Ummerki um að vegurinn hafi gefið sig Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. maí 2024 11:01 Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Vísir/Steingrímur Dúi Ummerki eru um að vegur hafi gefið sig að hluta til þegar rúta með 27 manns innanborðs valt í Rangarþingi ytra í gær. Sjö voru fluttir á Landspítalann með þyrlum, en líðan þeirra er sögð stöðug. Slysið varð á sjötta tímanum síðdegis í gær, á Rangárvallavegi við bæinn Stokkalæk í Rangárþingi ytra, skammt norðaustur af Hvolsvelli. Um borð í rútunni voru 26 íslenskir farþegar í hópferð, auk bílstjóra. Sjö voru fluttir á slysadeild í Reykjavík með tveimur þyrlum Landhelgisgæslunnar, en aðrir voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Yfirlögregluþjónn segir vettvangsrannsókn lokið. „Núna er bara verið að fara yfir gögn og skipuleggja fyrirhugaðar skýrslustökur af bæði farþegum og bílstjóra,“ segir Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Skýrslur verði teknar af öllum, en óljóst er hvenær hægt verður að klára það verkefni, enda um fjölda fólks að ræða. Rútan valt utan vegar með 26 farþega innanborðs.Aðsend Ræða mögulega við bílstjórann í dag Jón Gunnar segir aðstæður á vettvangi hafa verið nokkuð góðar með tilliti til veðurs. „En það sjást ummerki á veginum, það er nýbúið að hefla þennan veg og hann er mjúkur. Það er að vora og vegirnir geta verið mjúkir. Það voru ummerki um að vegurinn hafi að hluta til gefið sig, en þetta er allt eitthvað sem á eftir að staðfesta í samtali við bílstjóra líka.“ Mögulegt er að rætt verði við bílstjórann í dag, hvort sem um formlega skýrslutöku verði að ræða eða ekki. Hann er ekki í hópi þeirra verst slösuðu. „Þetta eru meiðsli af öllum toga, allt frá marblettum og upp úr. Þeir sem slösuðust hvað alvarlegast eru ennþá á spítala, en síðustu fréttir sem við höfum eru að það séu allir stabílir,“ sagði Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Enginn leitaði til Rauða krossins Rauði krossinn á Íslandi opnaði í gær söfnunarsvæði aðstandenda vegna slyssins á Eyrarvegi 23 á Selfossi í húsnæði Rauða krossins í Árnessýslu. Edda Björk Hjörleifsdóttir, formaður deildarinnar, segir engan hafa leitað á söfnunarsvæðið en áfallateymi deildarinnar hafi sinnt hluta hópsins á spítalanum. Rangárþing ytra Samgönguslys Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Sjá meira
Slysið varð á sjötta tímanum síðdegis í gær, á Rangárvallavegi við bæinn Stokkalæk í Rangárþingi ytra, skammt norðaustur af Hvolsvelli. Um borð í rútunni voru 26 íslenskir farþegar í hópferð, auk bílstjóra. Sjö voru fluttir á slysadeild í Reykjavík með tveimur þyrlum Landhelgisgæslunnar, en aðrir voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Yfirlögregluþjónn segir vettvangsrannsókn lokið. „Núna er bara verið að fara yfir gögn og skipuleggja fyrirhugaðar skýrslustökur af bæði farþegum og bílstjóra,“ segir Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Skýrslur verði teknar af öllum, en óljóst er hvenær hægt verður að klára það verkefni, enda um fjölda fólks að ræða. Rútan valt utan vegar með 26 farþega innanborðs.Aðsend Ræða mögulega við bílstjórann í dag Jón Gunnar segir aðstæður á vettvangi hafa verið nokkuð góðar með tilliti til veðurs. „En það sjást ummerki á veginum, það er nýbúið að hefla þennan veg og hann er mjúkur. Það er að vora og vegirnir geta verið mjúkir. Það voru ummerki um að vegurinn hafi að hluta til gefið sig, en þetta er allt eitthvað sem á eftir að staðfesta í samtali við bílstjóra líka.“ Mögulegt er að rætt verði við bílstjórann í dag, hvort sem um formlega skýrslutöku verði að ræða eða ekki. Hann er ekki í hópi þeirra verst slösuðu. „Þetta eru meiðsli af öllum toga, allt frá marblettum og upp úr. Þeir sem slösuðust hvað alvarlegast eru ennþá á spítala, en síðustu fréttir sem við höfum eru að það séu allir stabílir,“ sagði Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Enginn leitaði til Rauða krossins Rauði krossinn á Íslandi opnaði í gær söfnunarsvæði aðstandenda vegna slyssins á Eyrarvegi 23 á Selfossi í húsnæði Rauða krossins í Árnessýslu. Edda Björk Hjörleifsdóttir, formaður deildarinnar, segir engan hafa leitað á söfnunarsvæðið en áfallateymi deildarinnar hafi sinnt hluta hópsins á spítalanum.
Rangárþing ytra Samgönguslys Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Sjá meira