Ég styð Baldur sem næsta forseta! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 26. maí 2024 08:01 Ég var mjög ánægður með að Baldur Þórhallsson bauð sig fram til embættis forseta Íslands í komandi forsetakosningu. Í þeim kosningum eru margir hæfir frambjóðendur. Að mínu mati er Baldur sá frambjóðandi sem er hæfastur til að vera forseti og sameina þjóðina. Ég kannast við Baldur, enda erum við kollegar úr stjórnmálafræðinni. Baldur er sveitastrákur frá Rangárvallasýslu sem menntaði sig vel og lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá háskólanum í Essex í Englandi. Baldur hefur kennt stjórnmálafræði við Háskóla Íslands í tæpa þrjá áratugi og starfar í dag sem prófessor í stjórnmálafræðideild HÍ. Baldur hefur helgað sig í kennslu í alþjóðastjórnmálum, sérstaklega hvað varðar stöðu smáríkja í alþjóðamálum. Þar skiptir máli að hafa þekkingu á stöðu smáríkja eins og Íslands og hvaða möguleika þessi ríki hafa til að hámarka áhrif sín. Baldur hefur einnig látið öryggis- og varnarmál smáríkja og sérstaklega Íslands sig varða og hefur talað um að það skiptir máli að sýna ábyrgð í öryggis- og varnarmálum landsins. Baldur hefur verið áberandi í baráttu fyrir betri heim, fordómaleysi og meira umburðarlyndi. Baldur hefur verið virkur í baráttu fyrir réttindum samkynhneigðra og hinsegin fólks. Öll viljum við búa í betri og umburðarlyndari heimi, en það gerist ekki af sjálfu sér og fyrir baráttu hans og Felix eiga þeir miklar þakkir skildar. Baldur hefur marga prýðilega kosti og að auki á hann frábæran maka, Felix Bergsson. Ég þekki Felix ágætlega úr Vesturbæ Reykjavíkur enda einstaklega góður og glaðsinna maður. Það skiptir máli hver verður næsti forseti, hver hefur þá sýn að nýta embættið til góðra verka og verða sameiningartákn þjóðarinnar þegar kosningum lýkur. Því treysti ég Baldri Þórhallsyni fullkomlega til að takast á við embætti forseta Íslands, þjóðinni til heilla! Höfundur er stuðningsmaður Baldurs Þórhallssonar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég var mjög ánægður með að Baldur Þórhallsson bauð sig fram til embættis forseta Íslands í komandi forsetakosningu. Í þeim kosningum eru margir hæfir frambjóðendur. Að mínu mati er Baldur sá frambjóðandi sem er hæfastur til að vera forseti og sameina þjóðina. Ég kannast við Baldur, enda erum við kollegar úr stjórnmálafræðinni. Baldur er sveitastrákur frá Rangárvallasýslu sem menntaði sig vel og lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá háskólanum í Essex í Englandi. Baldur hefur kennt stjórnmálafræði við Háskóla Íslands í tæpa þrjá áratugi og starfar í dag sem prófessor í stjórnmálafræðideild HÍ. Baldur hefur helgað sig í kennslu í alþjóðastjórnmálum, sérstaklega hvað varðar stöðu smáríkja í alþjóðamálum. Þar skiptir máli að hafa þekkingu á stöðu smáríkja eins og Íslands og hvaða möguleika þessi ríki hafa til að hámarka áhrif sín. Baldur hefur einnig látið öryggis- og varnarmál smáríkja og sérstaklega Íslands sig varða og hefur talað um að það skiptir máli að sýna ábyrgð í öryggis- og varnarmálum landsins. Baldur hefur verið áberandi í baráttu fyrir betri heim, fordómaleysi og meira umburðarlyndi. Baldur hefur verið virkur í baráttu fyrir réttindum samkynhneigðra og hinsegin fólks. Öll viljum við búa í betri og umburðarlyndari heimi, en það gerist ekki af sjálfu sér og fyrir baráttu hans og Felix eiga þeir miklar þakkir skildar. Baldur hefur marga prýðilega kosti og að auki á hann frábæran maka, Felix Bergsson. Ég þekki Felix ágætlega úr Vesturbæ Reykjavíkur enda einstaklega góður og glaðsinna maður. Það skiptir máli hver verður næsti forseti, hver hefur þá sýn að nýta embættið til góðra verka og verða sameiningartákn þjóðarinnar þegar kosningum lýkur. Því treysti ég Baldri Þórhallsyni fullkomlega til að takast á við embætti forseta Íslands, þjóðinni til heilla! Höfundur er stuðningsmaður Baldurs Þórhallssonar.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar