Fyrrverandi Íslandsmeistari gefur út kántríslagara Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. maí 2024 08:01 Arnþór Ingi er ólíkindatól. vísir/hulda margrét Það er töluvert síðan Íslandsmeistarinn fyrrverandi Arnþór Ingi Kristinsson lét að sér kveða inn á fótboltavellinum en hann lætur nú til sín taka á öðrum vettvangi. Hann hefur nefnilega gefið út það sem mætti kalla sumarsmell ársins með félaga sínum frá Akranesi, Bjarka Sigmyndssyni. Arnþór Ingi lék lengi vel með Víkingum áður en hann söðlað um og gekk í raðir KRfyrir tímabilið 2019. Þar byrjaði hann svo sannarlega af krafti en KR varð Íslandsmeistari með einskærum yfirburðum það árið. Arnþór Ingi ákvað hins vegar að leggja skóna á hilluna eftir tímabilið 2021, alltof snemma að mati flestra. Þessi uppaldi Skagamaður er ekki fyrsti KR-ingurinn sem leggur skóna á hilluna til að einbeita sér að öðrum hlutum, þar á meðal tónlist. Undanfarið ár hefur Arnþór Ingi verið að „trúbadorast“ eins og hann segir sjálfur ásamt Bjarka félaga sínum undanfarið ár. Sá er einnig af Skaganum og hefur sömuleiðis mikla fótboltatengingu en hann er í dag sjúkraþjálfari kvennaliðs Breiðabliks sem trónir á toppi Bestu deildarinnar. Þeir félagar ákváðu að láta gamlan draum rætast og gefa út lagið „Kyssumst alla nótt.“ Um er að ræða sannkallaðan kántríslagara sem hefur allt sem til þarf til að verða sumarlag ársins 2024. Vísir ræddi stuttlega við Arnþór Inga um lagið og hvað kæmi til að þeir félagar væru að gefa út kántrílag. „Ég bjó í Denver í tvö ár og smitaðist af þessari kántrí-bakteríu ef svo má að orði komast,“ sagði Arnþór Ingi en hann var þar í háskóla sem og að spila fótbolta. „Ég og Bjarki erum miklið aðdáendur af gömlu góðu íslensku sveitaballatónlistinni og vildum gera okkar í að koma henni aftur á kortið að einhverju leyti. Við stefnum á að gefa út fleiri lög á næstunni, verða þau blanda af kántrí og íslenskri popptónlist,“ sagði Arnþór Ingi að endingu. Tónlist Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Rifust á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Sjá meira
Arnþór Ingi lék lengi vel með Víkingum áður en hann söðlað um og gekk í raðir KRfyrir tímabilið 2019. Þar byrjaði hann svo sannarlega af krafti en KR varð Íslandsmeistari með einskærum yfirburðum það árið. Arnþór Ingi ákvað hins vegar að leggja skóna á hilluna eftir tímabilið 2021, alltof snemma að mati flestra. Þessi uppaldi Skagamaður er ekki fyrsti KR-ingurinn sem leggur skóna á hilluna til að einbeita sér að öðrum hlutum, þar á meðal tónlist. Undanfarið ár hefur Arnþór Ingi verið að „trúbadorast“ eins og hann segir sjálfur ásamt Bjarka félaga sínum undanfarið ár. Sá er einnig af Skaganum og hefur sömuleiðis mikla fótboltatengingu en hann er í dag sjúkraþjálfari kvennaliðs Breiðabliks sem trónir á toppi Bestu deildarinnar. Þeir félagar ákváðu að láta gamlan draum rætast og gefa út lagið „Kyssumst alla nótt.“ Um er að ræða sannkallaðan kántríslagara sem hefur allt sem til þarf til að verða sumarlag ársins 2024. Vísir ræddi stuttlega við Arnþór Inga um lagið og hvað kæmi til að þeir félagar væru að gefa út kántrílag. „Ég bjó í Denver í tvö ár og smitaðist af þessari kántrí-bakteríu ef svo má að orði komast,“ sagði Arnþór Ingi en hann var þar í háskóla sem og að spila fótbolta. „Ég og Bjarki erum miklið aðdáendur af gömlu góðu íslensku sveitaballatónlistinni og vildum gera okkar í að koma henni aftur á kortið að einhverju leyti. Við stefnum á að gefa út fleiri lög á næstunni, verða þau blanda af kántrí og íslenskri popptónlist,“ sagði Arnþór Ingi að endingu.
Tónlist Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Rifust á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Sjá meira