæði með og fimmtán á móti. Frumvarpið gekk út á það að heimila skyldi valkvætt þungunarrof til tólftu viku meðgöngu, líkt og lögin kveða á um í Danmörku. „Það var mjög svekkjandi. Það gerði mig mjög leiða að frumvarpið hafi ekki verið samþykkt og ég hugsa að fjöldi kvenna hafi upplifað það eins og ég. Að því sögðu held ég að það sýni áhrifin sem okkur hefur tekist að hafa í Færeyjum,“ segir Hervør. Baráttan hafi haft áhrif Hervør segir færeyskar konur hafa þurft að sækja sér slíka þjónustu til Danmerkur með tilheyrandi kostnaði þar sem aðgerðin er ekki ókeypis nema konurnar séu með lögheimili í Danmörku. „Lögunum sem við búum við núna fylgja mikil vandkvæði. Lögin eru líka frá sjötta áratugnum þannig að þau eru ansi gömul. Við höfum verið að berjast fyrir nýjum lögum svo konan sé örugg og geti tekið sína eigin ákvörðun,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Árið 1975 breyttum við Íslendingar okkar löggjöf hvað þungunarrof varðar og þá var þungunarrof heimilað í tilfelli þess að heilsu móður sé ógnað, þungunin sé afleiðing nauðgunar, eða að móðurin sé ekki hæf til að ala upp barn sökum aldurs eða annarra óviðráðanlegra félagslegra aðstæðna. Sjálfsákvörðunarréttur kvenna til þungunarrofs var svo staðfestur á Alþingi árið 2019 þegar frumvarp Svandísar Svavarsdóttur, þáverandi heilbrigðisráðherra, varð að lögum. Lögin heimiluðu valkvætt þungunarrof til allt að 22. viku meðgöngu og eftir 22. viku sé lífi móður ógnað eða teljist fóstur ekki lífvænlegt til frambúðar. Samtökin Frítt Val voru stofnuð árið 2018 í Þórshöfn til að berjast fyrir sjálfsákvörðunarrétt færeyskra kvenna til þungunarrofs. Hervør var stofnaðili að samtökunum. „Við stofnuðum Frítt Val fyrir einhverjum sex árum síðan og þá hefði ég aldrei getað ímyndað mér að aðeins sex árum síðar væri frumvarp til umræðu á Lögþinginu sem helmingur þingsins greiddi atkvæði með og meirihluti þjóðarinnar studdi. Það sýnir að baráttan okkar hefur haft áhrif. Við vinnum þennan slag, ekki spurning,“ segir hún jafnframt. Þingmann vantaði við atkvæðagreiðslu Bjarni Kárason Petersen, dómsmálaráðherra Færeyja, sagði í viðtali við Kringvarpið fyrr í vikunni að vel komi til greina að hann leggi frumvarpið sem fellt var aftur fyrir færeyska þingið. Það vakti athygli á færeyskum miðlum að Kaj Leo Holm Johannesen, þingmaður Sambandsflokksins, hafi vantað í þingsalnum þegar greidd voru atkvæði. Hann sagði síðar að hann hefði greitt atkvæði með frumvarpinu og því hefði það verið samþykkt hefði hann verið viðstaddur. „Við komumst að því eftir atkvæðagreiðsluna að einn þingmann vantaði sem hefði greitt atkvæði með frumvarpinu. Við erum nú að skoða það að leggja frumvarpið fram á nýjan leik en þá þurfum við að tryggja að það sé meirihlutastuðningur við það. Það er alls ekki víst en það er til umræðu,“ segir Hervør. Bjarni Kárason Petersen dómsmálaráðherra hafði áður lýst núgildandi löggjöf sem úreldri og sagt að tími væri til kominn að nútímavæða hana. Vilja breyta umræðunni Hervør segir að Frítt Val haldi ótrautt áfram hvort sem lögunum verði breytt í bráð eða ekki. Samtökin einbeiti sér nú að því að styðja við konur sem þurfa á þungunarrofi að halda og breyta umræðunni í kringum þungunarrof í landinu. „Sama hvort við fáum nýja löggjöf eða ekki þarf Frítt Val að vinna að því að afstigmatisera umræðuna í Færeyjum, hvernig við tölum um þungunarrof, og upplýsa konur um sinn rétt. Það er eitthvað sem við munum alltaf beita okkur fyrir,“ segir hún. „Þar sem Lögþingið neitar að aðstoða færeyskar konur þurfum við að gera það sjálfar.“ „Ég held að færeyskar konur upplifi nú að samtökin þurfi að fara að vinna í öðru þar sem þingið neitar að hjálpa þeim. Við þurfum því að ákveða hvað okkur langar að gera, hvort við getum stutt við bakið á konum fjárhagslega svo þær geti sótt slíka þjónustu í Danmörku til dæmis,“ segir Hervør.
Færeyjar Þungunarrof Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent